Færsluflokkur: Dægurmál

Leikhúshelgi

Fór með kallinum að sjá Fló á skinni í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið. Alveg frábær sýning, mikið hlegið og haft gaman. Mér fannst reyndar erfitt að skilja suma .... þá á ég við fyrir utan pólska manninn, thailensku konuna og holgómamanninn (hann var sérstaklega fyndin)...leikritið gekk reyndar mikið út á að misskilja þau en mér fannst stundum erfitt að heyra almennilega hvað hinir sögðu, samt sat ég á 9. bekk. Mæli með þessi stykki. Síðan á laugardaginn fór ég með alla fjölskylduna á Skilaboðaskjóðuna í Þjóðleikhúsinu, það var mjög skemmtilegt við fjölskyldan á "öllum" aldri og allir höfðu gaman að.  Stykkið kannski 15 mínútum oft langt fyrir þann yngsta en kom ekki að sök. Fyrir okkur hin var hálf skemmtunin að fylgjast með innlifun þess yngsta, hræðsla gleði, aðdáun og allt þar á milli.  Það var bara yndislegt að sjá hann, stundum þurfti hann alveg að kúra sig að pabba sínum en reyndi samt að gjóa aðeins augunum ... bara sætt Smile  Mér finnst reyndar Þjóðleikshúsið einhvernvegin betra en Borgarleikhúsið...finnst það bara meira leikhús, faglegra (þó ég hafi ekkert vit á þessu)  og leikmyndirnar eru alltaf flottar þar. Ég lifi mig alltaf meira inn í leikrit í Þjóðleikhúsinu ---

Yndislestur

Verð að segja frá einni bók sem ég las fyrir helgi.  KONA FER TIL LÆKNIS, ótrúleg bók.. ekkert sérstök framan af en seinni helmingur bókarinnar er magnaður.  Bókin er um mann sem á konu sem greinist með krabbamein og það er stórkostleg lýsing á samskiptum þeirra á banabeði konunnar. Ég var útgrátin eftir lestur bókarinnar. Mér finnst ég hafa lært af þessari bók hún er svo ótrúlega raunveruleg og gefur svo góða mynd af samskiptum fólks í skugga veikinda. Bryndís systir lánað mér þessa bók hún var svo heilluð af henni....ég skyldi það ekki í byrjun fannst eiginmaður hálf glataður, haldandi framhjá og á fyllerí í tíma og ótíma....en hann stóð sig þegar á reyndi og það á magnaðan hátt.  Ég mæli með að fólk lesi þessa bók...bara muna að hafa tissú við hendina í lokin.  

Róleg

Jæja ein búin að róa sig á æsingnum í gær.  Það er bara ágætt að fá útrás á blogginu -- þá þurfa hinir fjölskyldumeðlimirnir ekki að hlusta á þusið í manni.  Sem betur fer var ég bara ein heima í gær þegar ég fékk kastið  Tounge   Annars er bara skólinn komin á fullt og mikil stemming, skólasysturnar bara búnar að skipuleggja göngutúra og alles.  Fer í aðferðafræði á morgun, svo er bara göngutúr og eftir það textagerð, sem mér finnst lofa góðu.  Eftir að hafa lesið nokkrar greinar sem settar voru fyrir í Textagerð -- hef ég eiginlega komist að því að mitt blogg er ritað í blöndu af talmáli og ritmáli Cool  kannski þess vegna sem mér finnst svona gaman að blogga.... þarf ekki alveg að missa mig í málfræðinni og setningafræðinn og öllu þessu...get bara látið flæða ..............

Fréttir RUV

Nú er ég alveg að missa mig , Angry  20 mínútur eru nú liðnar af fréttatíma RUV og þeir hafa ekki minnst á Ljósanótt...það eru komnar fréttir af Skoppu og Skrítlu, frétt frá Hofsósi (fréttamaður sendur þangað) en þeir hafa ekki minnst á Ljósanótt, en í gær voru um 30-40þ, manns hér í Keflavík á frábærri skemmtun (það búa ekki NEMA 14þ manns hér -- svo það voru nokkrir gestir líka) Það er ótrúlegt að það koma fréttir frá öllum krummaskuðum ef einhver uppákoma er þar en þessi hátíð ekki þess verða að senda mann á staðinn eða hvað......núna horfi ég á frétt um Surtsey -- ekki tekin í dag þannig að það er ekki eins og Ljósanótt komist ekki að vegna þess að það sé svo rosalega mikið merkilegt í fréttum.  25 mínútur liðnar og frétt um Fornbíla.......þeir enda reyndar í Reykjanesbæ (bærinn nefndur allavega í fréttatímanum) og nú er komið að Íþróttafréttum ..... ER EITTVAÐ AÐ ÞARNA Á FRÉTTASTOFUNNI....ÉG BARA SPYR....ég sem vel alltaf fréttir RUV fram yfir aðrar fréttir og hélt ég fengi að sjá stemminguna í bænum á skjánum. það var stórhátið hér í Keflavík í gær þar sem fjöldi fólks skemmti sér á frábærri fjölskylduskemmtun og þeir minnast ekki enn á það.  Kannski fór skemmtunin of vel fram og lögreglan hafði ekki nógu slæmar fréttir að færa --- má ekki flytja jákvæðar góðar fréttir líka....ÉG BARA SPYR AFTUR Woundering  Okei vá þeir nefna Ljósanótt í restina --ljúka fréttunum á henni þó aðallega flugeldasýninguni eins og hún hafi verið aðalmálið alla helgina 1/2 mínútu frétt .... ég er ekki sátt GetLost

Sigga og Skessan í Keflavík

Skessan er flutt til Keflavíkur.  Þvílík snilld sem framkvæmdin hefur verið og í dag náði spennan hámarki. Er Skessan alvöru? eru hún dúkka?...Hvernig er þessi SKESSA eiginlega?  Fyrst gengu tröll að smábátahöfninni frá aðalsviðinu.  Einstaka barn fór að gráta en önnur reyndu að espa þau upp.  Síðan kölluðu allir "Skessa vaknaðu þú " og þegar allir voru búnir að gala sig hása OPNAÐIST hurðin og fólk fékk að heimsækja Skesssuna.  Húsið hennar skessu er frábært og ég ráðlegg öllum að heimsækja skessuna börnum sem fullorðnum.  Ljósanótt er að takast alveg frábærlega og ég ráðlegg öllum að skella sér í bæinn.  Ég er búin að vera í bænum í allan dag er í smá pásu (notuð til að blogga) Nú á ég von á 30-40 manns í súpu svo það er um að gera að fara að koma sér að verki.  En ég skora á alla sem lesa þetta blogg núna að skella sér á LJÓSANÓTT í kvöld.  Frábært kvöld framundan.

Ljósanótt

Var að koma af setningu Ljósanætur.  Mér finnst alveg frábært hvernig staðið er að setningunni, að fá öll grunnskólabörn saman ásamt elstu börnum á leikskólunum myndar svo mikla stemmingu.  Guðmundur var ekkert smá ánægður að Ingó skyldi spila Bahama og það er svo hátíðlegt að hlusta á fyrsta ljósalagið "Velkomin á ljósanótt". Það verður bara brjálað að gera hjá manni um helgina rosalega góð dagskrá og nóg að gera fyrir börnin --- byrjar strax í kvöld með barnaskemmtun.  Það er líka alveg yndislegt að fylgjast með bæjarlífinu núna... það er svo mikið LÍF í bænum ... í gær sá maður fullt af leikskólakrökkum ganga um bæinn, allir að  leita af skessusporum. Skessan ætlar nefnilega að flytja til okkar um helgina og það er spor eftir hana út um allan bæ. Það sló ekkert smá í gegn hjá mínum gutta í morgun þegar við komum á leikskólann að skessan var búin að skilja eftir sig nokkur fótspor þar---- þvílíkt gaman. Það er bara mikil tilhlökkun fyrir helginni og veðrið verður náttúrulega mjög gott  Wink  Bærinn lifnar allur við og það er gleði sem svífur yfir. Ég verð með súpuveislu á laugardaginn þannig að það verður líf og fjör hér heima og í bænum.  Ef þú vill skoða dagskrá LJÓSANÆTUR SMELLTU ÞÁ HÉR http://ljosanott.is/

Allir að skella sér á Ljósanótt Í Keflavík --- Smile  ÞAÐ VERÐUR HÁTÍÐ Í BÆ 


Skólinn byrjaður

Jæja nú er skólinn byrjaður.  Fyrsta vikan reyndar frekar róleg vegna stúdentadaga.  Fór í fyrsta tímann í aðferðafræði í dag, fannst ég eitthvað svo mikið í HÁSKÓLA .. þegar ég sat ásamt yfir 100 öðrum nemendum í sal í Háskólabíó.. svona sá maður einhvernvegin fyrir sér nám í háskóla stórir salir og margir nemendur.....en raunin var önnur á síðasta ári .. þó að það væru 30-40 manns í tíma þá var þetta allt eitthvað svo vinalegt.  Enda kynntist ég alveg frábærur "stelpum" sem gefa skólagöngunni svo skemmtilegan blæ Wink  Finnst mjög spennandi að byrja mitt annað ár í háskólanámi á bara góðar minningar frá síðasta vetri.  Það er alveg furðulegt hvað ég gat hitt á nám sem mér finnst skemmtilegt.. sé sko ekki eftir að hafa valið Bókasafns- og upplýsingafræði.  Þegar val mitt í fyrra stóð á milli þess að fara í viðskiptafræði eða b&g þá var ekki vafi i minum huga hvað skyldi velja og ég er svo ánægð að hafa valið rétt.  Sé  fram á brjálaða vinnu í vetur í skólanum og er líka búin að skrá mig á námskeið hjá Miðstöð símenntur í skapandi skrifum hjá Þorvaldi Þorsteinssyn og hlakka mikið til þess. 

Íslendingur

þjóðarstoltið var mikið þegar tekið var á móti landsliðinu í dag.  Þetta var svo íslensk stund, maður var þvílíkt stoltur af því að vera íslendingur og stoltur af liðinu. Ég hugsaði til Gumma frænda sá hefði verið stoltur af syninum. Mér fannst þessi stund alveg frábær -- þarna voru íslendingar að fagna, þjóðarstoltið sveif yfir ..... það var gott að vera íslendingur í dag Smile Til að setja punktinn yfir i-ið þá hljómaði lagið ÍSLAND ER LAND MITT í útvarpinu þegar ég settist í bílinn....maður fékk nú bara tár í augun yfir því að vera íslendingur....ótrúlega góð tilfinning.


Gláp

Horfði á myndina Death at a Funeral á Spáni, var fyrir smá vonbrigðum --- var kannski búin að gera mér miklar væntingar, ekki alveg sammála Maríu og Sólveig þar...fannst þetta bara ekki mikið fyndið. Horfði líka á Juno, bara alveg ágætismynd.  Over her dead body var ein mynd sem ég horfði á, fín mynd......En við fjölskyldan horfðum saman á Lassý mynd og guð minn góður það var 10 tissúa mynd, við öll grenjandi Crying 5 ára, 16 ára 42. ára ... nema bóndinn hann felldi ekki tár yfir Lassý...

Er núna á horfa á Notthing Hill..datt inn á hana á einhverri stöðinni.. og hún er frábær, hrein snilld....eina myndin sem ég get horft á aftur og aftur- I am also just a girl stending in front of a boy asking him to love me -- snilldar setning.....Er annars farin að fá smá löngun í meiri þætti af Greys, Bræður og systur ofl.

Nú er bara spurning hvort maður fari að taka á móti silfurhöfunum á morgun gæti verið gaman (vona bara að forsetahjónin séu enn erlendis)


Samantekt !

jæja búin að setja inn bloggfærslurnar sem ég skrifaði á Spáni...en var ekki nettengd..Bara smá framhald af þeim þá get ég upplýst að bóndinn var jafn hrifinn af Marley og ég...og ég ! Hann var meira að segja að spara hana til að geta verið lengur með hana, smá skrítin. Woundering 

Ég flaug heim frá Spáni í gærkveldi með Iceland express og er ekki jafn hrifin og ég var þegar ég fór út...ég var bara skíthrædd í þessari vél ... rosa læti og bara maður var bara með einhver ónot.. en við komumst heil á höldnu heim..sem betur fer vissi ég ekki af flugslysinu í Madríd þegar ég lagði af stað hefði verið ennþá stressaðri.....en verð að segja að ég kysi Icelandair frekar ..... eitthvað svo íslenskt Woundering ein smá klikkuð en svona er þetta bara.  Verð örugglega búin að skipta um skoðun næst þegar ég ætla að ferðast...(held ég hafi nú bara verið óþarfa stressuð í gær, sérstaklega eftir að kallinn sagði "þetta er nú algjört dót þessi vél " ENNNN..spurning hvað maður velur næst....maður horfir bara á verðið er það ekki ?

er búin með hálfa bókina, Skipið og eins og ég nefndi finnst mér hún frekar karllæg og eftir því sem ég les meira er hún enn meira karllæg, ljósvélar, skíta og eitthvað sem mér finnst ekki spennandi, en ég held ég verði að klára hana, vantar að vita hvað GERIST......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband