Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

2008

Nú árið er á enda

árið sem breytti framhaldinu

Nýja árið gengur í garð

og framhaldið er óljóst

                                    gg


Lestur

Er búin að lesa tvær bækur nú í desember eftir Jón Kalmar Stefánsson, Himnaríki og Helvíti og Sumarljós og svo kom nóttin.  Báðar bækurnar eru alveg snilldarlega skrifaðar. Í Himnaríki og Helvíti eru sumar setningarnar svo magnaðar að manni langar að lesa þær aftur og aftur alveg greipa þær í hugann. Þetta er bók sem ég þarf að eignast því hana mun ég lesa aftur og undirstrika þessar mögnuðu setningar. Það kom mér á óvart að Jón er fæddur 1963, ungur maður, en skrifin hans eru líkt og eldri manneskja hafi skrifað þau en samt ekki það er eins og hann geti skynjað lífið á sérstakan hátt. Sumarljós og svo kom nóttin er líka góð, manni langar í aðeins meira þar, vill vita meira um hvað svo, hvers vegna og af hverju. Ég mun alveg örugglega sjá leikritið í Þjóðleikhúsinu sem byggt er á bókinni, kannski fæ ég að vita meira þar Wink   

Kirkjuferð

Var að koma úr kirkju. Keflavíkurkirkja hefur nú annað árið sérstaka stund fyrir sunnudagaskólabörn klukkan fjögur á aðfangadag. Finnst þetta frábært framtak hjá þeim, gefa fjölskyldufólki möguleika á að mæta með börnin á öllum aldri í stutta stund og njóta helgileikar og syngja falleg lög. Mér finnst yndislegt að fara í kirkjuna og stundin áðan var bara falleg og hátíðleg. Að syngja heims um ból á aðfangadag rétt fyrir jólin fær mig bara til að tárast. Líkt og ég bloggaði fyrir ári síðan þá mun ég verða fastagestur í kirkjunni minni á aðfangadag klukkan fjögur ef það er í boði sem ég vona svo sannarlega að verði. Með kærleika og vinsemd óska ég þess að fólk eigi góða jólastund og njóti þess að umvefja jólin, hátíð ljóss og friðar og leggist á koddann í kvöld með bros á vör.

Þurrausa

Ég var í stóru prófi í skólanum í dag öðru prófinu mínu af þremur. Það er svo ótrúlegt hvað maður er þreyttur eftir svona próf, maður er alveg bara þurrausa. Maður er þreyttur í heilanum. Heilinn komin á yfirsnúning alveg yfirfullur af vitneskju sem er síðan "bunað" út úr sér á nokkrum klukkustundum, í formi stafa sem ritaðir eru á blað. Öll vitneskjan sem maður er búin að vera að ná sér í yfir veturinn er sogin úr heilasellunum og þær eru bara þreyttar á atinu. Í dag er heilinn á mér er eins og svampur sem búin er að draga í sig vökva, síðan fer maður í próf og vindir úr svampinum þá er hann hálf kraminn, tekur síðan smá tíma til að blása út aftur og fara í sama form.  Veit að mínar heilasellur verða komnar í fínt form á morgun, en í kvöld er þær enn að jafna sig á átökum dagsins, svo ég held að ég fari bara og horfi á eitthvað afþreyingarefni sem þarf ekkert að nota sellur við.

Sjá myndina í fullri stærð.


Gjaldeyriskaup

Finnst dálítið skondið með gjaldeyriskaup í dag. Það þarf að koma með farmiða í bankann, annars getur maður ekki keypt gjaldeyrir (allavega var það svoleiðis í síðustu viku) Reyndar eru  engir sérstakir farmiðar til lengur - þessir í þríritun eða var það fjórrit og ferðaskrifstofufólk þurfti að fara á sér námskeið til að læra að gefa þá út ... nú dugir útprentun af rafrænum farseðli, það er stimplað á útprentunina -reynda auðvelt að prenta út nýja - en ætli þeir haldi ekki utan um kennitöluna. Um daginn þegar einn úr fjölskyldunni þurfti að fara erlendis, var keyptur gjaldeyrir í okkar viðskiptabanka. Síðan þurfti að finna gamla innanklæðaveskið sem notað var hér í denn eins gott að passa upp á peninga og hafa þá innan á sér og auðvitað var það til enn Tounge   Nú er Visa kortið ekki notað þar sem enginn leið er að segja um gengið dag frá degi, eða ég treysti því allavega ekki.  En við þessi gjaldeyrismál öll, rifjast upp fyrir mér utanlandsferðirnar þegar ég var lítil. þá var hluti að ferðinni að fara í bankann og skipta ferðatékkum. Ég var rosalega lítið að pæla í peningamálum á þessum árum en mér er mjög minnisstætt hvað það var gott að koma í bankann, ótrúlega gott  -- þar var loftkæling --- sem var ekki algengt á Spáni á þeim tíma. maður var eiginlega bara feginn að það tók pabba dálítið langa tímann oft að skipta. En þá þurfti örugglega að skipuleggja eyðsluna vel því ekki var hægt að grípa í kreditkortið. Ég held að fólk hafi líka haft meiri tilfinningu fyrir eyðslunni þá. Það hlýtur að hafa verið kúnst að láta vissa peningaupphæð duga í vissa daga. Ég held að margir ættu erfitt með það í dag. Held samt að ég gæti það.......svona ef ég færi ekki í Ameríku og það yrðu ekki margar H&M búðir á vegi mínum. Gæti varla hugsað mér að fara til Ameríku án Visakorts með mjög hárrrrrri heimild og ætti alveg rosalega erfitt með mig í H&M í Evrópu með eitthvað hámark á eyðslu Sick  ......Eins gott að ég er ekki á leiðinni til útlanda á næstunni GetLost

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband