Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Reiprennandi

Þetta fékk ég að vita í síðasta saumó.......Maður segir

"Hann talar ensku alveg reiprennandi" en ekki

"hann talar ensku alveg reiðbrennandi" og ég hef sagt þetta svona í tugi ára LoL 

og veit um fleiri Tounge Æ Æ


Skrattinn

Finnst ótrúlega fyndið að ég hef alltaf haldið að orðatiltækið Skrattinn úr sauðaleggnum væri Skrattinn úr sauðalæknum Woundering .  Mikið finnst mér gott vita að maður segir "Skrattinn úr sauðaleggnum". Þetta lærði ég í gær ásamt ýmsu öðru um íslensk mál, þegar ég var að lesa fyrir skólann.  Alltaf gott að velta fyrir sér tungunni, það þarf að gera íslenskir tungu mjög hátt undir höfði nú á tímum. Mér finnst alveg ótrúlega gaman að lesa sumar bækur sem settar eru fyrir í textagerð, maður áttar sig oft ekki á hvað tungumálið okkar er magnað.

Samdráttur

Mér finnst orðum ofaukið að tala um kreppu í dag. Ástandið er ekki gott, en það er ekki hungursneið né örbrigði - það er samdráttur --  Ég geri mér grein fyrir að margir eiga um sárt að binda núna og vona að fólk geti horft fram á veginn. Það sem mér finnst þetta kenna mér er að ég mun áfram og enn frekar spila hlutina án mikillar áhættu. Þetta var ágætisskellur fyrir okkur, of stór og of mikill, ekki hægt að neita því, en ég held að til lengri tíma litið áttum við okkur á að allt er gott í hófi . Nytsemi foreldar okkar afa og ömmu var ekki níska heldur útsjónarsemi og ekki síst skynsemi. Hjá sjálfri mér finn ég strax að hugsunarhátturinn hefur breyst, núna hugsar ég á öðrum nótum. Maður hendir minna og nýtir hlutina betur.  Það var nú næstum því orðið þannig að maður keypti t.d bara nýtt grill ef maður nennti ekki að þrífa hitt(nb. næstum því FootinMouth ) ......Núna myndi það ekki hvarfla að mér....nú nýti ég hlutina ! Woundering Það er alltaf gott að vera í smá Pollýönnuleik, hlutirnir gætu verið verri og það eru bjartir tímar framundan. 

 


Snilld

Tvær góðar setningar sem ég hef mikið dálæti á

ÞAÐ ER LÚXUS AÐ VERA RÉTT SKILIN  -- þessi á vel við í dag !

MATVENDI ER GÓÐUR MATARSMEKKUR  -- þessi á alltaf vel við  Tounge

 

 


Regnbogabörn - einelti

 

 

Á heimasíðu Regnbogabarna kemur eftirfarandi fram um einelti

 http://www.regnbogaborn.is/?i=28

.: Hvað er einelti :.

“Einelti er skilgreint sem  endurtekin eða viðstöðulaust áreyti/ valdbeiting, munnleg,  sálfræðileg eða líkamleg, framkvæmdar af einstaklingi eða hóp einstaklinga sem beita sér gegn annarri manneskju eða hóp einstaklinga gegn þeirra vilja.”

Dan Olweus skilgreinir einelti þannig að  það sé einstaklingur sem lendir reglulega og yfir ákveðið tímabil í neikvæðu áreiti af hendi eins eða fleiri.?Roland telur einelti vera langa og kerfisbundna notkun ofbeldis, andlegs eða líkamlegs, gagnvart einstaklingi sem ekki getur varið sig í aðstæðunum. Bjorkquist og fleiri segja einelti vera ákveðna tegund ýgi/árásargirni sem sé í raun félagsleg.?

Pikas heldur því fram að nauðsynlegt viðmið til að meta einelti sé að það sé neikvæð hegðun frá tveimur eða fleiri einstaklingum gagnvart einum einstaklingi eða hópi. ?

Besag segir að í Bretlandi sé það talið einelti þegar einn einstaklingur ræðst á einhvern hátt gegn einum einstaklingi, hópi eða hópur ræðst gegn hópi eða hópur gegn einstaklingi.

 


Er þetta ekki farið að vera einelti

Mér finnst með ólíkindum hvað fólk getur gert mikla aðför að einum manni.  Hvernig getur Davíð Oddsson átti, einn maður, að bera slíka ábyrg..Skil ekki að þetta fólk sem stóð fyrir mótmælum á Austurvelli skuli ekki kalla aðra í Seðlabankanum til ábyrgðar líka (ef þeir vilja kenna Davíð um þetta allt þar sem hann er Seðlabankastjóri) þetta fólk hlýtur þá að líta á hina tvo Seðlabankastjórana sem algjörlega vanhæfa menn og alla ráðgjafa Seðlabankans líka. Eða heldur fólk virkilega að Davíð sé einn í bankanum, hættið þið nú alveg það vinna fleiri þar og ábyrgðina er ekki hægt að setja á einn mann. Mér finnst þetta ljót aðför að merkum manni sem stjórnaði landinu til fjölda ára með sóma. Spurning hve margir mundu mæta á útifund til stuðnings honum ?

Skyldusparnaður

Ég legg til að það verði aftur tekin upp skyldusparnaður. Skil ekki hvers vegna hann var tekin af, veit um marga á mínum aldri sem notuðu skyldusparnaðinn sem innborgun á fyrstu íbúðina. Í dag væri þetta öruggur peningur, geymdur hjá ríkinu !!....það væri ekki búið að sóa þeim í útlöndum.  Ég sem foreldri tveggja ungmenna væri mjög hlynnt því að skyldusparnaðurinn væri tekin upp, þó að maður sé að reyna að láta þau spara,  sem hefur svo sem tekist ágætlega þá væri gott að þau ættu skyldusparnað sem erfiðara væri að nálgast (og þau fengu ekki leyfi mömmu til að taka hann út fyrr en síðar Tounge  ) . En að öðru, ég er ekki alveg viss um að við eigum að leita til alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ég vill alls ekki að við missum neitt vald til þeirra...þurfum að fá lán á okkar forsendum Woundering ...ef einhvertímann hefur verið mikilvægt að vera sjálfstæð þá er það núna. Við getum leyst þetta mál en megum ekki ana út í neitt. Annars hef ég nú reynt að vera ekki velta mér mikið upp úr fréttum núna, þær eru nú frekar niðurdrepandi, en fylgist samt ágætlega með ætla bara ekki að missa mig yfir þessu, en ég er samt komin á það niðurstöðu að það þarf að komast að því hvað mennirnir gerðu við peningana og hvar eru þeir núna....ég bara spyr......Spaugsdofann var góð  í gær sérstaklega þegar þeir tóku fyrir hræðsluáróður Bónusmanna. Það er ekki óeðlilegt að það verði minna vöruframboð hér á næstu misserum en það er óþarfi að reyna að spila á fólk.

Kastljós II

Steingrímur var ekki með neina lausn á málunum í Kastljósinu áðan, nema reka alla. Ég get nú ekki séð að það sé góð lausn, trúi ekki að allir.. já bara allir séu vanhæfir, finnst Steingrími reynslan ekkert mikilvæg, ég bara spyr.. Ég er nú ekki hrifin af VG en ég held samt að þeir væru betri með Dinu en Sið. Ég er nú ekkert smá hneyksluð á starfandi utanríkisráðherra að haga sér eins og óþroskaður unglingur þegar hann sendi puttann í sjónvarpinu. Ég held að ráðamenn verði að haga sér að skynsemi og að ábyrgð. Ég finn til með bankamönnunum sem eru að missa vinnuna, vona bara að það verði ekki mikið um að fólk missi vinnuna -- það er slæmt. En endilega reynum að vera bjartsýn, það birtir upp ---- gæti tekið smá tíma en ég trúi að það verði góðir tímar í náinni framtíð. Wink

Kastljós

Davíð er alltaf góður, hann útskýrir hlutina á mannamáli. Hann er góður.....Samlíking hans með slökkviliðið var góð.  Ég hef alltaf sagt að fólk ætti að fara rólega í erlendu lánin og útrásina ..... en hver hlustaði á mig. GetLost  Okkar eigin gjaldmiðill er málið, guð minn góður hvað ég er sammála honum Smile  loksins er einhver sammála mér ! Hann er minn maður.

Dauðinn

Dauðinn er allra hann er hvíld

Hann er líkn þeirra sem þjást

Dauðinn er áfall fyrir þá sem sitja eftir

Hann brýtur hjörtu og særir sálir

Dauðinn er  ljós

Ljósið er okkar allra það birtist þegar tíminn er komin 

 gg

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband