Færsluflokkur: Dægurmál
Hundalíf
18.7.2008 | 18:23
Eins og ég hef áður lýst þá var ég með geðklofa fyrir ca. ári síðan og lét eftir að það kæmi hundur á heimilið. Þetta var svona bráða geðklofi sem kom yfir mig í eitt sinn og hefur ekki látið á sér kræla síðar. Ég mundi aldrei fá mér hund og ráðlegg engum að fá sér hund !..En ég sit uppi með hundinn, Tenor næstu ca. 15 árin Fyrst var þetta lítill sætur hvolpur en svo stækkaði hann og stækkaði og stækkaði og stækkaði og nú er hann stór ! Það verður að viðurkennast að það að hafa hund á heimilinu hefur margt jákvætt í för með sér. Samband Tenors og Guðmundar er alveg yndislegt -- þeir eru bestur vinir -- Útivera fjölskyldunnnar hefur aukist til muna og hundurinn bara auðgar líf fjölskyldumeðlima (kannski minnst mín...en samt
) En i dag þurfti ég að fara með Tenor til dýralæknis...sem er ekki eitt af mínum verkum með hundinn... en þar sem allir aðrir voru að vinna "neyddist" ég til að fara með hann. Hundurinn er búin að vekja mig upp síðastliðnar nætur þar sem hann er alltaf að hrista sig og skv. hundabókum er það merki um að eitthvað sé að angra hundinn og einhver ólykt hefur verið af honum síðustu daga (búið að baða hann tvisvar !) og í morgun var svæsin lykt úr eyrunum á honum. En ég gat ekki annað en hugsað um hvar hin Guðrún..þessi sem kom fram þarna í geðklofakastinu væri .... þegar ég var með þennan stóra hund upp á borði hjá dýralækninum haldandi um kjaftinn á honum svo hann hreyfði sig ekki ... n.b. ég sem er sko hrædd við hunda... já það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir að eiga hund þá hefur það ekki breyst að ég er hrædd við hunda, þó ég geti betur höndlað það núna....Ég hristi nú bara hausinn inn í mér þegar ég stóð þarna haldandi um kjaftinn á honum, tala blíðlega til hans og láta hann vera kyrran, hrósandi honum þegar læknirinn var búinn að skoða og hugsaði hver hefði trúað því að ég væri í þessum sporum..... ENGINN sem þekkir mig
.....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sumarið -- sjónvarpsgláp -- yndislestur
1.7.2008 | 14:47



Þriðja táknið, eftir Yrsu Sigurðardóttur...Fín bók og fær mann alveg til að langa að lesa fleiri bækur höfundar, en ég nennti nú ekki alveg að setja mig inn í alla dularfullu galdrana í bókinni .. fannst ég hefði þurft að flétta fram og til baka í bókinni til að vera með allt galdradótið á hreinu..en held að það hafi ekki komið að sök að vera ekki algjörlega með galdrasöguna á hreinu.. held samt að þeir sem viti mikið um slík mál hafi meira gaman að bókinni...en bókin ágætis afþreying...og ég er komin með næstu tvær bækurnar hennar Yrsu á náttborðið hjá mér. Enda lesið meira fyrir svefninn núna þar sem fjarstýringin á sjónvarpinu er biluð !
Ísprinsessan, eftir Camilla Läckberg..ágætis bók, fannst reyndar dálitið erfitt að byrja á henni, fannst hún ekkert spennandi fyrst en síðan er söguþráðurinn bara alveg ágætur. Finnst reyndar erfitt að átta mig að staðarháttum í bókinni, smá ruglingslegt en kemur svo sem ekki að sök. Ágætis afþreying.Sjortarinn eftir James Patterson.. la la bók einföld en söguþráðurinn kemur stöðugt á óvart. Alkemistinn eftir Palo Coelho.. Ótrúlega spes bók, hefði örugglega hætt við hana ef hefði ekki verið fyrir að ég var í útlöndum og hafði ekki aðra bók að lesa (búin með tvær að þremur sem ég fór með) . En lesturinn varð meira og meira áhugaverður og margar stórgóðar hnitmiðaðar setningar og sagan bara einstök og kemur á óvart, en samt ekki þar --- kjarninn er að fylgja hjartanu. Bara mjög góð bók öðruvísi en góð. úr bókinni "Þegar einhver tekur ákvörðun er hann í rauninni að stinga sér á kaf í voldugan straumflaum, sem ber mann á stað sem hann hefur aldrei dreymt á ákvörðunarstundinni "Svo má ekki gleyma að ég búin að lesa Emil, Línu, Einar Áskel og fullt að bókum eftir Astrid Lindgren. Við Guðmundur vorum alveg með sögupersónur Astrid á hreinu þegar við heimsóttum SvíþjóðDægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Klikkað fólk sem öskrar í Tívolí
30.6.2008 | 18:47

Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stokkhólmur fögur borg
30.6.2008 | 15:58
Fór til Stokkhólms í síðustu viku. Mjög falleg borg en miðað við gengið í dag er dýrt að vera þar. Þar sem við Guðmundur þurftum að eyða miklum tíma saman á meðan pabbi var að vinna þá var áherslan lögð á "barnastaði". Fórum í Junibacken frábær staður þar sem Lína, Emil, Kalli á Þakinu og fleiri sögupersónur Astrid Lindgren vakna til lífsins. Frábært fyrir krakkana að geta kannað Sjónarhól, mátað fötin hennar Línu, séð rúmið hennar og bara lifað sig inn í ævintýrið. Mér fannst ekki síður skemmtilegt þarna en Guðmundi, fannst æðislegt að fara í ævintýralestina og það var bara flott að fá ævintýrin sem maður las sem barn svona sjónrænt. Guðmundur var heppinn að fá flotta ferð í Tívoli í Gröna Lund -- mamma hans er ekki mikið fyrir tækin í tívolí -- en þar sem frændfólk var með í för .. sem fór með hann í ÖLL tækin (sem hann mátti fara í) þá fékk hann ekkert smá mikið út úr þessari ferð.....brosti hringinn þegar gengið var út eftir langan dag í Tívoli með þann stærsta candy floss sem hann hefur fengið. Fórum líka í tæknisafnið Guðmundi fannst það jafn rosalega skemmtilegt og mömmu hans fannst það leiðinlegt....en hvað gerir maður ekki fyrir börnin..... En gangan að safninu var æði, þvílík og önnur eins fegurð .... náttúran og sköpunin upp á sitt besta. Á heildina litið var ferðin alveg frábær, fengum góðar móttökur hjá frændfólki í Sverige og ég mun örugglega heimsækja þessa fögru borg síðar ------------ þegar gengið lækkar !!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Prins og prinsessa
7.5.2008 | 22:34

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vorið er komið
20.4.2008 | 21:38
Vorið er komið og sumardagurinn fyrsti er í næstu viku. Það er ótrúlegt hvað átta stigi hiti og lítið rok gefur manni mikla orku. Um leið og hitastigið fer yfir fimm gráður er maður bara komin í opna skó og á stuttermabolinn -- Það er bara vonandi að þessi góða byrjun á vorinu sé að leggja línurnar fyrir sumarið. Eftir þennan langa vetur hljótum við að eiga inni gott sumar -- ég ákvað að taka vetrinum á jákvæðu nótunum en guð hvað hann var langur, ég hélt að það ætlaði aldrei að hætta að snjóa en ég skrifa og trúi að ég sjái ekki meiri sjó í vetur --- nema ég skreppi á skíði --- veit samt ekki hvort ég þori því eftir að hafa meitt mig á þumalputtanum í síðustu skíðaferð.... er enn að eiga við þau meiðsli...og ég komst að því að það er eiginlega allt sem maður gerir gert með þumlinum ótrúlegt hvað þessi putti er mikilvægur....en vonandi fer hann að komast í lag. En það er svo skrýtið að þó að það sé enn hægt að fara á skíði þá er löngunin einhver vegin farin -- það má segja að þegar búið er að taka hjólið út og vorfílingurinn komin þá langar manni ekki á skíði, sem er kannski glatað því núna er örugglega æði að fara á skíði, kannski bara hlýtt og sól. Síðan er það bara að muna eftir skrúðgöngunni á sumardaginn fyrsta þann 24. apríl-- það er svo íslenskt --- sama hvernig viðrar þá fögnum við sumri... allir að mæta í skrúðgöngu !
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sagan
5.1.2008 | 16:48
Mér finnst Bessastaðir algjörlega æðislegur staður. Húsið er með svo mikla sögu..það er eins og sagan umleiki mann þegar maður er staddur þar og manni langar bara að fara aftur í tímann. Mér finnst húsgögnin æðisleg, og motturnar --svo notaðar-- ...margt gamalt sem sést á , en mér finnst frábært að það sé haldið í það.....Að motturnar séu trosnaðar á endunum gefur húsinu svo mikið líf...maður sér að það hefur verið og er líf í húsinu......Mér finnst að það mætti byggja annað hús í sama stíl við þau sem fyrir eru...með stórum sal....þar væri hægt að hafa allskonar samkomur og jafnvel taka á móti skólahópum og gera sögunni okkar hátt undir höfði ...Það er mikilvægt að halda í söguna ----
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt ár !
1.1.2008 | 20:15
Ég tek á móti nýju ári með tilhlökkun og vona að það verði gott. Gamlárskvöld var skemmtilegt, mikið borðað, spilað og sprengt. Ég keypti partý og co spilið á gamlársdagsmorgun, fékk síðast spilið í Hagkaup, og það stóð vel undir væntingum. Skemmtilegt spil og sérstaklega skemmtilegar spurningarnar um hve vel þekkir þú spilafélaga þína, það kom í ljós að maður þekkir sitt fólk
Mér fannst áramótaskaupið ágætt, grenjaði úr hlátri að einu atriðið, þegar Jón Gnarr kom í Stundina okkar og reyndi að eyðileggja veður Selin til að bjarga geðheilsu barna sinna --margir sem föttuðu ekki um hvað málið snérist -- en þessi Veður selur er alveg ferlega leiðinlegur, fæ alveg grænar þegar hann kemur í Stundina.
Ég horfði á Næturvaktina í jólafríinu (er ekki enn búin að gera allt hitt sem ég ætlaði mér í jólafríinu t.d að læra á Mind Manager og sortera skóladót ) Hélt fyrst þegar ég byrjaði að horfa á Næturvaktina, að ég væri bara alveg húmorslaus, fannst þetta bara ekkert fyndið (og allir að tala um hvað þetta væru fyndnir þættir ) En þegar ég var búin að horfa á alla tólf þættina var ég búin að grenja úr hlátri nokkrum sinnum.....mjög góðir þættir
.....held samt að þeir hefði verið betri ef einhver annar hefði leikið persónuna sem Jón Gnarr leikur...Jón dálítið ofnotaður þetta árið...
Búin að hlusta á bókina A Thousand splendid Suns, frábær..... og nú byrja ég á næstu bók..spurning hvað verður fyrir valinu !
Og nú eru bara tvö jólaboð eftir...Bessastaðir og Njarðvík......
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólalestur
27.12.2007 | 22:58
Las bók Arnaldar, Harðskafi um jólin, fín bók. Mér fannst samt fyndið hvað Erlendur er allt í einu orðin betri maður.....ekki eins truntulegur....passar betur fyrir Ingvar núna! ...Arnaldur kannski ekki alveg trúr sjálfur sem þarna...breytir Erlendi til að fitta betur í bíó....
Er núna að hlusta á hljóðbók A Thousand Splendid Suns(þúsund bjartar sólir) eftir Khaled Hosseini...frábært að hlusta á bókina..hún er góð og mér liggur eiginlega á að klára hana til að vita hvernig allt fer! Ég Hlusta á hana í bílnum og svo er ég búin að setja hana inn á ipodin get bara legið í rúminu, slakað á og hlusta á góða bók, þreytist ekkert í höndunum!....
Ég las flugdrekahlauparann eftir sama höfund og hún var frábær..mæli með þessum bókum.
Ég pantaði hljóðbókina á Amazon og á eftir að gera meira af því ........ þvílík snilld að geta hlustað bara á bók á meðan maður keyrir í bæinn.....óskaði þess í dag þegar ég fór í bæinn að ferðin tæki lengri tíma ----bókin var svo spennandi.!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvít jól
25.12.2007 | 20:03
Jólin eru yndislegur tími.....ég fór í kirkju á aðfangadag í fyrsta skipti. Ég fór með Guðmund í barnamessu klukkan fjögur. - frábær tímasetning fyrir börnin.....Þetta var yndisleg stund og ég vona bara að það verði árlegt í kirkjunni minni.....barnamessa klukkan fjögur...ég mun mæta....(hlýt að geta fundið eitthvað BARN til að fara með, þegar mín verða öll orðin fullorðin)
Það var æðislegt að fá snjó á aðfangadag, og ekki var verra þegar snjóaði enn meira á jóladag. Guðmundur var vaknaður snemma á jóladagsmorgun og við vorum komin út í snjóinn um ellefu -- með nýja stýrissleðann.....við vorum ein í brekkunni -- fólk ekki á ferli svona snemma....ég held ég hafi séð þrjá bíla, einn mann að hlaupa, einn úti að ganga með hundinn sinni og hjón í göngutúr.
Ég vona bara að fólk njóti hátíðarinnar og eigi góðar stundir. GLEÐILEG JÓL........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)