Leikhúshelgi

Fór með kallinum að sjá Fló á skinni í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið. Alveg frábær sýning, mikið hlegið og haft gaman. Mér fannst reyndar erfitt að skilja suma .... þá á ég við fyrir utan pólska manninn, thailensku konuna og holgómamanninn (hann var sérstaklega fyndin)...leikritið gekk reyndar mikið út á að misskilja þau en mér fannst stundum erfitt að heyra almennilega hvað hinir sögðu, samt sat ég á 9. bekk. Mæli með þessi stykki. Síðan á laugardaginn fór ég með alla fjölskylduna á Skilaboðaskjóðuna í Þjóðleikhúsinu, það var mjög skemmtilegt við fjölskyldan á "öllum" aldri og allir höfðu gaman að.  Stykkið kannski 15 mínútum oft langt fyrir þann yngsta en kom ekki að sök. Fyrir okkur hin var hálf skemmtunin að fylgjast með innlifun þess yngsta, hræðsla gleði, aðdáun og allt þar á milli.  Það var bara yndislegt að sjá hann, stundum þurfti hann alveg að kúra sig að pabba sínum en reyndi samt að gjóa aðeins augunum ... bara sætt Smile  Mér finnst reyndar Þjóðleikshúsið einhvernvegin betra en Borgarleikhúsið...finnst það bara meira leikhús, faglegra (þó ég hafi ekkert vit á þessu)  og leikmyndirnar eru alltaf flottar þar. Ég lifi mig alltaf meira inn í leikrit í Þjóðleikhúsinu ---

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband