Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Íslendingur
28.8.2008 | 00:42
þjóðarstoltið var mikið þegar tekið var á móti landsliðinu í dag. Þetta var svo íslensk stund, maður var þvílíkt stoltur af því að vera íslendingur og stoltur af liðinu. Ég hugsaði til Gumma frænda sá hefði verið stoltur af syninum. Mér fannst þessi stund alveg frábær -- þarna voru íslendingar að fagna, þjóðarstoltið sveif yfir ..... það var gott að vera íslendingur í dag Til að setja punktinn yfir i-ið þá hljómaði lagið ÍSLAND ER LAND MITT í útvarpinu þegar ég settist í bílinn....maður fékk nú bara tár í augun yfir því að vera íslendingur....ótrúlega góð tilfinning.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gláp
26.8.2008 | 22:07
Horfði á myndina Death at a Funeral á Spáni, var fyrir smá vonbrigðum --- var kannski búin að gera mér miklar væntingar, ekki alveg sammála Maríu og Sólveig þar...fannst þetta bara ekki mikið fyndið. Horfði líka á Juno, bara alveg ágætismynd. Over her dead body var ein mynd sem ég horfði á, fín mynd......En við fjölskyldan horfðum saman á Lassý mynd og guð minn góður það var 10 tissúa mynd, við öll grenjandi 5 ára, 16 ára 42. ára ... nema bóndinn hann felldi ekki tár yfir Lassý...
Er núna á horfa á Notthing Hill..datt inn á hana á einhverri stöðinni.. og hún er frábær, hrein snilld....eina myndin sem ég get horft á aftur og aftur- I am also just a girl stending in front of a boy asking him to love me -- snilldar setning.....Er annars farin að fá smá löngun í meiri þætti af Greys, Bræður og systur ofl.
Nú er bara spurning hvort maður fari að taka á móti silfurhöfunum á morgun gæti verið gaman (vona bara að forsetahjónin séu enn erlendis)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samantekt !
21.8.2008 | 18:06
jæja búin að setja inn bloggfærslurnar sem ég skrifaði á Spáni...en var ekki nettengd..Bara smá framhald af þeim þá get ég upplýst að bóndinn var jafn hrifinn af Marley og ég...og ég ! Hann var meira að segja að spara hana til að geta verið lengur með hana, smá skrítin.
Ég flaug heim frá Spáni í gærkveldi með Iceland express og er ekki jafn hrifin og ég var þegar ég fór út...ég var bara skíthrædd í þessari vél ... rosa læti og bara maður var bara með einhver ónot.. en við komumst heil á höldnu heim..sem betur fer vissi ég ekki af flugslysinu í Madríd þegar ég lagði af stað hefði verið ennþá stressaðri.....en verð að segja að ég kysi Icelandair frekar ..... eitthvað svo íslenskt ein smá klikkuð en svona er þetta bara. Verð örugglega búin að skipta um skoðun næst þegar ég ætla að ferðast...(held ég hafi nú bara verið óþarfa stressuð í gær, sérstaklega eftir að kallinn sagði "þetta er nú algjört dót þessi vél " ENNNN..spurning hvað maður velur næst....maður horfir bara á verðið er það ekki ?
er búin með hálfa bókina, Skipið og eins og ég nefndi finnst mér hún frekar karllæg og eftir því sem ég les meira er hún enn meira karllæg, ljósvélar, skíta og eitthvað sem mér finnst ekki spennandi, en ég held ég verði að klára hana, vantar að vita hvað GERIST......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og enn meiri Yndislestur
21.8.2008 | 17:53
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sumafríið er búið
21.8.2008 | 17:52
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sólarsæla
21.8.2008 | 17:51
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yndislestur
21.8.2008 | 17:50
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þroski
21.8.2008 | 17:48
Ég tel að ég hafi gengið í gegnum nokkur þroskaskeið í lífinu. Að eignast barn gefur manni vissan þroska hvert barn auðgar líf manns og þroski manns verður meiri og víðar. Fyrsta barn, annað barn og þriðja öll hafa þau, hvert á sinn hátt gefið mér aukið þroska . Að eiga börn á hinum ýmsu þroskastigum að eiga og alla upp barn, næstum því ungling, ungling, næstum því fullorðin, fullorðin allt þroskandi á vissan hátt. Við lát pabba kom annað þroskastig, ég 21 árs hann 57 ára það reyndi mikið á og færði mér aukinn þroska. Við lát mömmu, ég 39 ára -- eldri og reyndar en þegar pabbi lést, -- hún 74 það var lífsreynsla sem tók mikið á og markar sín spor í líf mitt .. en skilaði auknum þroska. Að vera gift í yfir 20 ár er þroski sem er í þróun alla daga hvunndags sem og aðra. Að eiga hund er þroskandi þó skrýtið sé J. Þessi þroskastig eins ólík og þau eru þær systur gleði og sorg, áskorun og auðmýkt,ást og hamingja, hafa hver á sinn hátt gefið mér meiri þroska og gert mig, að ég tel, að betri manneskju, skilningsríkari og umburðalyndari. Að þekkja sjálfan sig er mikilvægt, að gera sér grein fyrir kostum sínum og göllum hvers vænst er að lífinu er kúnst sem aukin þroski gefur manni auðveldara að höndla.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flug
21.8.2008 | 17:45
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Marley og ég
21.8.2008 | 17:18
Fyrsta bókin sem ég las í sumarfríinu mínu á Spáni var Marley og ég, ótrúleg bók. Keypti hana sem gjöf til bóndans en stalst til að lesa hana áður en ég færi honum gjöfina! Það er eins og þessi bók hafi verið skrifuð fyrir mig....já hundaeigandann mig..... Ég byrjaði á bókinni í flugvélinni á leið til Spánar og það sem ég hló... je minn sumt var eins og skrifað um reynslu okkar fjölskyldunnar að fá Tenor.....og þegar ég lauk bókinni var tár á hvarmi ...... ég mæli með þessar bók ... fyrir dýrafólk allavega (humm,, ég allt í einu farin að samnefna mig við dýrafólk,, á dauðan mínum átti ég frekan von !!... ég er ekki viss um að mér hefði fundist hún svona góð ÁÐUR FYRR þegar geðklofa Guðrún var ekki búin að samþykkja hund á heimilið..... FYRIR GEÐKLOFAN gat ég bara ekki skilið tengsl manns og hunds en núna skil ég það þó að ég sé enn ekki komin með hundagenin alveg inn, finnst enn ógeðslegt slefið og kúkurinn og allt það þá hef ég öðlast þann þroska að SKYLJA þetta ! smá húrra fyrir mér. Hlakka til að gefa bóndanum bókina þegar hann kemur í sæluna á Spáni --- ætli honum finnist hún eins fyndin og sorglega og mér ?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)