Íslendingur

þjóðarstoltið var mikið þegar tekið var á móti landsliðinu í dag.  Þetta var svo íslensk stund, maður var þvílíkt stoltur af því að vera íslendingur og stoltur af liðinu. Ég hugsaði til Gumma frænda sá hefði verið stoltur af syninum. Mér fannst þessi stund alveg frábær -- þarna voru íslendingar að fagna, þjóðarstoltið sveif yfir ..... það var gott að vera íslendingur í dag Smile Til að setja punktinn yfir i-ið þá hljómaði lagið ÍSLAND ER LAND MITT í útvarpinu þegar ég settist í bílinn....maður fékk nú bara tár í augun yfir því að vera íslendingur....ótrúlega góð tilfinning.


Gláp

Horfði á myndina Death at a Funeral á Spáni, var fyrir smá vonbrigðum --- var kannski búin að gera mér miklar væntingar, ekki alveg sammála Maríu og Sólveig þar...fannst þetta bara ekki mikið fyndið. Horfði líka á Juno, bara alveg ágætismynd.  Over her dead body var ein mynd sem ég horfði á, fín mynd......En við fjölskyldan horfðum saman á Lassý mynd og guð minn góður það var 10 tissúa mynd, við öll grenjandi Crying 5 ára, 16 ára 42. ára ... nema bóndinn hann felldi ekki tár yfir Lassý...

Er núna á horfa á Notthing Hill..datt inn á hana á einhverri stöðinni.. og hún er frábær, hrein snilld....eina myndin sem ég get horft á aftur og aftur- I am also just a girl stending in front of a boy asking him to love me -- snilldar setning.....Er annars farin að fá smá löngun í meiri þætti af Greys, Bræður og systur ofl.

Nú er bara spurning hvort maður fari að taka á móti silfurhöfunum á morgun gæti verið gaman (vona bara að forsetahjónin séu enn erlendis)


Samantekt !

jæja búin að setja inn bloggfærslurnar sem ég skrifaði á Spáni...en var ekki nettengd..Bara smá framhald af þeim þá get ég upplýst að bóndinn var jafn hrifinn af Marley og ég...og ég ! Hann var meira að segja að spara hana til að geta verið lengur með hana, smá skrítin. Woundering 

Ég flaug heim frá Spáni í gærkveldi með Iceland express og er ekki jafn hrifin og ég var þegar ég fór út...ég var bara skíthrædd í þessari vél ... rosa læti og bara maður var bara með einhver ónot.. en við komumst heil á höldnu heim..sem betur fer vissi ég ekki af flugslysinu í Madríd þegar ég lagði af stað hefði verið ennþá stressaðri.....en verð að segja að ég kysi Icelandair frekar ..... eitthvað svo íslenskt Woundering ein smá klikkuð en svona er þetta bara.  Verð örugglega búin að skipta um skoðun næst þegar ég ætla að ferðast...(held ég hafi nú bara verið óþarfa stressuð í gær, sérstaklega eftir að kallinn sagði "þetta er nú algjört dót þessi vél " ENNNN..spurning hvað maður velur næst....maður horfir bara á verðið er það ekki ?

er búin með hálfa bókina, Skipið og eins og ég nefndi finnst mér hún frekar karllæg og eftir því sem ég les meira er hún enn meira karllæg, ljósvélar, skíta og eitthvað sem mér finnst ekki spennandi, en ég held ég verði að klára hana, vantar að vita hvað GERIST......


Og enn meiri Yndislestur

En ég hef nú aldeilis lesið mikið hér í fríinu „kláraði“ bækurnar sem ég kom með og rúmlega það. Las Óreiðu á striga, góð örlítið síðri en fyrri bókin Karítas án titils en ég gat hvoruga lagt frá mér. Eini gallinn við þessar bækur er þyngdin á þeim, ekki gott fyrir hendurnar. Ævintýraþorpiðer ágætisbók fyrir Keflvíkinga núverandi og fyrrverandi (þó aðallega aðeins eldri jafnvel eldri en ég kannski), get ekki ímyndað mér að aðrir hafi gaman af henni. Mig vantaði reyndar systur mína þegar ég var að lesa hana, það komu svo oft upp spurningar, hver var aftur þessi eða hinn, hvað varð um þennan eða hinn osfv. Hefði verði gott að hafa Helgu systir með við lesturinn. Byrjaði á tveimur bókum Góði strákurinn og Skræpótti fuglinn, fannst þær báðar leiðinlegar og hætti ! En þá var ég orðin uppiskroppa með bækur og sjónvarpið í húsinu dottið út Lþað er eiginlega glatað að vera ekki með sjónvarp, í heila viku hofum við fjölskyldan verið hér með ekkert sjónvarp, alveg nóg að horfa á samt, DVD og svona, (barnið hefur alveg fengið sinn skammt af skrípó) en það er svo fyndið að það er húsmóðirin sem saknar sjónvarpsins mest ! mér finnst glatað að hafa ekki fréttir, hvað er að ske í heiminum síðast þegar ég horfði á tv var ástandið í Georgiu ekki gott. Bretar búnir að vinna nokkur gull á Ólympíuleikunum og la la la. Hef reyndar farið á netkaffi til að svala fréttaþörfinni, veit að meirihlutinn í Rvk er breyttur og allt það, Ísland komið áfram í átta liða ...veit s.s alveg hvað er að gerast heima.....En ég sakna sjónvarpsins og þá mest á morgnana því ég vakna alltaf langt á undan hinum og fannst bara ferlega gott að kúra fyrir framan sjónvarpið....en ég las og las og las og las enn meira þegar ekkert sjónvarp var....Fann bækur í húsinu... Bíbi las ég, bók sem mig langaði ekkert að lesa en var skítsæmileg (vantaði reyndar aftur Helgu systir til að fá betri upplýsingar) og núna er lokabókin Skipið finnst hún reyndar dálítið karllæg en eitthvað spennandi er að gerast þarna ég reikna nú með að klára hana J Ég held sé sé svo komin í yndislestrar frí......sný mér að mogganum í næstu viku og svo taka skólabækurnar við !   

Sumafríið er búið

Þegar þetta er skrifað 20. ágúst er ég að fara heim. Búin að eiga frábærar þrjár vikur hér á Spáni, en er sko alveg tilbúin að fara heim. Ótrúlegt hvað heima er æðislegt, rúmið, lyktin, maturinn, hreina loftið, veðrið (já veðrið er svo fjölbreytt og svo skemmtilega leiðinlegt stundum) blöðin (já ég sakna moggans..smá biluð) æ æ það verður bara gott að koma heim hitta Ævar og það verður gott að hitta tengdó sem hefur verið veikur á meðan við erum hér í fríinu. Guðmundur saknar leikskólans er sko alveg tilbúin að byrja aftur eftir frí, Hildur fer í FS byrjar á föstudaginn en háskólastúdentinn fær eina viku enn í frí, þvílíkur lúxus að vera í háskóla ! en mig hlakkar til að byrja finnst alveg svakalega skemmtilegt að vera í skóla brjálað að gera í hausnum á manni, skemmtilegt fólk sem maður hefur kynnst og bara gaman. Held ég verði bara eilífðarstúdent J  

Sólarsæla

Þegar þetta er skrifað er ég stödd í sumarhúsi systur minnar á Spáni. Hér er alveg yndislegt að vera ég, mér líður vel í hitanum og fíla sólina í botn !  Lífið er svo afslappað og maður hefur einhvern vegin endalausan tíma – stundum erfitt að samt að skipuleggja sig ekki – er að æfa mig í að chilla bara vera róleg og skipuleggja ekki alla daga alveg í tætlur – hefur tekist ágætlega hingað til búin að vera í viku á tvær eftir .... finn smá aukna þörf á skipulagningu en vonandi kemst ég í gegnum daginn án þess að hausinn fyllist að Skipulagiiiiiiii.......(er reyndar búin að skipuleggja ferðir á fimm staði allavega en þetta er alveg rosalega létt skipulagt)Verð reyndar að segja frá því að ég var búin að skipuleggja ferð í Vatnagarð.. við fjölskyldan förum af stað og það er bara skýjað .... já alveg skýjað.... við keyrum að garðinum en þá tók mín bara upp á því að breyta skipulaginu og við fórum til Alicante í staðin..smá að búðast...en þetta þótti mikil framför að geta breytt skipulaginu .. bóndinn átti ekki til orð .. því þegar búið er að skipuleggja eitthvað þá má ekki breyta því ..... en kannski er ég bara svona rosalega chilluð hérna í hitanum !!  

Yndislestur

Bókalesturinn heldur áfram í fríinu.  Það er ótrúlegt hvað maður kemst yfir mikinn lestur hér í sælunni á Spáni.  Eins og ég er búin að tjá mig um áður las ég fyrst bókina Marley og Ég, fannst hún alveg frábær.  Þá tók við KARÍTAS án titilseftir Kristínu Marju, það er mjög góð bók þykk og mikil, stundum farið hratt yfir sögu en sagan góð og dregur mann til sín, ekki hægt að leggja bókina frá sér, eins gott að ég var í sumarfríi þegar ég byrjaði á henni því hún er 447 bls. en ég kláraði hana alltof fljótt.  Ég mæli hiklaust með Karítas og bið spennt að lesa framhaldið af henni, Óreiða á striga (lét kallin koma með hana þar sem ég sá fram á að verða uppiskroppa með bækur að lesa) . Síðan las ég Galdur eftir Vilborgu Davíðsdóttur var ekkert sérstaklega hrifin af, bókin ekki nærri eins góð og Hrafninn eftir sama höfund, en mér finnst sérkennilegt að báðar bækurnar enda eins og það sé framhald en ég held að það sé ekki framhald, skrýtið. En ég er dálítið skrýtin með það að ég þoli ekki að hætta að lesa bók í miðju kafi þó að mér finnist hún leiðinleg ég held ég hafi ekki gert það nema nokkrum sinnum á lestrarævinni, ég klára alltaf þó að mér finnist bókin ekki góð – Verð að klára—Það var þannig með Galdur píndi mig að klára hana byrjaði síðan á nýrri bók Áður en ég dey,  og mér finnst hún svo leiðinleg og svei mér þá ég held ég hætti bara að lesa hana, tek hana kannski upp aftur ef ég verð orðin uppiskroppa með bækur --

Þroski

Ég tel að ég hafi gengið í gegnum nokkur þroskaskeið í lífinu.  Að eignast barn gefur manni  vissan þroska hvert barn auðgar líf manns og þroski manns verður meiri og víðar. Fyrsta barn, annað barn og þriðja öll hafa þau, hvert á sinn hátt gefið mér aukið þroska . Að eiga börn á hinum ýmsu þroskastigum – að eiga og alla upp barn, næstum því ungling, ungling, næstum því fullorðin, fullorðin allt þroskandi á vissan hátt. Við lát pabba kom annað þroskastig, ég 21 árs hann 57 ára – það reyndi mikið á og færði mér aukinn þroska.  Við lát mömmu, ég 39 ára -- eldri og reyndar en þegar pabbi lést, -- hún 74 – það var lífsreynsla sem tók mikið á og markar sín spor í líf mitt .. en skilaði auknum þroska.  Að vera gift í yfir 20 ár er þroski sem er í þróun alla daga hvunndags sem og aðra. Að eiga hund er þroskandi þó skrýtið sé J. Þessi þroskastig eins ólík og þau eru þær systur gleði og sorg, áskorun og auðmýkt,ást og hamingja, hafa hver á sinn hátt gefið mér meiri þroska og gert mig, að ég tel, að betri manneskju, skilningsríkari og umburðalyndari.  Að þekkja sjálfan sig er mikilvægt, að gera sér grein fyrir kostum sínum og göllum – hvers vænst er að lífinu er kúnst sem aukin þroski gefur manni auðveldara að höndla.


Flug

Ég flaug í fyrsta skipti með Iceland Express til Spánar í júlí.  Það kom mér skemmtilega á óvart hvað ég var ánægð með þá ferð.  Það var skemmtilegt að frænka var flugfreyja..glæsileg að vanda.. Guðmundur vissi ekki hvernig hann átti að haga sér var hálf feiminn fyrst en síðan var þetta besta flugferð hans hingað til.  Við leigðum leikjatölvu mjög sniðugt að bjóða upp á það en ég hef reyndar heyrt að stundum eru ekki til nægilega margar tölvur og sum börn verða ansi svekkt. Mér finnst bara sniðugt að selja matinn í vélinni, spurning hvort Icelandair taki ekki upp á því og lækki síðan verðið á fluginu ---- hef samt blendnar tilfinningar með að Icelandair hætti að bjóða upp á mat, gott ef það lækkar verðið en spurning hvað margir myndu missa vinnuna í Flugstöðinni vegna þess.  En allavega legg ég Icelandair og Iceland Express alveg að jöfnu...fyrir utan punktana sem ég safna hjá Icelandair.. hef nú nokkur sinnum farið í punktaferðir til útlanda, en þær eru nú samt farnar að kosta mikið núna – flugvallaskatturinn, bensínsgjaldið og einhver önnur gjöld.  Hika ekki við að velja það flugfélag sem bíður betra verðið ---- gæðið virðast vera þau sömu.

Marley og ég

Fyrsta bókin sem ég las í sumarfríinu mínu á Spáni var Marley og ég, ótrúleg bók.  Keypti hana sem gjöf til bóndans en stalst til að lesa hana áður en ég færi honum gjöfina! Það er eins og þessi bók hafi verið skrifuð fyrir mig....já hundaeigandann mig..... Ég byrjaði á bókinni í flugvélinni á leið til Spánar og það sem ég hló... je minn sumt var eins og skrifað um reynslu okkar fjölskyldunnar að fá Tenor.....og þegar ég lauk bókinni var tár á hvarmi ...... ég mæli með þessar bók ... fyrir dýrafólk allavega (humm,, ég allt í einu farin að samnefna mig við dýrafólk,, á dauðan mínum átti  ég frekan von !!... ég er ekki viss um að mér hefði fundist hún svona góð ÁÐUR FYRR þegar geðklofa Guðrún var ekki búin að samþykkja hund á heimilið..... „FYRIR GEÐKLOFAN“ gat ég bara ekki skilið tengsl manns og hunds en núna skil ég það þó að ég sé enn ekki komin með hundagenin alveg inn, finnst enn ógeðslegt slefið og kúkurinn og allt það þá hef ég öðlast þann þroska að SKYLJA þetta ! smá húrra fyrir mér. Hlakka til að gefa bóndanum bókina þegar hann kemur í sæluna á Spáni --- ætli honum finnist hún eins fyndin og sorglega og mér ?


Yndislestur

Er búin að lesa tvær bækur í júlí...byrjaði á þriðju sem ég nennti ekki að lesa og er nú með þá fjórðu á náttborðinu.  Las Viðsjál er vagga lífsins eftir Mary Higgins Clark, ágætis bók svona bara "venjuleg Mary Higgins Clark bók" Mér finnst flestar bækurnar hennar alveg ágætis afþreying þó ég verði að viðurkenna að hér áður fyrr var ég spenntari fyrir bókunum hennar. En eitt sló mig í bókinni en þar er peysa skrifuð með i ..peisa... Errm  ekki alveg í lagi.  Önnur bókin sem ég las var Hrafninn eftir Vilborgu Davíðsdóttur, mæli hiklaust með henni, mjög góð bók.  Byrjaði á einni eftir Amy Tan en leiddist hún, og hætti bara að lesa hana, man ekki hvað hún heitir og er búin að skila henni á bókasafni.  Er núna að lesa Saffraneldhúsið eftir Yasmin Crowther byjar vel og við sjáum til hvað "dóm" hún fær... Nú er ég að "safna" bókum fyrir sumarfríið þannig að ég á eftir að lesa helling í viðbót áður en skólabækurnar taka við Smile .

MAMMA MÍA er æði

Fór í bíó í gær að sjá MAMMA MÍA með "litlu" systir og litlu frænku (Þær voru að fara í annað sinn og skemmtu sér jafnvel eða ekki betur en í fyrra skiptið !) Myndin er æði, svo skemmtilega hallærislega góð.  Sjá 007 syngja og dansa var óborganlegt ... hann er svo hallærislega flottur..... Lögin eru bara æði og manni langaði bara að standa upp og klappa með Grin  Búningarnir og lögin maður fékk bara flashback !  Nú eru það bara ABBA lög sem fara í ipodin og guð hvað ég skal DILLA mér með og syngja hástöfum Dancing queen og öll hin.  Ef fólk vill lyfta sér upp, hlæja og bara eiga skemmtilega stund, endilega skella sér á myndina..... MUNA bara að sitja myndina til enda...Alveg þar til myndin fer af tjaldinu.

Frítt í sund

Í tilefni af verðsamanburði í dagblöðunum undanfarið vill ég benda á að það er frítt fyrir börn á grunnskólaldri í sund í Keflavík .....   Grin 

Vatnaveröld - sundmiðstöð
Sunnubraut 31, 230 Keflavík, Reykjanesbæ
Sími 421 1500
Opnunartími 7 til 21:00 virka daga, frá 8;00 til 18:00 laugardaga og sunnudaga

 

Fullorðnir, stakur miði,  kr.    250
30 miða kort fullorðnir, kr.  5.400
10 miða kort fullorðnir, kr.  2.250
Börn                                   frítt
67 ára  og eldri                    frítt 
Árskort                       kr. 20.000

http://reykjanesbaer.is/displayer.asp?cat_id=1198&module_id=210&element_id=7947


Hundalíf

Eins og ég hef áður lýst þá var ég með geðklofa fyrir ca. ári síðan og lét eftir að það kæmi hundur á heimilið.  Þetta var svona bráða geðklofi sem kom yfir mig í eitt sinn og hefur ekki látið á sér kræla síðar.  Ég mundi aldrei fá mér hund og ráðlegg engum að fá sér hund !..En ég sit uppi með hundinn, Tenor  næstu ca. 15 árin Sideways  Fyrst var þetta lítill sætur hvolpur en svo stækkaði hann og stækkaði og stækkaði og stækkaði og nú er hann stór !  Það verður að viðurkennast að það að hafa hund á heimilinu hefur margt jákvætt í för með sér.  Samband Tenors og Guðmundar er alveg yndislegt -- þeir eru bestur vinir --  Útivera fjölskyldunnnar hefur aukist til muna og hundurinn bara auðgar líf fjölskyldumeðlima (kannski minnst mín...en samt Wink) En i dag þurfti ég að fara með Tenor til dýralæknis...sem er ekki eitt af mínum verkum með hundinn... en þar sem allir aðrir voru að vinna "neyddist" ég til að fara með hann.  Hundurinn er búin að vekja mig upp síðastliðnar nætur þar sem hann er alltaf að hrista sig og skv. hundabókum er það merki um að eitthvað sé að angra hundinn og einhver ólykt hefur verið af honum síðustu daga (búið að baða hann tvisvar !)  og í morgun var svæsin lykt úr eyrunum á honum.  En ég gat ekki annað en hugsað um hvar hin Guðrún..þessi sem kom fram þarna í geðklofakastinu væri .... þegar ég var með þennan stóra hund upp á borði hjá dýralækninum haldandi um kjaftinn á honum svo hann hreyfði sig ekki ... n.b. ég sem er sko hrædd við hunda... já það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir að eiga hund þá hefur það ekki breyst að ég er hrædd við hunda, þó ég geti betur höndlað það núna....Ég hristi nú bara hausinn inn í mér þegar ég stóð þarna haldandi um kjaftinn á honum, tala blíðlega til hans og láta hann vera kyrran, hrósandi honum þegar læknirinn var búinn að skoða og hugsaði hver hefði trúað því að ég væri í þessum sporum..... ENGINN sem þekkir mig Smile.....


Sumarið -- sjónvarpsgláp -- yndislestur

Eftir að hafa kláraða skólann hef ég horft á fjórar seríur af Greys Anatomy, geðveikir þættir sem ég hélt að væru leiðinlegir Woundering en reyndust svo bara bara skemmtilegir Smile.... bíð spennt eftir næstu seríu.... síðan er ég búin að horfa á tvær seríur af Brothers and sisters og það eru sko góðir þættir ... bíð mjög spennt eftir næstu seríu ..... sá líka Kite runner myndina, hún er ágæt en bókin er miklu betri.  Mér finnst að til að fá eitthvað út úr myndinni verður að lesa bókina fyrst, það kemur ekki nægilega fram í myndinni þetta einstaka samband drengjanna.....en ég grét yfir myndinni.Crying...ég var búin að lesa bókina og vissi svo mikið meira en myndin sagði . Eftir allt þetta sjónvarsgláp þá fór ég loks að lesa........en nb. ég er líka búin að taka til, þvo þvott, elda mat, hjóla, ganga, fara í sólbað, fara til útlanda og bara gert fullt annað skemmtilegt. Væri reynda til í að fá gott veður það sem eftir er að júlí --hlýtt og sól..........s.s SÓLBAÐSVEÐUR........En best að fara aðeins yfir bækurnar sem ég er búin að lesa í júní. Grunnar grafir, eftir Fritz Má Jörgensson.. ágætis bók spennandi söguþráður en höfundur fer stundum of langt frá efninu finnst mér, of miklar vangaveltur um samfélagsmál sem eru í raun og veru að gerast núna--spurning hvernig bókin eldist.  En ég tel að það væri hægt að gera góða sjónvarpsmynd eftir bókinni. Hef lesið aðra bók eftir sama höfund "þrír dagar í október" mér fannst hún betri mjög spennandi og ég hefði vilja sá þá atburðarás í sjónvarpþætti -- þetta er fínt handrit af sakamálþætti! Allavega spennandi bækur báðar tvær.

Þriðja táknið, eftir Yrsu Sigurðardóttur...Fín bók og fær mann alveg til að langa að lesa fleiri bækur höfundar, en ég nennti nú ekki alveg að setja mig inn í alla dularfullu galdrana í bókinni .. fannst ég hefði þurft að flétta fram og til baka í bókinni til að vera með allt galdradótið á hreinu..en held að það hafi ekki komið að sök að vera ekki algjörlega með galdrasöguna á hreinu.. held samt að þeir sem viti mikið um slík mál hafi meira gaman að bókinni...en bókin ágætis afþreying...og ég er komin með næstu tvær bækurnar hennar Yrsu á náttborðið hjá mér. Enda lesið meira fyrir svefninn núna þar sem fjarstýringin á sjónvarpinu er biluð !

Ísprinsessan, eftir Camilla Läckberg..ágætis bók, fannst reyndar dálitið erfitt að byrja á henni, fannst hún ekkert spennandi fyrst en síðan er söguþráðurinn bara alveg ágætur.  Finnst reyndar erfitt að átta mig að staðarháttum í bókinni, smá ruglingslegt en kemur svo sem ekki að sök.  Ágætis afþreying.Sjortarinn eftir James Patterson.. la la bók einföld en söguþráðurinn kemur stöðugt á óvart. Alkemistinn eftir Palo Coelho.. Ótrúlega spes bók, hefði örugglega hætt við hana ef hefði ekki verið fyrir að ég var í útlöndum og hafði ekki aðra bók að lesa (búin með tvær að þremur sem ég fór með) .  En lesturinn varð meira og meira áhugaverður og margar stórgóðar hnitmiðaðar setningar og sagan bara einstök og kemur á óvart, en samt ekki þar --- kjarninn er að fylgja hjartanu. Bara mjög góð bók öðruvísi en góð. úr bókinni "Þegar einhver tekur ákvörðun er hann í rauninni að stinga sér á kaf í voldugan straumflaum, sem ber mann á stað sem hann hefur aldrei dreymt á ákvörðunarstundinni "Svo má ekki gleyma að ég búin að lesa Emil, Línu, Einar Áskel og fullt að bókum eftir Astrid Lindgren. Við Guðmundur vorum alveg með sögupersónur Astrid á hreinu þegar við heimsóttum Svíþjóð  

Klikkað fólk sem öskrar í Tívolí

Þar sem ég fer ekki í tæki í Tívolí var Guðmundur heppinn að hafa frændfólk sitt með í Tívolí í Stokkhólmi. Ég hef einu sinni farið í tæki í Tívolí og það var í Århus í Danmörku. Ég hef aldrei skilið hvað fólk þarf að öskra í tækjunum --- hef hugsað --...

Stokkhólmur fögur borg

Fór til Stokkhólms í síðustu viku. Mjög falleg borg en miðað við gengið í dag er dýrt að vera þar. Þar sem við Guðmundur þurftum að eyða miklum tíma saman á meðan pabbi var að vinna þá var áherslan lögð á "barnastaði". Fórum í Junibacken frábær staður...

Prins og prinsessa

Þegar prins og prinsessa koma í heimsókn er tekið á móti þeim með viðeigandi hætti. Þegar prins og prinsessa koma í heimsókn er tekið á móti þeim með sóma og þeim unnt sú athygli sem þeim ber.................ÉG SEGI EKKI MEIRA UM ÞAÐ HÉR OG...

Vorið er komið

Vorið er komið og sumardagurinn fyrsti er í næstu viku. Það er ótrúlegt hvað átta stigi hiti og lítið rok gefur manni mikla orku. Um leið og hitastigið fer yfir fimm gráður er maður bara komin í opna skó og á stuttermabolinn -- Það er bara vonandi að...

Sagan

Mér finnst Bessastaðir algjörlega æðislegur staður. Húsið er með svo mikla sögu..það er eins og sagan umleiki mann þegar maður er staddur þar og manni langar bara að fara aftur í tímann. Mér finnst húsgögnin æðisleg, og motturnar --svo notaðar-- ...margt...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband