Geðklofi

Það hefði ekki nokkrum manni dottið í hug, þá síst mér að ég fengi hund á mitt heimili....en síðan gerðist eitthvað...hlýtur að hafa verið geðklofi sem kom yfir mig einn daginn og ég gaf samþykki fyrir því að það kæmi hundur inn á heimilið. Enda fjölskyldumeðlimir ekki lengi að taka við sér þegar samþykkið kom, það var bara drifið í málunum og fundinn þessi flotti vizslu hundur.  Við fengum Tenór 19. júlí og hann er náttúrulega bara búin að bræða mig, þvílík áskorun fyrir mig að hafa hund....bara að koma við hund var mikið fyrir mig.....ég er er í eðli mínu hrædd við dýr...en kannski er þetta líka hugarfarið....ég bara ákvað að ég ætlaði ekki að standa lengur í vegi fyrir því sem alla aðra á heimilinu langaði í og við höfum aðstöðu til ...s.s að fá hund.  Við Tenór erum búin að eiga góðar stundir saman, ég er búin að þreifa á löppunum hans, þrífaá honum eyrun, strjúka honum öllum (eins og hvað mér fannst bara hálf ógeðslegt að koma við dýr) Ekki heldur vandamálið að taka upp eftir hann, bara eðlilegasti hlutur í heimi.....hlýt að vera geðklofa......enda hlæ ég af sjálfri mér ......finnst þetta ekki vera ég....en samt fell ég svo vel inn í hlutverkið.......ótrúlegt, eða kannski ekki....ég er örvhent. Tounge

http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1282937


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband