Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Að týna hlutum

Svei mér þá ég held að búálfarnir mínir hafi aðeins minnt á sig um daginn. Þannig var að ég týndi ipodnum mínum, pennaveskinu en í því var diktafónninn minn (rosalega mikilvægt tæki hjá mér þessa dagana) og síðan dagbókinni minni (nb. allt skipulagið mitt í henni) . Ég kenndi stóra stráknum um hvar ipodsins. Ipodin var í bílnum og strákurinn með hann í láni. Ég er nýbúin að uppgötva að hlusta bara á góða tónlist þegar ég er að keyra, og ipodin kom sér vel þegar ég var að reyna að vera fréttalaus. En allavega drengurinn var með bílinn og ég var sannfærð um að ipodin hafi verið þar og honum hafi verið stolið. En ég var s.s búin að leita af öllum þessum þremur hlutum en fann ekki neitt...Var alveg ótrúlega svekkt yfir að finna ekki ipodin, var alveg sannfærð um að honum hefði verið stolið.......Síðan liðu nokkrir dagar og þá fann ég fyrst dagbókina hún var í bílnum, pennaveskið fannst degi síðar líka í bílnum Errm og að lokum fann ég ipodin, en hann var ekkkki í bílnum, hann var allt í einu komin inn og bara lá á borðinu og ég get svarið fyrir það að ég var mörgu sinnum búin að ganga fram hjá þessu borði. Álfarnir mínir hljóta að hafa verið að stríða mér Woundering Hlutirnir voru alveg á öfugum stað við það sem ég hélt að ég hafði séð þá síðast. Pinch Mér finnst samt alveg ótrúlegt hvað manni er annt um hlutina sína núna. Ég er alveg að missa mig ef ég "held" að ég sé búin að tína einhverju. fyrir breytingu (finnst fáránlegt að kalla þetta kreppu) þá róaði ég mig alltaf með því að ég myndi nú bara kaupa nýtt....svona ef ég týndi einhverju.....En núna getur maður bara ekki keypt neitt nýtt, eins gott að halda í allt þetta gamla góða. Ég er reyndar alveg rosalega góð í að týna einhverju tímabundið !, gsm síminn minn er ótrúlega góður í því að verða viðskila við mig og bíllyklarnir, já þeir, ég held að þeir hoppi nú bara stundum af hillunni sem þeir eiga að vera á. En þetta með að tína og finna aftur ..... verð að fara að passa betur upp á hlutina núna .... ég verð alltof pirruð að finna þá ekki .... og núna get ég ekki róað mig með því að ætla mér bara að kaupa nýtt. Blush 


Trúnaðarstörf

Mér finnst alveg ótrúlegt að maður sem vinnur trúnaðarstörf fyrir einhvern skuli um leið og hann hættir brjóta trúnað og gefa út bók. Bjarni Harðarson sagði í Kastljósi í kvöld að hann hefði unnið mörg trúnaðarstörf fyrir Framsóknarflokkinn en svo gefur hann út bók um innanhúsmál flokksins um leið og hann hættir. Hef reyndar ekki lesið bókina en gat ekki skilið betur en þar væru trúnaðarupplýsingar. Mér er svo sem alveg sama hvað stendur þar en ég skil bara ekki þetta með trúnaðinn......Sideways  

Áheyrnarfulltrúar

Hvernig ætli þeir hafi hugsað framkvæmdina á því að hafa áheyrnarfulltrúa í öllum nefndum alþingis og var það ekki líka á ríkisstjórnarfundum. Ætluðu þeir að láta kjósa þá á landsvísu, eða áttu þetta bara að vera fólk af höfuðborgarsvæðinu. Ef kosið hefði verið á landsvísu um hverjir ættu að vera áheyrendafulltrúar þjóðarinnar, átti ríkið að borga því fólki laun, jafnvel flug fyrir þá sem kæmu utan af landi, ferðakostnað, dagpeninga.....ég bara spyr var þetta hugsað til enda. Það fólk sem er á alþingi núna var kosið í lýðræðiskosningu af þjóðinni til að vera fulltrúar hennar (ekki endilega fólkið sem hver og einn kaus í stjórn, en það ætti þá að vera í stjórnarandstöðu) .....vilja þessir menn síðan bæta við fleira fólki. Mér finnst þetta eitthvað skrýtið, einhverju slengt fram án þess að það sé hugsað til enda held ég.
mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég styð Geir

Ég styð Geir Haarde, styð hann og treysti til að koma okkur út úr þessu eins vel og hægt er. Ég tel hann traustan mann og heiðarlegan. Ég hef ekki verið stuðningsmaður Samfylkingarinnar hingað til og er það ekki enn. Ég studdi ekki ríkisstjórnina en get ekki annað en stutt hana í dag. Var ekki ánægð með samstarfið en hvað er betra hægt að fá, ég bara spyr, er stjórnarandstaðan hæf til að stjórna landinu, það tel ég ekki. Hvaða fólk getur komið í staðinn. Hefur hingað til verið mikið um breytingar á milli kosningar, fólkið kaus þessa flokka og þeir hafa mikinn meirihluta á alþingi. Ég veit alveg um einn og einn góðan mann og góða konu sem væru vel hæf til að vera í ríkisstjórn og er alveg sammála að einn og einn eigi að hverfa á brott. En hvernig heldur fólk eiginlega að fari fyrir okkur ef stjórnin segir af sér. Það verður bara einn glundroði hér á landi. Leyfum þessari stjórn að vinna sína mál og koma okkur út úr þessu. Þau komu flest vel út á Borgarafundinum í kvöld. Frummælendur voru nú ansi misjafnir og ég myndi ekki treysta þeim öllum til að stjórna landinu. Hafa þeir hugsað málin til enda. Til að berjast fyrir börnin og barnabörn þurfum við að hugsa til framtíðar og vera skynsöm, ekki láta reiðina stjórna okkur, það hefur aldrei skilað árangri.

Árás á lögregluna

Þetta kemur fram á vef RUV (leturbreytingin er mín)

Mótmælendur við Hverfisgötuna brutu að minnsta kosti 5 rúður á lögreglustöðinni, beittu gangstéttarhellu til að brjóta glugga í aðalhurð hússins og sóttu síðan stærðar viðardrumb og reyndu að brjóta með honum innri hurðina í anddyri lögreglustöðvarinnar. Þegar þangað var komið brá lögreglan á það ráð að beita piparúða gegn fjöldanum. Síðan tóku sérsveitarmenn sér stöðu fyrir framan húsið og vörðu það. Þá kom til handalögmála. Álfheiður segist ekki geta lagt mat á það hvort mótmælendur hafi gengið of langt. Steingrímur J Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir Álfheiði ekki hafa farið yfir strikið. Vinstri grænir hafi tekið þátt í mótmælunum almennt og á meðan menn geri ekkert ólöglegt sé ekkert við þá að sakast. http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item238429/ 

Sama á hvaða forsendum maðurinn var handtekin finnst mér þessi hegðun ömurleg. Að ráðast að lögreglunni á þennan hátt er bara ljótt.  Hefur einhver pælt í því hvað hefði gerst ef lögreglan hefði hleypt fólkinu inn í húsið. Og að þingmaður hafi tekið þátt í þessum mótmælum finnst mér fáránlegt. Að ráðast að mönnum sem eru að sinna opinberum skyldum sínum er ekki sæmandi þingmanni. Í tilvitnuninni hér að ofan væri hægt að segja að Álfheiður og Steingrímur væru lýðskrumarar (skv. íslenskri orðabók er Lýðskrumari stjórnmálamaður sem talar eins og fólk vill heyra; pólitískur æsingamaður)
Mótmæli eru góðra gjalda verð en styður fólk virkilega svona hegðun.


mbl.is Fráleitt ólögmæt handtaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnahátíð

Frábært framtak hjá Reykjanesbæ í dag að hafa barnahátíð. Dagurinn hjá okkur hjónakornunum fór í að leyfa Guðmundi að njóta sín. Fyrst var farið í DUSS hús í bíó, og horft á Didda og dauði kötturinn, honum fannst myndin mjög skemmtileg og spennandi. Síðan fórum við í Fjörheima á Vallarheiði og það fannst mínum fjör, diskótek og alles --- hann dansaði reyndar ekki -- en hljóp þeim mun meira, fór í billjard og fl. og fl. síðan fórum við í hjólaskautahringinn. Hann prufaði línuskauta í fyrsta sinn, heppinn að fá lánaða skautana sem bróðir hans átti og keyptir voru í Ameríkunni hér um árið Smile þar var boðið upp á kaffi og vöfflur með súkkulaði, það fannst honum gott. Hann þarf nú smá meiri æfingu á skautunum en það hlýtur að koma, þarf að fá hjólaskautasnillinginn bróður sinn til að kenna sér. síðan var farið í næsta hús við hliðina en þar var inni leiktæki fyrir börn, svaka skemmtilegt. Enduðum síðan barnadagskránna á því að heimsækja Skessuna, hún er algjört æði í hellinum sínum. Kórónuðum síðan daginn með því að fara í barnaafmæli. Alveg draumadagur hjá 5 ára strák og kvöldið var ekki síðra, einn af uppáhaldsþáttunum hans í sjónvarpinu -Spaugstofan - (þeir virðast ná til allra aldurshópa) og nú er bara að koma honum í bólið.....Wink

Barnahátíðin verður aftur næsta laugardag og hvet ég fólk til að taka þátt. Næsta laugardag förum við í það sem við komumst ekki yfir í dag, af nógu er að taka.

Til að sjá dagskránna smelltu á linkinn hér fyrir neðan.

http://reykjanesbaer.is/displayer.asp?cat_id=1037&module_id=220&element_id=12219
 


Ég styð lögregluna

Mér finnst til skammar að fólk ráðist að lögreglunni. Hvers konar lýður er þetta. Að mótmæla er í lagi en að gera það á þennan hátt er ekki til eftirbreytni. Ég ætla að vona að þeir sem standa fyrir mótmælum á Austurvelli hvetji fólk til að mótmæla án ofbeldis á næsta fundi. Hverju er áorkað með því að ráðast að lögreglunni, ber ekki öllum að fara að lögum og reglum, eða eiga mótmælendur að fá aðra og betri meðhöndlun. Viljum við ekki að lögreglan haldi uppi lögum og reglum. Hefur fólk hugsað til enda hvernig fer ef þetta heldur áfram svona. Ég hef áhyggjur að mótmælin séu að fara úr böndunum, reiðina þarf að höndla betur og virkja á annan hátt. Með því skilar hún betri árangri og mótmælendur fá fleira fólk í lið með sér. Það er örugglega fólk þarna úti sem vill mótmæla ástandinu en vill ekki láta kenna sig við þá hegðun sem sást við lögreglustöðina í dag.

Ég vona að fólk upplýsi börn sín um það að sú hegðun sem sást við lögreglustöðina í dag sé ekki til fyrirmyndar, börnin þurfa að vita að slík hegðun er eitthvað sem ber að varast


mbl.is Fanganum sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttaleysi

Mér gengur kannski of vel að horfa ekki á fréttir. Nú finnst mér ég vera að missa af svo miklu, maður þarf náttúrulega að vera viðræðuhæfur og vel upplýstur Woundering  Ég held ég fari bara að fylgjast aftur með. Allavega fréttum á RUV, hef ekki lagt neina áherslu á að horfa á þær undanfarna daga og þá missir maður af svo miklu og Kastljósið er oft gott, hef ekki getað látið moggann alveg í friði, flétti honum á hverjum morgni, en bara flétti, í stað þess að lesa hann upp til agna.  En þarf kannski að passa mig bara á missa mig ekki í fréttirnar....en er allavega búin að horfa á tíu fréttir á RUV + núna ......FootinMouth


Skjár1

Ég mæli með að Skjár 1 fari bara í landssöfnun líkt og þeir gerðu hér um árið. Athugi bara hvað fólk vill leggja mikið til. Mig minnir að þeir hafi nú fengið slatta af peningum síðast þegar þeir gerðu ákall til þjóðarinnar. Þá var ástandið reyndar betra hjá flestum, en eflaust væru margir til í að leggja í púkkið. Ég skrifa ekki undir áskorun þeirra um að taka RUV af auglýsingamarkaði..ég vill hafa RUV og er ánægð með dagskránna hjá þeim Wink  finnst nauðsynlegt að hafa RUV öflugt. En ég væri alveg til í að leggja eitthvað inn hjá Skjá1 til að halda dagskránni áfram þar.  Bara svona smá hugleiðingar á meðan ég horfi á Law and order á Skjá1.......

Ertu upplýstur

Heyrði "smá" fréttir í dag, auðvitað í bílnum. þar var ung kona (ímynda mér að hún hafi verið ung ) spurð um það hvort hún fyndi fyrir kreppunni, svarið var já ég get ekki keypt mér úlpu ! Það er s.s kreppan. Maður var spurður að því hvort hann ætlaði að fara á mótmælin á morgun, svarið var JÁ...þá var spurt veistu hverju verið er að mótmæla....það koma bara þögn...hann vissi það ekki...samt ætlaði hann að fara að mótmæla. Annars gekk mér rosalega vel með EKKI fréttir....horfði ekkert á sjónvarpsfréttir í dag !!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband