Ég elska búálfa

Ég ætla aldrei aftur að tala illa um búálfa, aldrei ! og ætla hér með að lýsa því yfir að þeir eru æðislegir. Ég þori ekki annað en að vera jákvæð gagnvart þeim.......því ég lenti í ótrúlegu í morgun og ég hef enga skýringu nema að þeir hafi verið reiðir út í mig Frown og elt mig út í bíl.......Þannig var að ég fór að bera út moggann með Hildi og þegar ég fór í næst síðasta húsið þá skyldi ég lyklana eftir í svissinum, drap á bílnum ... hafði rafmagnið á s.s útvarpið var á og ljósið inn í bílnum.....ég bara hljóp út úr bílnum skutlaði mogganum í húsið kom að bílnum rétti höndina að hurðinni.og...þá læstist bara bílinn..já ótrúlegt læstist og lyklarnir  inni... og búálfarnir enn með hina bíllyklana....þannig að það var ekki hægt að komast inn í bílinn.....eins gott að hundurinn var úti en ekki inni.....ég prufaði lögguna hún gat ekki aðstoðað en gaf mér upp símanúmer hjá fyrirtæki sem reddar svona hlutum en þar svaraði enginn..(enginn mættur svona snemma) .þá hringdi ég í eiginmanninn, hann var ótrúlega rólegur..(var svo tillitsamur við konuna þar sem hún var að fara í stórt próf)....hann fór og reyndi að opna bílinn.....það gekk ekki..þar er ekki eins auðvelt á þessum nýju bílum og var á gamla subarunum okkar Tounge Þannig að það endaði með því að það þurfti að fara í umboðið og kaupa nýjan lykil...og þegar við náðum í bílinn 12 tímum síðar átti ég von á rafmagnsleysi og alles  en minn flaug bara í gang.  Get ekki fundin neina skýringu á þessu nema þá að það hafi setið búálfur á öxlinni á mér í gær þegar ég var að skammast yfir þeim.....svo núna elska ég búálfa....(vona að þeir nái þessu) Pinch

Var svo í heimaprófi í allan dag...þvílíkt próf..var að frá 9 í morgun til fimm...tók þrjár pissupásur og örstuttan mat.....kennarinn hélt að þetta tæki þrjá tíma..en það var sko ekki raunin ...veit ekki um neinn sem var þrjá tíma....kannski kennarinn þurfi að endurskoða þetta...en þetta var hennar fyrsta heimapróf...héldum að við myndum græða á því en það var nú ekki....BARA erfitt

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband