Mamma

“Mamma” ţetta orđ, ţetta kraftmikla, ljúfa og einstaka orđ. Ţegar kallađ er “mamma” ţá líta allar mćđur upp, sem ţađ heyra, kíkja, skynja og horfa yfir, á ég leik? Og ef “hún” á “leik”, ţá hleypur engin hrađar en mamman sem kallađ er á. Mömmuhjartađ er svo stórt og mikiđ, umburđalynt, ástríkt, mamma sér alltaf ţađ besta, er ţolinmóđ, hefur húmor fyrir sínum, hjálpsöm, sterkt, umvefur börnin sín alltaf, ţrátt fyrir fjarlćgđir og fjarveru, ţrátt fyrir mismunandi sýn, ţađ brýst fram ljónynja í henni ef einhver gerir eitthvađ á hlut barnanna hennar, hún vill vernda börnin sín, halda utan um ţau í gleđi og sorg, taka raunir ţeirra, skipta viđ ţau ef eitthvađ bjátar á, taka frá ţeim allt sem ekki er gott. Vill samt ýta ţeim út í lífiđ láta ţau ţroskast, ögra ţeim, vill ađ ţau verđi mest og best í lífinu, í sjálfum sér, betri fyrirmyndir, betri manneskjur, líđi vel í hjartanu, sé sátt viđ sig, sátt í sálinni. Móđurástin er ótakmörkuđ, falleg, einlćg og einstök.  Í lífsins hringsrás ţá speglar barn sig í móđur sinni og móđir í barni. Ţau eru tengd órjúfanlegri keđju sem tengir afkomendur viđ hvorn annan og skila arfleiđinni og kćrleikanum áfram.  

Ég er ţakklát móđir ţriggja barna, hvert og eitt einstakt, ólík en samt svo lík, fallegust auđvitađ, skemmtilegust líka og einstaklega vel gerđ. Ţau geta snúiđ mér í hringi og platađ mig upp úr skónum, breytist ekkert ţó ég eigi bara “stór” börn. Eru endalaust hjálpsöm og góđ viđ mig. Koma mér stundum niđur á jörđina, kenna mér, hvetja mig til dáđa og eru til stađar, ég ţroskast međ ţeim, spegla mig í ţeim og lćri. Ég hleyp til ţegar ţau kalla mamma. Ég er líka barniđ sem átti móđir sem kenndi mér svo margt, hún kom hlaupandi ţegar ég kallađi, setti plástur á sáriđ, ég platađi hana upp úr skónum, hún var alltaf til stađar hvort sem ţađ var fyrir ćrslabelgin međ miklu orkuna, úrilla unglinginn, matgćđingin sem ég er eđa konuna sem ég varđ.  Hún fylgdi mér í mínu móđurhlutverki og var vinkona mín.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband