Og enn meiri Yndislestur

En ég hef nú aldeilis lesið mikið hér í fríinu „kláraði“ bækurnar sem ég kom með og rúmlega það. Las Óreiðu á striga, góð örlítið síðri en fyrri bókin Karítas án titils en ég gat hvoruga lagt frá mér. Eini gallinn við þessar bækur er þyngdin á þeim, ekki gott fyrir hendurnar. Ævintýraþorpiðer ágætisbók fyrir Keflvíkinga núverandi og fyrrverandi (þó aðallega aðeins eldri jafnvel eldri en ég kannski), get ekki ímyndað mér að aðrir hafi gaman af henni. Mig vantaði reyndar systur mína þegar ég var að lesa hana, það komu svo oft upp spurningar, hver var aftur þessi eða hinn, hvað varð um þennan eða hinn osfv. Hefði verði gott að hafa Helgu systir með við lesturinn. Byrjaði á tveimur bókum Góði strákurinn og Skræpótti fuglinn, fannst þær báðar leiðinlegar og hætti ! En þá var ég orðin uppiskroppa með bækur og sjónvarpið í húsinu dottið út Lþað er eiginlega glatað að vera ekki með sjónvarp, í heila viku hofum við fjölskyldan verið hér með ekkert sjónvarp, alveg nóg að horfa á samt, DVD og svona, (barnið hefur alveg fengið sinn skammt af skrípó) en það er svo fyndið að það er húsmóðirin sem saknar sjónvarpsins mest ! mér finnst glatað að hafa ekki fréttir, hvað er að ske í heiminum síðast þegar ég horfði á tv var ástandið í Georgiu ekki gott. Bretar búnir að vinna nokkur gull á Ólympíuleikunum og la la la. Hef reyndar farið á netkaffi til að svala fréttaþörfinni, veit að meirihlutinn í Rvk er breyttur og allt það, Ísland komið áfram í átta liða ...veit s.s alveg hvað er að gerast heima.....En ég sakna sjónvarpsins og þá mest á morgnana því ég vakna alltaf langt á undan hinum og fannst bara ferlega gott að kúra fyrir framan sjónvarpið....en ég las og las og las og las enn meira þegar ekkert sjónvarp var....Fann bækur í húsinu... Bíbi las ég, bók sem mig langaði ekkert að lesa en var skítsæmileg (vantaði reyndar aftur Helgu systir til að fá betri upplýsingar) og núna er lokabókin Skipið finnst hún reyndar dálítið karllæg en eitthvað spennandi er að gerast þarna ég reikna nú með að klára hana J Ég held sé sé svo komin í yndislestrar frí......sný mér að mogganum í næstu viku og svo taka skólabækurnar við !   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband