Færsluflokkur: Dægurmál
Vá loksins
31.1.2009 | 21:32
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Snjóþota og hjól
29.1.2009 | 23:47
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hvað er í gangi....
26.1.2009 | 16:00
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gleraugnaglámur EÐA ekki : )
18.1.2009 | 18:00
Ég hef þurft að nota gleraugu í 30 ár. Byrjað bara rólega á unglingsárunum, svona þegar ég fór í bíó setti ég upp gleraugun og notaði þau líka í skólanum en þurfti ekki að ganga með þau. En það breyttist fljótlega og áður en ég vissi af var ég farin að ganga með gleraugu alla daga. Hef lítið getað notað linsur svo ég er búin að vera með eitthvað á nefinu í ...vá ég veit ekki hvað mörg ár...Ég hef ekki haft neina löngun til að fara í laseraðgerð, hef þekkt nokkra sem hafa gert það með misjöfnum árangri og misjafnri upplifun. Auðvitað hef ég hugaðu um að fara en fannst ekki þess virði að fara í slíka aðgerð og taka einhver séns með augun í mér. Var alveg viss um að ef ég færi mundi aðgerðin misheppnast En svo kom að því að ég fékk bara ógeð af gleraugunum mínum, fannst ég alltaf þurfa að vera að pússa þau og þau pirruðu mig bara stundum alveg glatað að lesa upp í rúmi með gleraugu - Og ég fór að hugsa málið og horfa á hlutina á annað hátt og ákvað að fara allavega í skoðun og athuga hvort ég gæti farið í aðgerð. Var svona frekar á því að ég væri örugglega ekki kandídat. Þegar ég hringdi og pantað tíma hélt ég að það væri nokkurra mánaða bið og ég fengi tíma til að melta ákvörðunina, en nei ég gat bara komið í viðtal nokkrum dögum síðar og í aðgerðina í vikunni á eftir . Ég fékk smá sjokk, vá ég ætla kannski ekkert í aðgerð var bara að pæla.....En ég fór sem sagt í viðtal og eftir það var ég ekki í vafa ég ætlaði í aðgerð. Í aðgerðina fór ég síðan á föstudaginn og get ekki annað sagt en að þetta er algjör snilld, já bara snilld Ég er gleraugnalaus sé allt, sé nýja sýn á sjálfri mér þarf að venjast henni - og ég er frjáls -- það er nefnilega ótrúlegt óöryggi sem maður upplifur þegar maður sér illa og finnur ekki gleraugun sín ! Ég er reyndar enn að ýta gleraugunum upp á nefið rek bara puttann í nebbann í staðinn, ég hef ætlað að grípa í gleraugun á morgnanna og taka þau niður þegar ég fer að sofa, en gríp í tómt Ég sé ekki alveg eins og áður með gleraugunum ekki verr heldur bara aðeins öðruvísi, sérstaklega frá mér, og það eru bara komnir tveir dagar síðan aðgerðin var gerð og augun enn að jafna sig. Mín upplifun af þessu er enn sterkari en ég hélt og enn sterkari en mér fannst aðrir lýsa þessu fyrir mér....mér finnst þetta einfaldlega snilld, að hægt sé að laga augun í manni í smá aðgerð sem tók innan við klukkutíma bara Geðveikt.....hefði átt að vera búin að þessu miklu fyrr...........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2008
31.12.2008 | 15:55
Nú árið er á enda
árið sem breytti framhaldinu
Nýja árið gengur í garð
og framhaldið er óljóst
gg
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lestur
28.12.2008 | 13:27
Dægurmál | Breytt 29.12.2008 kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kirkjuferð
24.12.2008 | 17:45
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þurrausa
8.12.2008 | 21:24
Ég var í stóru prófi í skólanum í dag öðru prófinu mínu af þremur. Það er svo ótrúlegt hvað maður er þreyttur eftir svona próf, maður er alveg bara þurrausa. Maður er þreyttur í heilanum. Heilinn komin á yfirsnúning alveg yfirfullur af vitneskju sem er síðan "bunað" út úr sér á nokkrum klukkustundum, í formi stafa sem ritaðir eru á blað. Öll vitneskjan sem maður er búin að vera að ná sér í yfir veturinn er sogin úr heilasellunum og þær eru bara þreyttar á atinu. Í dag er heilinn á mér er eins og svampur sem búin er að draga í sig vökva, síðan fer maður í próf og vindir úr svampinum þá er hann hálf kraminn, tekur síðan smá tíma til að blása út aftur og fara í sama form. Veit að mínar heilasellur verða komnar í fínt form á morgun, en í kvöld er þær enn að jafna sig á átökum dagsins, svo ég held að ég fari bara og horfi á eitthvað afþreyingarefni sem þarf ekkert að nota sellur við.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gjaldeyriskaup
2.12.2008 | 19:48
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að týna hlutum
26.11.2008 | 16:12
Svei mér þá ég held að búálfarnir mínir hafi aðeins minnt á sig um daginn. Þannig var að ég týndi ipodnum mínum, pennaveskinu en í því var diktafónninn minn (rosalega mikilvægt tæki hjá mér þessa dagana) og síðan dagbókinni minni (nb. allt skipulagið mitt í henni) . Ég kenndi stóra stráknum um hvar ipodsins. Ipodin var í bílnum og strákurinn með hann í láni. Ég er nýbúin að uppgötva að hlusta bara á góða tónlist þegar ég er að keyra, og ipodin kom sér vel þegar ég var að reyna að vera fréttalaus. En allavega drengurinn var með bílinn og ég var sannfærð um að ipodin hafi verið þar og honum hafi verið stolið. En ég var s.s búin að leita af öllum þessum þremur hlutum en fann ekki neitt...Var alveg ótrúlega svekkt yfir að finna ekki ipodin, var alveg sannfærð um að honum hefði verið stolið.......Síðan liðu nokkrir dagar og þá fann ég fyrst dagbókina hún var í bílnum, pennaveskið fannst degi síðar líka í bílnum og að lokum fann ég ipodin, en hann var ekkkki í bílnum, hann var allt í einu komin inn og bara lá á borðinu og ég get svarið fyrir það að ég var mörgu sinnum búin að ganga fram hjá þessu borði. Álfarnir mínir hljóta að hafa verið að stríða mér Hlutirnir voru alveg á öfugum stað við það sem ég hélt að ég hafði séð þá síðast. Mér finnst samt alveg ótrúlegt hvað manni er annt um hlutina sína núna. Ég er alveg að missa mig ef ég "held" að ég sé búin að tína einhverju. fyrir breytingu (finnst fáránlegt að kalla þetta kreppu) þá róaði ég mig alltaf með því að ég myndi nú bara kaupa nýtt....svona ef ég týndi einhverju.....En núna getur maður bara ekki keypt neitt nýtt, eins gott að halda í allt þetta gamla góða. Ég er reyndar alveg rosalega góð í að týna einhverju tímabundið !, gsm síminn minn er ótrúlega góður í því að verða viðskila við mig og bíllyklarnir, já þeir, ég held að þeir hoppi nú bara stundum af hillunni sem þeir eiga að vera á. En þetta með að tína og finna aftur ..... verð að fara að passa betur upp á hlutina núna .... ég verð alltof pirruð að finna þá ekki .... og núna get ég ekki róað mig með því að ætla mér bara að kaupa nýtt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)