Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Vinningsliðið

Það er einhver leiði komin í mig í sambandi við stjórnmálin, eins og hvað ég hef haft gaman af stjórnmálaumræðunni undan farin ár.  Það er líka bara hálf leiðinlegt þegar maður er á móti, já ég held að ég hafi verið hlynnt, svona á heildina litið, því sem hefur verið gert, frá því að ég byrjað að kjósa, alls ekki öllu en fundist landið mitt í góðum höndum, og bærinn minn  (reyndar önnur saga þar) en  nb. ég hef líka alltaf verið í vinningsliðinu !  en núna er ég reyndar í vinningsliðinu en með meðspilarar sem fara í taugarnar á mérGetLost Maður fær á tilfinninguna að nú verði teknar skyndiákvarðanir og málin ekki hugsuð til enda, ég óttast bara að það sé ekki gott að  taka við,  þegar rauða liðið ræður of miklu.  Angry Eins gott að ég sé ekki í stjórnmálum, að einhverju viti, þoli ekki þegar mitt lið spilar ekki rétt að mínumdómi !  hummm.......

En það má ekki vera neikvæður,  ég ætla bara að snúa mér að því að hafa gaman að einhverju öðru !  Og hef  fundið það nú þegar, mér finnst alveg ferlega gaman í skólanum, fíla það í botn.  síðan ég byrjaði í skólanum hef ég í fyrsta skipti bara ekki haft tíma né löngum til að horfa á fréttir, ég sem mátti ekki missa að neinu, en svona breytist þetta þegar maður breytir um vettvang þá breytist svo margt með.  Ég er líka alveg ferlega upptekin en vonandi hef ég löngun til að blogga áfram, en það er svo fyndið að ég stofnaði þetta blogg vegna þess að ég hafði svo miklar skoðanir á pólitískum málum, Þjóðfélagumræðum! en ég hef ekkert bloggað um það, bara eitthvað allt annað, og nú er ég búin að missa eiginlega alveg áhugann á að blogga um pólitík, svona geta hlutirnir þróast. ...

En bara minni á að við skulmum vera sólarmegin í lífinu, þrátt fyrir endalausa rigningu   það hlýtur að fara að stytta upp.........................Grin


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband