Flug

Ég flaug í fyrsta skipti með Iceland Express til Spánar í júlí.  Það kom mér skemmtilega á óvart hvað ég var ánægð með þá ferð.  Það var skemmtilegt að frænka var flugfreyja..glæsileg að vanda.. Guðmundur vissi ekki hvernig hann átti að haga sér var hálf feiminn fyrst en síðan var þetta besta flugferð hans hingað til.  Við leigðum leikjatölvu mjög sniðugt að bjóða upp á það en ég hef reyndar heyrt að stundum eru ekki til nægilega margar tölvur og sum börn verða ansi svekkt. Mér finnst bara sniðugt að selja matinn í vélinni, spurning hvort Icelandair taki ekki upp á því og lækki síðan verðið á fluginu ---- hef samt blendnar tilfinningar með að Icelandair hætti að bjóða upp á mat, gott ef það lækkar verðið en spurning hvað margir myndu missa vinnuna í Flugstöðinni vegna þess.  En allavega legg ég Icelandair og Iceland Express alveg að jöfnu...fyrir utan punktana sem ég safna hjá Icelandair.. hef nú nokkur sinnum farið í punktaferðir til útlanda, en þær eru nú samt farnar að kosta mikið núna – flugvallaskatturinn, bensínsgjaldið og einhver önnur gjöld.  Hika ekki við að velja það flugfélag sem bíður betra verðið ---- gæðið virðast vera þau sömu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband