Nýtt ár !
1.1.2008 | 20:15
Ég tek á móti nýju ári með tilhlökkun og vona að það verði gott. Gamlárskvöld var skemmtilegt, mikið borðað, spilað og sprengt. Ég keypti partý og co spilið á gamlársdagsmorgun, fékk síðast spilið í Hagkaup, og það stóð vel undir væntingum. Skemmtilegt spil og sérstaklega skemmtilegar spurningarnar um hve vel þekkir þú spilafélaga þína, það kom í ljós að maður þekkir sitt fólk
Mér fannst áramótaskaupið ágætt, grenjaði úr hlátri að einu atriðið, þegar Jón Gnarr kom í Stundina okkar og reyndi að eyðileggja veður Selin til að bjarga geðheilsu barna sinna --margir sem föttuðu ekki um hvað málið snérist -- en þessi Veður selur er alveg ferlega leiðinlegur, fæ alveg grænar þegar hann kemur í Stundina.
Ég horfði á Næturvaktina í jólafríinu (er ekki enn búin að gera allt hitt sem ég ætlaði mér í jólafríinu t.d að læra á Mind Manager og sortera skóladót ) Hélt fyrst þegar ég byrjaði að horfa á Næturvaktina, að ég væri bara alveg húmorslaus, fannst þetta bara ekkert fyndið (og allir að tala um hvað þetta væru fyndnir þættir ) En þegar ég var búin að horfa á alla tólf þættina var ég búin að grenja úr hlátri nokkrum sinnum.....mjög góðir þættir .....held samt að þeir hefði verið betri ef einhver annar hefði leikið persónuna sem Jón Gnarr leikur...Jón dálítið ofnotaður þetta árið...
Búin að hlusta á bókina A Thousand splendid Suns, frábær..... og nú byrja ég á næstu bók..spurning hvað verður fyrir valinu !
Og nú eru bara tvö jólaboð eftir...Bessastaðir og Njarðvík......
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólalestur
27.12.2007 | 22:58
Las bók Arnaldar, Harðskafi um jólin, fín bók. Mér fannst samt fyndið hvað Erlendur er allt í einu orðin betri maður.....ekki eins truntulegur....passar betur fyrir Ingvar núna! ...Arnaldur kannski ekki alveg trúr sjálfur sem þarna...breytir Erlendi til að fitta betur í bíó....
Er núna að hlusta á hljóðbók A Thousand Splendid Suns(þúsund bjartar sólir) eftir Khaled Hosseini...frábært að hlusta á bókina..hún er góð og mér liggur eiginlega á að klára hana til að vita hvernig allt fer! Ég Hlusta á hana í bílnum og svo er ég búin að setja hana inn á ipodin get bara legið í rúminu, slakað á og hlusta á góða bók, þreytist ekkert í höndunum!....
Ég las flugdrekahlauparann eftir sama höfund og hún var frábær..mæli með þessum bókum.
Ég pantaði hljóðbókina á Amazon og á eftir að gera meira af því ........ þvílík snilld að geta hlustað bara á bók á meðan maður keyrir í bæinn.....óskaði þess í dag þegar ég fór í bæinn að ferðin tæki lengri tíma ----bókin var svo spennandi.!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvít jól
25.12.2007 | 20:03
Jólin eru yndislegur tími.....ég fór í kirkju á aðfangadag í fyrsta skipti. Ég fór með Guðmund í barnamessu klukkan fjögur. - frábær tímasetning fyrir börnin.....Þetta var yndisleg stund og ég vona bara að það verði árlegt í kirkjunni minni.....barnamessa klukkan fjögur...ég mun mæta....(hlýt að geta fundið eitthvað BARN til að fara með, þegar mín verða öll orðin fullorðin)
Það var æðislegt að fá snjó á aðfangadag, og ekki var verra þegar snjóaði enn meira á jóladag. Guðmundur var vaknaður snemma á jóladagsmorgun og við vorum komin út í snjóinn um ellefu -- með nýja stýrissleðann.....við vorum ein í brekkunni -- fólk ekki á ferli svona snemma....ég held ég hafi séð þrjá bíla, einn mann að hlaupa, einn úti að ganga með hundinn sinni og hjón í göngutúr.
Ég vona bara að fólk njóti hátíðarinnar og eigi góðar stundir. GLEÐILEG JÓL........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég elska búálfa
17.12.2007 | 20:12
Ég ætla aldrei aftur að tala illa um búálfa, aldrei ! og ætla hér með að lýsa því yfir að þeir eru æðislegir. Ég þori ekki annað en að vera jákvæð gagnvart þeim.......því ég lenti í ótrúlegu í morgun og ég hef enga skýringu nema að þeir hafi verið reiðir út í mig og elt mig út í bíl.......Þannig var að ég fór að bera út moggann með Hildi og þegar ég fór í næst síðasta húsið þá skyldi ég lyklana eftir í svissinum, drap á bílnum ... hafði rafmagnið á s.s útvarpið var á og ljósið inn í bílnum.....ég bara hljóp út úr bílnum skutlaði mogganum í húsið kom að bílnum rétti höndina að hurðinni.og...þá læstist bara bílinn..já ótrúlegt læstist og lyklarnir inni... og búálfarnir enn með hina bíllyklana....þannig að það var ekki hægt að komast inn í bílinn.....eins gott að hundurinn var úti en ekki inni.....ég prufaði lögguna hún gat ekki aðstoðað en gaf mér upp símanúmer hjá fyrirtæki sem reddar svona hlutum en þar svaraði enginn..(enginn mættur svona snemma) .þá hringdi ég í eiginmanninn, hann var ótrúlega rólegur..(var svo tillitsamur við konuna þar sem hún var að fara í stórt próf)....hann fór og reyndi að opna bílinn.....það gekk ekki..þar er ekki eins auðvelt á þessum nýju bílum og var á gamla subarunum okkar Þannig að það endaði með því að það þurfti að fara í umboðið og kaupa nýjan lykil...og þegar við náðum í bílinn 12 tímum síðar átti ég von á rafmagnsleysi og alles en minn flaug bara í gang. Get ekki fundin neina skýringu á þessu nema þá að það hafi setið búálfur á öxlinni á mér í gær þegar ég var að skammast yfir þeim.....svo núna elska ég búálfa....(vona að þeir nái þessu)
Var svo í heimaprófi í allan dag...þvílíkt próf..var að frá 9 í morgun til fimm...tók þrjár pissupásur og örstuttan mat.....kennarinn hélt að þetta tæki þrjá tíma..en það var sko ekki raunin ...veit ekki um neinn sem var þrjá tíma....kannski kennarinn þurfi að endurskoða þetta...en þetta var hennar fyrsta heimapróf...héldum að við myndum græða á því en það var nú ekki....BARA erfitt
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Búálfarnir--- aftur að stríða mér
15.12.2007 | 22:01
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nútíma veðurofsi - fljúgandi ellilifeyrisþegar
14.12.2007 | 18:26
Dægurmál | Breytt 16.12.2007 kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimasíðugerð
9.12.2007 | 22:02
Dægurmál | Breytt 16.12.2007 kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nóg að gera
18.11.2007 | 23:53
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vinningsliðið
6.10.2007 | 23:51
Það er einhver leiði komin í mig í sambandi við stjórnmálin, eins og hvað ég hef haft gaman af stjórnmálaumræðunni undan farin ár. Það er líka bara hálf leiðinlegt þegar maður er á móti, já ég held að ég hafi verið hlynnt, svona á heildina litið, því sem hefur verið gert, frá því að ég byrjað að kjósa, alls ekki öllu en fundist landið mitt í góðum höndum, og bærinn minn (reyndar önnur saga þar) en nb. ég hef líka alltaf verið í vinningsliðinu ! en núna er ég reyndar í vinningsliðinu en með meðspilarar sem fara í taugarnar á mér Maður fær á tilfinninguna að nú verði teknar skyndiákvarðanir og málin ekki hugsuð til enda, ég óttast bara að það sé ekki gott að taka við, þegar rauða liðið ræður of miklu. Eins gott að ég sé ekki í stjórnmálum, að einhverju viti, þoli ekki þegar mitt lið spilar ekki rétt að mínumdómi ! hummm.......
En það má ekki vera neikvæður, ég ætla bara að snúa mér að því að hafa gaman að einhverju öðru ! Og hef fundið það nú þegar, mér finnst alveg ferlega gaman í skólanum, fíla það í botn. síðan ég byrjaði í skólanum hef ég í fyrsta skipti bara ekki haft tíma né löngum til að horfa á fréttir, ég sem mátti ekki missa að neinu, en svona breytist þetta þegar maður breytir um vettvang þá breytist svo margt með. Ég er líka alveg ferlega upptekin en vonandi hef ég löngun til að blogga áfram, en það er svo fyndið að ég stofnaði þetta blogg vegna þess að ég hafði svo miklar skoðanir á pólitískum málum, Þjóðfélagumræðum! en ég hef ekkert bloggað um það, bara eitthvað allt annað, og nú er ég búin að missa eiginlega alveg áhugann á að blogga um pólitík, svona geta hlutirnir þróast. ...
En bara minni á að við skulmum vera sólarmegin í lífinu, þrátt fyrir endalausa rigningu það hlýtur að fara að stytta upp.........................
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir eru búnir að skila lyklunum !
20.8.2007 | 23:04
Fann lyklana af vinnubílnum...loksins....búálfarnir hafa ákveðið að skila þeim, gerðu mér reyndar grikk...skiluðu þeim í bílinn minn. já ég fann lyklana í mínum bíl mörgum vikum eftir að ég tíndi þeim....en gat sem betur fer skilað lyklunum þegar ég hætti í vinnunni, sem var gott. Eitt samt jákvætt við að hafa tínt lyklunum, ég er búin að gera jólahreingerninguna, eða næstum, ég var búin að snúa húsinu við taka til í skápum, færa húsgöng til og frá og alles.........óþolandi þegar ég tíni hlutum...er dálítið gjörn á það sérstaklega debetkortinu mínu...en það finn það alltaf aftur....þess vegna er ég sannfærð um að ég búi með búálfum, þeir eru alltaf að stríða mér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Búálfar
1.8.2007 | 09:56
Ég er alveg viss um að það eru til búálfar. Þeir hljóta að fara um á nóttunni heima hjá mér og fela hluti. Í morgun fann ég ekki vinnulyklana. Ég kom seint heim úr vinnunni í gær læsti vinnubílnum gekk inn, settið töskuna og úlpuna í stólinn.....síðan fór ég bara að borða, glápa á sjónvarpið....fór ekkert út....jú aðeins í næsta hús... en ekki með neitt....og síðan í morgun þá finn ég ekki lyklana....bóndinn vaknaði og leitaði með mér, unglingurinn kom heim eftir moggaútburð og leitaði með mér...en lyklarnir finnast ekki....það er búin að kemba húsið, lyfta upp stólum og sófum og ég veit ekki hvað og hvað.......kannski hundurinn eða guttinn hafi tekið þá ?
Nei ég hallast frekar á búálfana......ég lenti í því í vor að ég týndi Vísa veskinu mínu með debetkortinu, Visakortinu, bensínkortinu og ég veit ekki hvað og hvað.......ég var alveg viss um að það væri heima........húsinu var snúið við ekki fannst veskið......þá var ég alveg sannfærð um að litli guttinn hafi tekið það, það var reynt að veiða upp úr honum, fyrst þegar hann var spurður þá vildi hann meina að Drekinn hans hefði tekið veskið, (Drekinn er einhver ósýnilegur vinur sem gerir flest prakkarastrikin hans) síðan þegar var gengið á hann þá mundi hann eftir að hafa verið með veskið og síðan sett það á eldhúsborðið.....en ekki fannst veskið.....það var búið að tala við konurnar á leikskólanum, þær höfðu ekki orðið varar við veskið (hafði lent í því áður að guttinn var með debetkortið mitt í buxnavasanum á leikskólanum og sagði konunum að hann ætlaði að "kaupa" með því) jæja ég gafst upp eftir smá tíma og pantaði nýtt debetkort....áður en ég fæ það erum við að fara í ferðalag og erum að tína í bílinn, segi þá við unglinginn minn, ef þú finnur Visaveskið mitt áður en við förum skal ég gefa þér 1000 kall......................viti menn hún fann það á 2 mínútum......það lá bara á eldhúsgólfinu.....ekki alveg svona í augnsýn.....var vel falið einhvervegin undir eldhúsinnréttingunni, við sökkulinn............ég var búin að ryksuga og skúra örugglega tvisvar eða þrisvar á þessu tímabili, en veskið fór framhjá mér............ég er alveg viss um að búálfarnar voru að stríða mér, hafa tekið veskið og síðan plantað því undir innréttinguna, þeir hafa örugglega hlegið hátt þegar ég borgaði unglingum 1000 kallinn..........núna þurfa þeir bara að skila mér lyklunum..........kannski ég skrifi þeim bréf ------kæru búálfar mig vantar svo lyklana ef þið skili mér þeim i dag gef ég ykkur..humm....veit ekki hvað ég ætti að bjóða þeim...það virkaði mjög hvetjandi á unglinginn að fá pening, ætli það virki á búálfa?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geðklofi
31.7.2007 | 17:10
Það hefði ekki nokkrum manni dottið í hug, þá síst mér að ég fengi hund á mitt heimili....en síðan gerðist eitthvað...hlýtur að hafa verið geðklofi sem kom yfir mig einn daginn og ég gaf samþykki fyrir því að það kæmi hundur inn á heimilið. Enda fjölskyldumeðlimir ekki lengi að taka við sér þegar samþykkið kom, það var bara drifið í málunum og fundinn þessi flotti vizslu hundur. Við fengum Tenór 19. júlí og hann er náttúrulega bara búin að bræða mig, þvílík áskorun fyrir mig að hafa hund....bara að koma við hund var mikið fyrir mig.....ég er er í eðli mínu hrædd við dýr...en kannski er þetta líka hugarfarið....ég bara ákvað að ég ætlaði ekki að standa lengur í vegi fyrir því sem alla aðra á heimilinu langaði í og við höfum aðstöðu til ...s.s að fá hund. Við Tenór erum búin að eiga góðar stundir saman, ég er búin að þreifa á löppunum hans, þrífaá honum eyrun, strjúka honum öllum (eins og hvað mér fannst bara hálf ógeðslegt að koma við dýr) Ekki heldur vandamálið að taka upp eftir hann, bara eðlilegasti hlutur í heimi.....hlýt að vera geðklofa......enda hlæ ég af sjálfri mér ......finnst þetta ekki vera ég....en samt fell ég svo vel inn í hlutverkið.......ótrúlegt, eða kannski ekki....ég er örvhent.
http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1282937
Dægurmál | Breytt 1.8.2007 kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært sumar
25.7.2007 | 15:53
Það er endalaust hægt að ræða um veðrið, en sumarið í ár er það besta sem ég man eftir eftir að ég komst á fullorðinsaldur. Ef við gætum verið viss um að veðrið væri alltaf svona á sumrin væri lífið frábært. GÁS hefur verið duglegur að fara á gæsló í sumarfríinu og oftast er regngallinn í töskunni (bara svona að gömul vana, það gæti ringt!) en hann hefur verið notaður tvisvar í sumar, já tvisvar...ótrúlegt. Það er hægt að vera úti á stuttermabol dag eftir dag, og kvöldin eru bara æðisleg....bara eins og maður sé í útlöndum. Í minningunni var veðrið alltaf gott þegar ég var lítil......maður fór alla daga á Miðtúnsróló og í minningunni var bara alltaf gott veður....eflaust er það ekki rétt en allavega gott að minningin er góð....Rólóstemmingin sem var á Miðtúnsróló var skemmtileg, það var best að ná fremstu rólunum og ef maður var fyrstur og náði þeim þá lét maður þær ekki allan daginn, maður fékk einhver til að passa rólurnar þegar maður fór heim í hádegismat og jafnvel líka þegar farið var í kvöldmat.....allan daginn voru allar rólurnar uppteknar, það hittust allir á róló og ef maður var í vist þá kom maður með krakkana þangað.....ég á bara góðar minningar frá Miðtúnsróló. Stundum var farið í kýló á kvöldin og landaparís---- ummmm ----kom síðan heim örþreyttur og fékk sér kvöldkaffi........ mig langar nú bara út að leika mér þegar ég hugsa um æskuna mína ---
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvannarót
2.7.2007 | 15:26
Var í garðvinnu um helgina. Það var mikil hvannarót í beðunum á bak við hús hjá mér, það er alveg ótrúlegt hvað mér finnst þetta ógeðsleg jurt. Mér finnst þessi jurt eins og eitthvað skrímslið..minnir mig líka á jurtina í litlu hryllingsbúðinni með angana út um allt og tilbúin að taka mann !!
.....Eins og hvað hvannarót ógeðsleg --- að mínum dómi --- þá er hún víst mjög góð við mörgum kvillum og líka notuð í te.....gæti ekki hugsað mér að drekka það, sæi fyrir mér að jurtin færi að vaxa inn í mér.....eins og brjálað óargadýr...sérstaklega kannski vegna þess hvernig ég fór með alla ættingja hennar um helgina!!....reif þá alla upp með rótum og fór með þá á haugana.......annars finnst mér ekki gaman að vinna í garðinum, neyðist til þess svo hann fari ekki í órækt....maður fær skríðandi pöddur og lirfur á sig.....ógeðslegt....en á móti finnst mér æðislegt að vera úti og það bjargar málunum -- maður er líka ánægjulega þreyttur eftir góða garðvinnu....
Bónusinn er, að garðurinn er líka algjört augnayndi þegar hann er vel hirtur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
YESSS
29.6.2007 | 16:04
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sumarblíða
12.6.2007 | 09:17
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)