Hundalíf

Eins og ég hef áður lýst þá var ég með geðklofa fyrir ca. ári síðan og lét eftir að það kæmi hundur á heimilið.  Þetta var svona bráða geðklofi sem kom yfir mig í eitt sinn og hefur ekki látið á sér kræla síðar.  Ég mundi aldrei fá mér hund og ráðlegg engum að fá sér hund !..En ég sit uppi með hundinn, Tenor  næstu ca. 15 árin Sideways  Fyrst var þetta lítill sætur hvolpur en svo stækkaði hann og stækkaði og stækkaði og stækkaði og nú er hann stór !  Það verður að viðurkennast að það að hafa hund á heimilinu hefur margt jákvætt í för með sér.  Samband Tenors og Guðmundar er alveg yndislegt -- þeir eru bestur vinir --  Útivera fjölskyldunnnar hefur aukist til muna og hundurinn bara auðgar líf fjölskyldumeðlima (kannski minnst mín...en samt Wink) En i dag þurfti ég að fara með Tenor til dýralæknis...sem er ekki eitt af mínum verkum með hundinn... en þar sem allir aðrir voru að vinna "neyddist" ég til að fara með hann.  Hundurinn er búin að vekja mig upp síðastliðnar nætur þar sem hann er alltaf að hrista sig og skv. hundabókum er það merki um að eitthvað sé að angra hundinn og einhver ólykt hefur verið af honum síðustu daga (búið að baða hann tvisvar !)  og í morgun var svæsin lykt úr eyrunum á honum.  En ég gat ekki annað en hugsað um hvar hin Guðrún..þessi sem kom fram þarna í geðklofakastinu væri .... þegar ég var með þennan stóra hund upp á borði hjá dýralækninum haldandi um kjaftinn á honum svo hann hreyfði sig ekki ... n.b. ég sem er sko hrædd við hunda... já það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir að eiga hund þá hefur það ekki breyst að ég er hrædd við hunda, þó ég geti betur höndlað það núna....Ég hristi nú bara hausinn inn í mér þegar ég stóð þarna haldandi um kjaftinn á honum, tala blíðlega til hans og láta hann vera kyrran, hrósandi honum þegar læknirinn var búinn að skoða og hugsaði hver hefði trúað því að ég væri í þessum sporum..... ENGINN sem þekkir mig Smile.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og alltaf frábær penni, MEIRA MEIRA MEIRA

Svenni (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 09:42

2 identicon

Hahaha... ég er í kasti hérna. Sé þig alveg fyrir mér :)

Ég dáist alveg af þér en ég get líka sagt það að eftir að hafa hlustað á þig og Sólveigu þá ætla ég EKKI að fá mér hund.  

Sirrý (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband