Yndislestur

Er búin að lesa tvær bækur í júlí...byrjaði á þriðju sem ég nennti ekki að lesa og er nú með þá fjórðu á náttborðinu.  Las Viðsjál er vagga lífsins eftir Mary Higgins Clark, ágætis bók svona bara "venjuleg Mary Higgins Clark bók" Mér finnst flestar bækurnar hennar alveg ágætis afþreying þó ég verði að viðurkenna að hér áður fyrr var ég spenntari fyrir bókunum hennar. En eitt sló mig í bókinni en þar er peysa skrifuð með i ..peisa... Errm  ekki alveg í lagi.  Önnur bókin sem ég las var Hrafninn eftir Vilborgu Davíðsdóttur, mæli hiklaust með henni, mjög góð bók.  Byrjaði á einni eftir Amy Tan en leiddist hún, og hætti bara að lesa hana, man ekki hvað hún heitir og er búin að skila henni á bókasafni.  Er núna að lesa Saffraneldhúsið eftir Yasmin Crowther byjar vel og við sjáum til hvað "dóm" hún fær... Nú er ég að "safna" bókum fyrir sumarfríið þannig að ég á eftir að lesa helling í viðbót áður en skólabækurnar taka við Smile .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband