Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Sumir öflugri en aðrir

Já, ótrúlegt hvað sumir halda að einn maður geti stjórnað miklu. Að halda því fram að Davíð hafi skipulagt bankakaupin til að hnekkja á Jóni er alveg með ólíkindum, hann er kannski búin að vera að plana þetta síðan "síðasti" dómur féll......kannski á hann líka sök á hruninu í USA , verðbólgunni í Danaveldi og öllu veseninu í UK..... svona allt til að getað tekið "vin" sinn í karphúsið...... Já það má segja að þeir sem trúa spunanum um að Davíð hafi planað þetta allt hafi mikla trú á manninum. Ótrúlegt hvað einn maður á að vera útsmoginn, áhrifamikill og bara ógeðslega klár. Hann hlýtur allavega að vera góður í Domino. Ég er allavega ánægð með að ríkið keypti sér hlut í bankanum og lánað þessum mönnum ekki krónu.


Ertu kvæntur eða giftur

Hef aldrei pælt í því að ég er gift en ekki kvænt - en án þess að hafa pælt í því þá segi ég náttúrulega aldrei að ég sé kvænt Grin . Það kom skýring á þessu í tíma hjá mér í skólanum um daginn. Konur geta s.s ekki verið kvæntar neinum, það eru bara karlmen sem eru kvæntir, konur eru giftar einhverjum, karlar geta reyndar líka verið giftir einhverjum.....þetta er eitthvað um það að sækja sér kvonfang...........mér fannst þetta bara áhugavert.....hafði bara aldrei pælt í þessu.

Útsvar

Jæja þeir strákar frá Keflavík stóðu sig bara vel í Útsvari í kvöld. Töpuðu reyndar en voru næstum því búnir að vinna Grin   og það þurfti ekki að vera á kvíðastillandi Joyful   Við vinnum vonandi á morgun í staðin.  Nú er maður bara byrjaður að stressast upp yfir leiknum á morgun, við erum alveg ótrúlega nálægt því að vinna titilinn. Vonandi verður sigurhátíð hér á morgun. ÁFRAM KEFLAVÍK

Kvíðastillandi

Er að velta fyrir mér hvort ég þurfi að fá mér kvíðastillandi fyrir kvöldið. Sick  Keflavík er að keppa í Útsvari og mér fannst við standa okkur svo illa síðast og ég er svo hrædd um að það endurtaki sig. Ég var ekki með neitt smá veðurfræðingasyndrom Alien  þá og veit að sagan gæti endurtekið sig í kvöld. En ég verð að horfa og standa með mínum bæ (samt ágætt að hafa fjarstýringuna í hendinni þegar álagið verður mikið --þegar veðurfræðingasyndromið er í hámarki) Kannsi vitið þið ekkert hvað veðurfræðingasyndrom er, en Bryndís systir veita það allavega Tounge

Hver flettir

Fannst dálitið fyndið að hitta á bloggið mitt þegar flettingar voru nákvæmlega 1000....Veit ekkert hverjir fletta, nema auðvitað þeir sem koma með comment Wink 

Nú er ég á skemmtilegu námskeiði hjá Þorvaldi Þorsteinssyni, SKAPANDI SKRIF...finnst Þorvaldur reyndar dálítið sveimhuga en hann fær mann til að skrifa og margt áhugavert sem hann segir. Nú er ég komin með bók, sem ég tek með mér hvert sem er og skrifa ýmislegt í ..... fannst ég dálítið mikið nörd þegar ég var með Guðmund á fótboltaæfingu um daginn og var að skrifa í bókina góðu....Nei ég er ekki svona klikkuð.... en ég varð að klára heimaverkefnið og var bara að renna á tíma svo ég notaði tímann sem ég þurfti að vera í íþróttahúsinu....en kannski verð ég smá klikk og fer að hafa bókina undir arminum öllum stundum W00t   Nei ég held ekki ! En námskeiðið er allavega skapandi það er ekki hægt að segja annað.


Leikhúshelgi

Fór með kallinum að sjá Fló á skinni í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið. Alveg frábær sýning, mikið hlegið og haft gaman. Mér fannst reyndar erfitt að skilja suma .... þá á ég við fyrir utan pólska manninn, thailensku konuna og holgómamanninn (hann var sérstaklega fyndin)...leikritið gekk reyndar mikið út á að misskilja þau en mér fannst stundum erfitt að heyra almennilega hvað hinir sögðu, samt sat ég á 9. bekk. Mæli með þessi stykki. Síðan á laugardaginn fór ég með alla fjölskylduna á Skilaboðaskjóðuna í Þjóðleikhúsinu, það var mjög skemmtilegt við fjölskyldan á "öllum" aldri og allir höfðu gaman að.  Stykkið kannski 15 mínútum oft langt fyrir þann yngsta en kom ekki að sök. Fyrir okkur hin var hálf skemmtunin að fylgjast með innlifun þess yngsta, hræðsla gleði, aðdáun og allt þar á milli.  Það var bara yndislegt að sjá hann, stundum þurfti hann alveg að kúra sig að pabba sínum en reyndi samt að gjóa aðeins augunum ... bara sætt Smile  Mér finnst reyndar Þjóðleikshúsið einhvernvegin betra en Borgarleikhúsið...finnst það bara meira leikhús, faglegra (þó ég hafi ekkert vit á þessu)  og leikmyndirnar eru alltaf flottar þar. Ég lifi mig alltaf meira inn í leikrit í Þjóðleikhúsinu ---

Yndislestur

Verð að segja frá einni bók sem ég las fyrir helgi.  KONA FER TIL LÆKNIS, ótrúleg bók.. ekkert sérstök framan af en seinni helmingur bókarinnar er magnaður.  Bókin er um mann sem á konu sem greinist með krabbamein og það er stórkostleg lýsing á samskiptum þeirra á banabeði konunnar. Ég var útgrátin eftir lestur bókarinnar. Mér finnst ég hafa lært af þessari bók hún er svo ótrúlega raunveruleg og gefur svo góða mynd af samskiptum fólks í skugga veikinda. Bryndís systir lánað mér þessa bók hún var svo heilluð af henni....ég skyldi það ekki í byrjun fannst eiginmaður hálf glataður, haldandi framhjá og á fyllerí í tíma og ótíma....en hann stóð sig þegar á reyndi og það á magnaðan hátt.  Ég mæli með að fólk lesi þessa bók...bara muna að hafa tissú við hendina í lokin.  

Róleg

Jæja ein búin að róa sig á æsingnum í gær.  Það er bara ágætt að fá útrás á blogginu -- þá þurfa hinir fjölskyldumeðlimirnir ekki að hlusta á þusið í manni.  Sem betur fer var ég bara ein heima í gær þegar ég fékk kastið  Tounge   Annars er bara skólinn komin á fullt og mikil stemming, skólasysturnar bara búnar að skipuleggja göngutúra og alles.  Fer í aðferðafræði á morgun, svo er bara göngutúr og eftir það textagerð, sem mér finnst lofa góðu.  Eftir að hafa lesið nokkrar greinar sem settar voru fyrir í Textagerð -- hef ég eiginlega komist að því að mitt blogg er ritað í blöndu af talmáli og ritmáli Cool  kannski þess vegna sem mér finnst svona gaman að blogga.... þarf ekki alveg að missa mig í málfræðinni og setningafræðinn og öllu þessu...get bara látið flæða ..............

Fréttir RUV

Nú er ég alveg að missa mig , Angry  20 mínútur eru nú liðnar af fréttatíma RUV og þeir hafa ekki minnst á Ljósanótt...það eru komnar fréttir af Skoppu og Skrítlu, frétt frá Hofsósi (fréttamaður sendur þangað) en þeir hafa ekki minnst á Ljósanótt, en í gær voru um 30-40þ, manns hér í Keflavík á frábærri skemmtun (það búa ekki NEMA 14þ manns hér -- svo það voru nokkrir gestir líka) Það er ótrúlegt að það koma fréttir frá öllum krummaskuðum ef einhver uppákoma er þar en þessi hátíð ekki þess verða að senda mann á staðinn eða hvað......núna horfi ég á frétt um Surtsey -- ekki tekin í dag þannig að það er ekki eins og Ljósanótt komist ekki að vegna þess að það sé svo rosalega mikið merkilegt í fréttum.  25 mínútur liðnar og frétt um Fornbíla.......þeir enda reyndar í Reykjanesbæ (bærinn nefndur allavega í fréttatímanum) og nú er komið að Íþróttafréttum ..... ER EITTVAÐ AÐ ÞARNA Á FRÉTTASTOFUNNI....ÉG BARA SPYR....ég sem vel alltaf fréttir RUV fram yfir aðrar fréttir og hélt ég fengi að sjá stemminguna í bænum á skjánum. það var stórhátið hér í Keflavík í gær þar sem fjöldi fólks skemmti sér á frábærri fjölskylduskemmtun og þeir minnast ekki enn á það.  Kannski fór skemmtunin of vel fram og lögreglan hafði ekki nógu slæmar fréttir að færa --- má ekki flytja jákvæðar góðar fréttir líka....ÉG BARA SPYR AFTUR Woundering  Okei vá þeir nefna Ljósanótt í restina --ljúka fréttunum á henni þó aðallega flugeldasýninguni eins og hún hafi verið aðalmálið alla helgina 1/2 mínútu frétt .... ég er ekki sátt GetLost

Sigga og Skessan í Keflavík

Skessan er flutt til Keflavíkur.  Þvílík snilld sem framkvæmdin hefur verið og í dag náði spennan hámarki. Er Skessan alvöru? eru hún dúkka?...Hvernig er þessi SKESSA eiginlega?  Fyrst gengu tröll að smábátahöfninni frá aðalsviðinu.  Einstaka barn fór að gráta en önnur reyndu að espa þau upp.  Síðan kölluðu allir "Skessa vaknaðu þú " og þegar allir voru búnir að gala sig hása OPNAÐIST hurðin og fólk fékk að heimsækja Skesssuna.  Húsið hennar skessu er frábært og ég ráðlegg öllum að heimsækja skessuna börnum sem fullorðnum.  Ljósanótt er að takast alveg frábærlega og ég ráðlegg öllum að skella sér í bæinn.  Ég er búin að vera í bænum í allan dag er í smá pásu (notuð til að blogga) Nú á ég von á 30-40 manns í súpu svo það er um að gera að fara að koma sér að verki.  En ég skora á alla sem lesa þetta blogg núna að skella sér á LJÓSANÓTT í kvöld.  Frábært kvöld framundan.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband