Færsluflokkur: Dægurmál

Vá loksins

Mikið er ég fegin að lagið sem Jógvan syngur í Eurovision komst áfram.  Ég var alveg farin að örvænta yfir þessu öllu saman.  Mér finnst hin lögin bara frekar glötuð. Það finnst varla meiri Eurovision fan en ég eða manneskja sem hefur jafn mikið þol fyrir keppninni, en þetta árið fannst mér þessi undankeppni með eindæmum léleg og Steinunn og Eva María voru bara ekki góðar, átti meira að segja erfitt með að halda mér við skjáinn, fannst þó Steinunn skárri en Eva.  Í gegnum árin þegar fólk hefur ekki átt orð yfir keppnina hef ég alltaf verið eins og einhver verndari keppninnar og alltaf getað kveðið fólk í kútinn ... Grin   eða almost.....Og loksins kom lag sem var í lagi og ég get hlakkað til úrslitakvöldsins og haft eurovisionpartý Wink  Vá sem betur fer....

Snjóþota og hjól

Það er alveg dæmigert fyrir íslenskan vetur það sem er í innkeyrslunni minni núna. Hjólið hans Guðmundur er enn úti frá síðustu viku þegar hægt var að hjóla og sleðinn er komin út núna þar sem komin er snjór. Ekta íslenskt, einn daginn sleðaveður og hinn daginn hjólaveður Sideways  En mikið fíla ég þetta veður, snjór og blíða já og ekkert smá flottur snjór. Trén eru eins og klippt út úr póstkorti. Við fjölskyldan fórum í Bláfjöll í kvöld og það var alveg yndislegt. Gott veður og gott skíðafæri. Guðmundur er alveg rosalega duglegur þeysist upp og niður eins og ekkert sé, maður nær engan veginn að halda í við hann. Hildur var á bretti og maður sér lítið til hennar, er farin í fjallið áður við hin erum búin að græja okkur. Við hjónin eru svo sem engir snillingar en getum rennt okkur skammlaust niður, eða ég held það allavega, ætti kannski að taka vídeóvélina með næst og taka okkur út. LoL  En nú þarf að fara að endurnýja skíðin á Guðmund, maður þarf bara að skreppa norður á Skíðaleiguna, alltaf góð þjónusta þar og gott verð (vonandi enn). Nú stefnir maður bara aftur í fjallið um helgina, vona bara að þessi snjór haldist sem lengst. Mér finnst líka alveg frábært hvað allir hólar og brekkur fyllast af krökkum þegar það er snjór, þá loksins hafa þau kannski eitthvað að gera úti Wink  Fer að sofa alveg endurnær á sál og líkama í kvöld.....ætti að sofa vel.

hvað er í gangi....

Nú fyrst óttast ég að allt sé að fara til helv.... Trúir Ingibjörg því virkilega að Jóhanna sé hæf til að vera forsætisráðherra, eða er hún í enn einum vinsældarleiknum. . Samfylkingin myndi stjórnar landinu eftir skoðanakönnunum, eitt í dag og annað á morgun. Sé ekki að hún hugsi málin til enda og beri hag þjóðarinn til framtíðar fyrir brjósti, Samfylkingn hugsa um sig og sínar vinsældir fyrst og fremst. Framsóknarflokkurinn, ég var farin að fyllst smá von með þá en að hlusta á Höskuld á þingi áðan þá misti ég nú alla trú á þeim. Frjálslyndir hvað eru þeir eiginlega. Vinstri Grænir, jú Steingrímur og Katrín eru fín en guð hjálpi okkur ef Ögmundru eða Álfheiður verða ráðherrar. Ég ber ugg í brjósti um framhaldið ég vona svo innilega að nýrri stjórn beri gæfa til að bæta úr málum og hugsi um hag þjóðarinnar allrar í nútíð og framtíð.

Gleraugnaglámur EÐA ekki : )

Ég hef þurft að nota gleraugu í 30 ár. Byrjað bara rólega á unglingsárunum, svona þegar ég fór í bíó setti ég upp gleraugun og notaði þau líka í skólanum en þurfti ekki að ganga með þau. En það breyttist fljótlega og áður en ég vissi af var ég farin að ganga með gleraugu alla daga. Hef lítið getað notað linsur svo ég er búin að vera með eitthvað á nefinu í ...vá ég veit ekki hvað mörg ár...Ég hef ekki haft neina löngun til að fara í laseraðgerð, hef þekkt nokkra sem hafa gert það með misjöfnum árangri og misjafnri upplifun.  Auðvitað hef ég hugaðu um að fara en fannst ekki þess virði að fara í slíka aðgerð og taka einhver séns með augun í mér. Var alveg viss um að ef ég færi mundi aðgerðin misheppnastBlush En svo kom að því að ég fékk bara ógeð af gleraugunum mínum, fannst ég alltaf þurfa að vera að pússa þau og þau pirruðu mig bara – stundum alveg glatað að lesa upp í rúmi með gleraugu - Og ég fór að hugsa málið og horfa á hlutina  á annað hátt og ákvað að fara  allavega  í skoðun og athuga hvort ég gæti farið í aðgerð. Var svona frekar á því að ég væri örugglega ekki kandídat. Þegar ég hringdi og pantað tíma hélt ég að það væri nokkurra mánaða bið og ég fengi tíma til að melta ákvörðunina, en nei ég gat bara komið í viðtal nokkrum dögum síðar og  í aðgerðina í vikunni á eftir . Ég fékk smá sjokk, vá ég ætla kannski ekkert  í aðgerð var bara að pæla.....En ég fór sem sagt í viðtal og eftir það var ég ekki í vafa ég ætlaði í aðgerð. Í aðgerðina fór ég síðan á föstudaginn og get ekki annað sagt en að þetta er algjör snilld, já bara snilld Ég er gleraugnalaus sé allt, sé nýja sýn á sjálfri mér – þarf að venjast henni Wink- og ég er frjáls -- það er nefnilega ótrúlegt óöryggi sem maður upplifur þegar maður sér illa og finnur ekki gleraugun sín ! Ég er reyndar enn að ýta gleraugunum upp á nefið – rek bara puttann í nebbann í staðinn, ég hef ætlað að grípa í gleraugun á morgnanna og taka þau niður þegar ég fer að sofa, en gríp í tómt LoL Ég sé ekki alveg eins og áður með gleraugunum ekki  verr heldur bara aðeins öðruvísi, sérstaklega frá mér, og það eru bara komnir tveir dagar síðan aðgerðin var gerð og augun  enn að jafna sig.  Mín upplifun af þessu er enn sterkari en ég hélt og enn sterkari en mér fannst aðrir lýsa þessu fyrir mér....mér finnst þetta einfaldlega snilld, að hægt sé að laga augun í manni í smá aðgerð sem tók innan við klukkutíma – bara Geðveikt.....hefði átt að vera búin að þessu miklu fyrr...........


2008

Nú árið er á enda

árið sem breytti framhaldinu

Nýja árið gengur í garð

og framhaldið er óljóst

                                    gg


Lestur

Er búin að lesa tvær bækur nú í desember eftir Jón Kalmar Stefánsson, Himnaríki og Helvíti og Sumarljós og svo kom nóttin.  Báðar bækurnar eru alveg snilldarlega skrifaðar. Í Himnaríki og Helvíti eru sumar setningarnar svo magnaðar að manni langar að lesa þær aftur og aftur alveg greipa þær í hugann. Þetta er bók sem ég þarf að eignast því hana mun ég lesa aftur og undirstrika þessar mögnuðu setningar. Það kom mér á óvart að Jón er fæddur 1963, ungur maður, en skrifin hans eru líkt og eldri manneskja hafi skrifað þau en samt ekki það er eins og hann geti skynjað lífið á sérstakan hátt. Sumarljós og svo kom nóttin er líka góð, manni langar í aðeins meira þar, vill vita meira um hvað svo, hvers vegna og af hverju. Ég mun alveg örugglega sjá leikritið í Þjóðleikhúsinu sem byggt er á bókinni, kannski fæ ég að vita meira þar Wink   

Kirkjuferð

Var að koma úr kirkju. Keflavíkurkirkja hefur nú annað árið sérstaka stund fyrir sunnudagaskólabörn klukkan fjögur á aðfangadag. Finnst þetta frábært framtak hjá þeim, gefa fjölskyldufólki möguleika á að mæta með börnin á öllum aldri í stutta stund og njóta helgileikar og syngja falleg lög. Mér finnst yndislegt að fara í kirkjuna og stundin áðan var bara falleg og hátíðleg. Að syngja heims um ból á aðfangadag rétt fyrir jólin fær mig bara til að tárast. Líkt og ég bloggaði fyrir ári síðan þá mun ég verða fastagestur í kirkjunni minni á aðfangadag klukkan fjögur ef það er í boði sem ég vona svo sannarlega að verði. Með kærleika og vinsemd óska ég þess að fólk eigi góða jólastund og njóti þess að umvefja jólin, hátíð ljóss og friðar og leggist á koddann í kvöld með bros á vör.

Þurrausa

Ég var í stóru prófi í skólanum í dag öðru prófinu mínu af þremur. Það er svo ótrúlegt hvað maður er þreyttur eftir svona próf, maður er alveg bara þurrausa. Maður er þreyttur í heilanum. Heilinn komin á yfirsnúning alveg yfirfullur af vitneskju sem er síðan "bunað" út úr sér á nokkrum klukkustundum, í formi stafa sem ritaðir eru á blað. Öll vitneskjan sem maður er búin að vera að ná sér í yfir veturinn er sogin úr heilasellunum og þær eru bara þreyttar á atinu. Í dag er heilinn á mér er eins og svampur sem búin er að draga í sig vökva, síðan fer maður í próf og vindir úr svampinum þá er hann hálf kraminn, tekur síðan smá tíma til að blása út aftur og fara í sama form.  Veit að mínar heilasellur verða komnar í fínt form á morgun, en í kvöld er þær enn að jafna sig á átökum dagsins, svo ég held að ég fari bara og horfi á eitthvað afþreyingarefni sem þarf ekkert að nota sellur við.

Sjá myndina í fullri stærð.


Gjaldeyriskaup

Finnst dálítið skondið með gjaldeyriskaup í dag. Það þarf að koma með farmiða í bankann, annars getur maður ekki keypt gjaldeyrir (allavega var það svoleiðis í síðustu viku) Reyndar eru  engir sérstakir farmiðar til lengur - þessir í þríritun eða var það fjórrit og ferðaskrifstofufólk þurfti að fara á sér námskeið til að læra að gefa þá út ... nú dugir útprentun af rafrænum farseðli, það er stimplað á útprentunina -reynda auðvelt að prenta út nýja - en ætli þeir haldi ekki utan um kennitöluna. Um daginn þegar einn úr fjölskyldunni þurfti að fara erlendis, var keyptur gjaldeyrir í okkar viðskiptabanka. Síðan þurfti að finna gamla innanklæðaveskið sem notað var hér í denn eins gott að passa upp á peninga og hafa þá innan á sér og auðvitað var það til enn Tounge   Nú er Visa kortið ekki notað þar sem enginn leið er að segja um gengið dag frá degi, eða ég treysti því allavega ekki.  En við þessi gjaldeyrismál öll, rifjast upp fyrir mér utanlandsferðirnar þegar ég var lítil. þá var hluti að ferðinni að fara í bankann og skipta ferðatékkum. Ég var rosalega lítið að pæla í peningamálum á þessum árum en mér er mjög minnisstætt hvað það var gott að koma í bankann, ótrúlega gott  -- þar var loftkæling --- sem var ekki algengt á Spáni á þeim tíma. maður var eiginlega bara feginn að það tók pabba dálítið langa tímann oft að skipta. En þá þurfti örugglega að skipuleggja eyðsluna vel því ekki var hægt að grípa í kreditkortið. Ég held að fólk hafi líka haft meiri tilfinningu fyrir eyðslunni þá. Það hlýtur að hafa verið kúnst að láta vissa peningaupphæð duga í vissa daga. Ég held að margir ættu erfitt með það í dag. Held samt að ég gæti það.......svona ef ég færi ekki í Ameríku og það yrðu ekki margar H&M búðir á vegi mínum. Gæti varla hugsað mér að fara til Ameríku án Visakorts með mjög hárrrrrri heimild og ætti alveg rosalega erfitt með mig í H&M í Evrópu með eitthvað hámark á eyðslu Sick  ......Eins gott að ég er ekki á leiðinni til útlanda á næstunni GetLost

Að týna hlutum

Svei mér þá ég held að búálfarnir mínir hafi aðeins minnt á sig um daginn. Þannig var að ég týndi ipodnum mínum, pennaveskinu en í því var diktafónninn minn (rosalega mikilvægt tæki hjá mér þessa dagana) og síðan dagbókinni minni (nb. allt skipulagið mitt í henni) . Ég kenndi stóra stráknum um hvar ipodsins. Ipodin var í bílnum og strákurinn með hann í láni. Ég er nýbúin að uppgötva að hlusta bara á góða tónlist þegar ég er að keyra, og ipodin kom sér vel þegar ég var að reyna að vera fréttalaus. En allavega drengurinn var með bílinn og ég var sannfærð um að ipodin hafi verið þar og honum hafi verið stolið. En ég var s.s búin að leita af öllum þessum þremur hlutum en fann ekki neitt...Var alveg ótrúlega svekkt yfir að finna ekki ipodin, var alveg sannfærð um að honum hefði verið stolið.......Síðan liðu nokkrir dagar og þá fann ég fyrst dagbókina hún var í bílnum, pennaveskið fannst degi síðar líka í bílnum Errm og að lokum fann ég ipodin, en hann var ekkkki í bílnum, hann var allt í einu komin inn og bara lá á borðinu og ég get svarið fyrir það að ég var mörgu sinnum búin að ganga fram hjá þessu borði. Álfarnir mínir hljóta að hafa verið að stríða mér Woundering Hlutirnir voru alveg á öfugum stað við það sem ég hélt að ég hafði séð þá síðast. Pinch Mér finnst samt alveg ótrúlegt hvað manni er annt um hlutina sína núna. Ég er alveg að missa mig ef ég "held" að ég sé búin að tína einhverju. fyrir breytingu (finnst fáránlegt að kalla þetta kreppu) þá róaði ég mig alltaf með því að ég myndi nú bara kaupa nýtt....svona ef ég týndi einhverju.....En núna getur maður bara ekki keypt neitt nýtt, eins gott að halda í allt þetta gamla góða. Ég er reyndar alveg rosalega góð í að týna einhverju tímabundið !, gsm síminn minn er ótrúlega góður í því að verða viðskila við mig og bíllyklarnir, já þeir, ég held að þeir hoppi nú bara stundum af hillunni sem þeir eiga að vera á. En þetta með að tína og finna aftur ..... verð að fara að passa betur upp á hlutina núna .... ég verð alltof pirruð að finna þá ekki .... og núna get ég ekki róað mig með því að ætla mér bara að kaupa nýtt. Blush 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband