Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Ég er íslendingur og er stolt af því
14.11.2008 | 09:38
Þvílík endemis vitleysa sem Gissur fréttamaður á Bylgjunni var að ræða í morgun, að það væri spurning um að skipta um nafn á landinu, því íslendingar erlendis væru fyrir svo miklu aðkasti í útlöndum. Mér finnst nú oft ansi mikil vitleysa sem maðurinn lætur út úr sér og ef svo ólíklega vill til að ég er með stillt á morgunútvarp Bylgjunnar og hann fer að segja "fréttir" eða ræða málin finnst mér þetta vera öllu heldur, þá stilli ég nú oftast á aðra stöð. En þegar maður "ræður" ekki yfir útvarpinu í bílnum þá neyðist maður stundum til að hlusta . Og þetta í morgun að skipta um nafn, þvílík vitleysa að útvarpa þessu.
En allavega.... ég er stolt af því að vera íslendingurog tek ekki ábyrgð á útrásinni og tel að það eigi ekki að dæma heila þjóð fyrir asnaskap nokkurra. Þeir sem láta saklausa fólk líða fyrir asnaskap annarra eru óþroskað og illa upplýst fólk. Ef einhvern tímann hefur verið áríðandi að vera trúr sínu landi, sinni þjóð þá er það núna. Að flýja land er ekki til eftirbreytni. Við getum allt íslendingar og við munum rísa upp úr þessari djúpu lægð. Við þurfum að muna hvaðan við erum komin og sögu þjóðarinnar, hún er sterk og grunnur okkar er góður. Íslendingar eru bestir, íslenskan er best, íslenskt er best oghananú..... Látum aldrei segja okkur annað.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fréttir
13.11.2008 | 22:00
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
- hissa í mogganum -
5.11.2008 | 11:02
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðærið
3.11.2008 | 21:12
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1. nóvember
1.11.2008 | 15:02
Móðir mín,
Hún var klettur æsku minnar
stoðin og styttan
fyrirmynd góð.
Hún lærði með mér ljóð
lagaði besta matinn
kenndi mér margt
þegar hún hló var ég glöð.
Hún nærði mig á sál og líkama
var félagi minn.
með henni var ég bara ég
hún er farin en býr ávallt í hjarta mínu
Við erum alltaf í bandi.......
gg
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)