Er þetta ekki farið að vera einelti

Mér finnst með ólíkindum hvað fólk getur gert mikla aðför að einum manni.  Hvernig getur Davíð Oddsson átti, einn maður, að bera slíka ábyrg..Skil ekki að þetta fólk sem stóð fyrir mótmælum á Austurvelli skuli ekki kalla aðra í Seðlabankanum til ábyrgðar líka (ef þeir vilja kenna Davíð um þetta allt þar sem hann er Seðlabankastjóri) þetta fólk hlýtur þá að líta á hina tvo Seðlabankastjórana sem algjörlega vanhæfa menn og alla ráðgjafa Seðlabankans líka. Eða heldur fólk virkilega að Davíð sé einn í bankanum, hættið þið nú alveg það vinna fleiri þar og ábyrgðina er ekki hægt að setja á einn mann. Mér finnst þetta ljót aðför að merkum manni sem stjórnaði landinu til fjölda ára með sóma. Spurning hve margir mundu mæta á útifund til stuðnings honum ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband