Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ég er íslendingur og er stolt af því

Þvílík endemis vitleysa sem Gissur fréttamaður á Bylgjunni var að ræða í morgun, að það væri spurning um að skipta um nafn á landinu, því íslendingar erlendis væru fyrir svo miklu aðkasti í útlöndum. Mér finnst nú oft ansi mikil vitleysa sem maðurinn lætur út úr sér og ef svo ólíklega vill til að ég er með stillt á morgunútvarp Bylgjunnar og hann fer að segja "fréttir" eða ræða málin finnst mér þetta vera öllu heldur, þá stilli ég nú oftast á aðra stöð. En þegar maður "ræður" ekki yfir útvarpinu í bílnum þá neyðist maður stundum til að hlusta Pinch. Og þetta í morgun að skipta um nafn, þvílík vitleysa að útvarpa þessu.

En allavega.... ég er stolt af því að vera íslendingurog tek ekki ábyrgð á útrásinni og tel að það eigi ekki að dæma heila þjóð fyrir asnaskap nokkurra. Þeir sem láta saklausa fólk líða fyrir asnaskap annarra eru óþroskað og illa upplýst fólk.  Ef einhvern tímann hefur verið áríðandi að vera trúr sínu landi, sinni þjóð þá er það núna. Að flýja land er ekki til eftirbreytni. Við getum allt íslendingar og við munum rísa upp úr þessari djúpu lægð. Við þurfum að muna hvaðan við erum komin og sögu þjóðarinnar, hún er sterk og grunnur okkar er góður.  Íslendingar eru bestir, íslenskan er best, íslenskt er best oghananú.....Smile Látum aldrei segja okkur annað.


Fréttir

Ég er að pæla í að hætta að leggja áherslu á að horfa og hlusta á fréttir. Kannski hætta bara alveg að fylgjast með fréttum. Áhuginn hefur minnkað alveg gífurlega. Ég hef nú hingað til verið fréttafíkill og fannst mjög gott að hlusta fyrst á sex fréttir á rás 1, síðan horfa á fréttir á stöð 2 (hætti reyndar að horfa á þær fyrir nokkru, eru svo dramatískar) og þar á eftir fréttir á RUV...fréttasýkin minnkaði aðeins þegar ég byrjaði í skólanum, hafði um svo mikið að hugsa og nóg að gera, bara missti af fréttum en fannst það ekki gott. En núna er mér bara alveg sama, þær eru bara leiðinlegar. meira að segja er mér alveg sama þó að ég missi af veðurfréttunum núna FootinMouth  ég þurfti sko alltaf að sjá veðurfréttirnar. Nú ætla ég bara að hlusta á ipodin minn í bílnum og bara stilla á aðra stöð þegar fréttirnar koma í sjónvarpinu !.......æi .... þarf að hætta að blogga því tíu fréttir eru að byrja Blush   nú fór ég með það......en tíu fréttir eru kannski í lagi þær eru svo stuttar !

- hissa í mogganum -

Þetta stóð í mogganum í morgun á bls. 36 "Hvað kaupin varðar hissa menn sig ekki síst á því að á sínum tíma voru fjölmiðlafyrirtæki" Ég er nú bara alveg undrandi "hissa menn sig á" ..... er þetta ekki frekar óvandað ?

Góðærið

Skil þetta ekki alveg með fyrirtæki sem fara bara á hausinn á fyrstu dögum "ekki góðæris". hvernig voru þessi fyrirtæki eiginlega rekin á meðan á góðærinu stóð. Eins og t.d. BT að það skuli rúlla bara yfir á fyrstu dögum erfiðleika, og þetta fyrirtæki var stofnað í góðærinu og rekið í bullandi eyðslufylleríi þjóðarinnar....skil ekki svona rekstur...það hefur ekkert verið lagt fyrir til að mæta smá samdrætti  (geri mér alveg grein fyrir að hann verður stærri en hann er ekki orðin það!) Vonandi lærir fólk eitthvað af þessu og þegar næsta góðæri kemur þá hafi fólk vit á að reka fyrirtækin með smá skynsemi....það er vitað mál að allur rekstur gengur í bylgjum "upp og niður" "upp og niður" Uppi er gaman, en maður verður líka að höndla þetta niður dæmi Woundering  allavega í smá tíma !

1. nóvember

Móðir mín,

Hún  var klettur æsku minnar
stoðin og styttan
fyrirmynd góð.

Hún lærði með mér ljóð
lagaði besta matinn
kenndi mér margt
þegar hún hló var ég glöð.

Hún nærði mig á sál  og líkama
var félagi minn.
með henni var ég bara ég
hún er farin en býr ávallt í hjarta mínu

Við erum alltaf í bandi.......

gg


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband