Færsluflokkur: Dægurmál

Ljóð

Hvellur

Hann dó, kom ekki til baka

Fór yfir hafið og hvarf

“Gangi þér vel” sagði ég áður en hann fór

Hvellur

Hún dó, kom ekki til baka

Ég skrapp frá, náði ekki að kveðja

“Sé þig á eftir”  sagði ég áður en ég fór

 

Það kom gat á hjarta mitt

tómarúm sem aldrei verður fyllt.

En með tímanum kemur hlýr blær

Sem umvefur tómarúmið,

róar sorgina.

En söknuðurin situr eftir.

 

Tíminn verður afstæður.

Þau voru aldrei gömul,

hendur þeirra voru aldrei krumpaðar.

Þau misstu af mínum

Og mín misstu af þeim

 

Það er sárast.

 

gbg okt 2017




Sumarlestur og flugnastríð

Verð að halda áfram að halda til haga yndislestrinum mínum. Ég reyndi aftur við bókina Karlar sem hata konur, aftur því að ég reyndi að lesa hana fyrr í vetur en náði ekki að halda mér við efnið. Ég gerði s.s aðra tilraun en hún tókst ekki betur en hin fyrri - ég gafst upp - finnst það frekar leiðinlegt því fólk sem hefur svipaðan bókasmekk og ég líkar bókin Errm  Las síðan Barn náttúrunnarí útilegu um síðustu helgi, fannst hún góð og er að reyna að detta í Laxnes, náttborðið full hlaðið af bókum eftir hann svo það er eins gott að ég fari að herða mig. En talandi um útilegu, guð minn góður hvað mér fannst leiðinlegt, en samt fannst mér svo skemmtilegt. Flugurnar voru að gera mig vitlausa, þær eru bara ógeðslegar. Ókey ég er smá pjöttuð veit það en útilegan byrjaði ekki vel. Við komum á föstudagseftirmiðdegi, sáum Valhöll brenna, þvílíkt bál. Það var tjaldað í blíðskapar veðri en svo fór að halla undan fæti, flugunum fjölgaði og fjölgaði og það endaði með því að ég flúði inn í tjald. EN þá var bara heill ættbálkur af flugum búin að koma sér fyrir þar - nice - þannig að mín setti á sig hettu , tók tusku og barði þær út Angry  hélt ég væri laus mála þarna inn.. í mínu tjaldi...nei nei þá byrjar bara ein að suða inn í eyranu á mér INN Í EYRANU Devil  auj auj auj...það er viðbjóður ég hélt ég fengi flogakast. Guðmundur stóð þarna alveg ráðþrota þegar mamma hans var að fá flogakast "náðu í pabba þinn" "náðu í pabba þinn" ég fór að leita af einhverju til að ná í fluguna með, fann plasthníf og svona á milli þess sem ég ærðist og lét öllum illum látum hafði ég vit á að slá höfðinu niður til hliðar svona svipað og þegar maður losar vatn úr eyranu eftir sund. Jæja þegar kallinn kom þá fann ég gleraugun hans og ljáði honum hnífinn og sagði í geðshræringu "Náðu henni út" síðan glennti ég upp eyrað og hann bjó sig undir að bjarga konunni sinn frá brjálaðir flugu - vopnbúin plasthníf - en þá gerði flugan sér grein fyrir því að hér var við ofurefli að etja - brjáluð kerling og næstum miðaldra vopnbúinn fyrrverand hermaður - hún tók sig því bara til og flaug í rólegheitum út ! Og ef einhver hafi haldið að ég gæti verið róleg og notið útiverunnar eftir þetta þá skjátlast þeim Pinch .... Sem betur fer var vindur á laugardeginum sem gerði það að verkum að það var líft úti og hægt að njóta útiverunnar og útilegunnar ! En það verður langt í næstu útilegu og þá verður allavega reynt að velja tíma og stað þar sem flugur vilja ekki vera Cool

Yndislestur í sumarbyrjun

Jæja, nú er sumarlesturinn á fullu. Ég er búin að lesa slatta að bókum nú þegar. Fyrsta bókin sem varð fyrir valinu þegar skólanum lauk var Þrettánda sagan áhugaverður söguþráður, hélt mér vel við efnið og kom á óvar. Borða, biðja, elska er mjög góð bók, sérstaklega kaflinn að borða Smile   þar er höfundur staddur í Róm og ég elska Róm Happy , gat svo lifa mig inn í söguna. Biðja kaflinn var áhugaverður vakti mann til umhugsunar. Elska kaflinn var bara góður endir á góðri bók. Mæli hiklaust með þessari bók. Lesarinn var fljótlesinn bók, og góð. Ég vildi endilega lesa hana áður en ég horfi á myndin, sjáum svo til hvernig myndir kemur út. Dóttir mín, dóttir hennar er bók sem ég var ekki alveg að fíla, fannst hún ekki vel skrifuð og söguþráðurinn sérkennilegur, svona eins sápuópera frekar döpur, en ég gat samt ekki hætt að lesa hana varð að vita hvernig allt færi ! Myrká eftir Arnald var svona frekar ódýr mér fannst þetta svona með síðri bókum hans, mjög fljótlesin, en ágætis afþreying. Inga og Míraer áhugaverð bók eftir sama höfund og Anna, Hanna og Jóhann, bók sem ég las fyrir mörgum árum man ekki mikið úr henni en man að mér fannst hún rosalega góð. Inga og Míra er dálítið sérstök og mér fannst vanta meira, jafnvel framhald.  Verð svo að segja frá því að ég horfði á myndin Villtu vinna miljón, var búin að lesa bókina og fannst hún alveg frábær. Mér fannst myndin góð en finnst það hafa dýpkað myndina að hafa verið búin að lesa bókina. Myndin og bókin harmoenar mjög vel saman. Ég saknaði eins atriðis úr bókinni í myndina. Það var lýsing drengsins, þegar hann tók mat úr ruslafötu á McDonalds. Hef þetta oft í huga þegar ég er erlendis á McDonalds, pakka afgöngunum svona aðeins inn, ef ske kynni að það væri einhver að ná sér í mat í ruslið.

Mig vantar nýjan banka !

Ég vildi óska að ég gæti flutt bankaviðskiptin mín í nýjan banka. Þá meina ég alveg nýjan, ekki banka sem er samansull af gömlum bönkum. Ég vill ekki banka með breyttu nafni eða einhverskonar annarskonar gjörningum. Ég treysti ekki þessum gömlu bönkum, ég treysti ekki, að það standi sem þeir segja og ég treysti ekki að kerfið hjá þeim fúnkeri rétt. Og það sem er versta er að ég treysti ekki starfsfólki bankanna, veit það eitthvað hvað er í gangi, fær það nægar upplýsingar. 

Ég athugað hjá MP banka, en nei það er ekki hægt að vera með almenn viðskipti þar..jú það breytist kannski ef þeir ná að kaupa útibúa net SPRON...en þá er spurning hvaða sukk þeir eru að kaupa þar.  Ég ath. Auði Capital þar er ekki hægt að vera með almenn bankaviðskipti.

arg

Mig vantar nýjan banka Pinch


mbl.is Tveir bankar í stað þriggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegt

Íslendingar hafa lagt áherslu á að fjárfesta í menntun undanfarin ár ætli það hafi verið léleg fjárfestin ! Við virðumst allavega ekki eiga nægilega hæft fólk til að stjórna Seðlabanka Íslands að mati Ríkisstjórnarinnar ...humm...og aðstoðarmaður hans er sá sem var aðal hagfræðingur bankans ..... skrýtið .....stjórarnir voru óhæfir, en hagfræðingurinn sem hlýtur að hafa ráðlagt eitthvað er hækkaður í tign.....Furðulegt hvernig málum er háttað....Og svo náttúrulega hlýtur þýðingarkostnaður að hækka í bankanum....einn útgjaldaliðurinn enn...
mbl.is Nýr seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins

Já loksins kom Davíð í viðtal. Hann stóð sig vel. Ég er alveg sammála honum að það er alveg ótrúlegt með fréttamenn að þeir spyrji ekki gagnrýnna spurninga. Þeir þurfa að standa sig betur.  Það hefur skort á hlutleysi fréttamann og að þeir spyrðu gagnrýnt. Af hverju er ekki gengið á eftir því hvers vegna þarf að fresta þingfundi vegna þess að frumvarpið um Seðlabankann nær ekki fram að ganga...er bara allt á "hóld"  hér þar til þau geta rekið Davíð....Það er alveg með ólíkindum að fréttamenn skuli ekki spyrja betri spurninga. Mér finnst t.d Jóhann Vígdís þingfréttamaður ekki standa sig nógu vel núna, hún bara gleypir við öllu virðist vera og þegar hún segir frá þá finnst mér hún taka afstöðu. Og síðan er fyrrverandi Seðlabankastjóranum boði vinna í Noregi, þeir hafa trú á honum.....vildi ekki Steingrímur leita til norðmanna ...hefði hann hlustað ef þeir hefði sagt að halda í manninn því hann væri fær í sínu starfi... 
mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óróleiki....

Er hagstæðar að vera atvinnulaus en vinna á lámarkslaunum? Ef atvinnuleysisbætur eru hærri en lámarkslaun og t.d lyf niðurgreidd hjá atvinnulausum, sem mér skilst að nýja ríkisstjórnin stefni að eða hefur jafnvel komið á, er þá ekki líklegt að fólk sem er atvinnulaust hugsi sig tvisvar um ef því býðst vinna þar sem launin eru lægri en bæturnar sem það er á. Auðvitað eru allir atvinnulausir ekki á lámarkslaunum, en það er ömurlegt fyrir þá sem vinna fulla á lámarkslaunum að vita til þess að þeir væru betur settir atvinnulausir, allavega fjárhagslega. Það er eitthvað öfugsnúið við þetta.
Það er uggur í mér með þá tillögu ríkisstjórnarinnar að leyfa fólk að taka út viðbótarlífeyrissparnaðinn. Í grein í mogganum í morgun voru vangaveltur um hag sjóðanna sem þurfa að borga út sparnaðinn núna þegar þeir geta einungis fengið lámarksverð fyrir bréf sem þeir þurfa að selja, hvað með þá sem taka ekki út, hvað með framtíðarávöxtun, er hugsað til lengri tíma.  Það er ömurlegt að þessi mál virðast ekki hugsuð til langs tíma litið.  Þó ástandið sé slæmt er mikilvægt að málum sé ekki þannig háttað að meiri hagsmunum sé ekki fórnað fyrir minni, bara til að lægja öldurnar tímabundið. Það verður að líta á heildarmyndina og huga að framtíðinni, ekki framkvæma eitthvað sem kemur okkur um koll síðar.


Að pússa gleraugu eða augu

Jæja nú er ég búin að vera gleraugnalaus í nokkrar vikur. Ég er alveg ótrúlega sátt við árangurinn. Er reyndar enn að venjast því að vera ekki með gleraugu. Finnst ég óttalega föl og glær, er svo tómlega í andlitinu ! finnst alveg ómissandi að vera með  eyrnalokka núna -- sem mér fannst algjörlega ofaukið þegar ég var með gleraugun á nefinu FootinMouth  ....ég ætla enn að taka gleraugunin af mér þegar ég fer að sofa og setja þau á mig þegar ég vakna, ég er enn að ýta puttanum á nefið, þegar ég ætla að setja gleraugunin upp...en það kórónaði alveg gleraugnamissinn áðan að ég ætlaði að taka niður gleraugunin og pússa þau....fannst vera móða....Tounge  

Hvurslags endemis vitleysa er þetta

Stjórnarformaðurinn situr áfram í fyrirtæki sem er í greiðslustöðvun...getur verið að það sé í greiðslustöðvun vegna vanhæfni stjórnarinnar......Hvaða vitleysa er þetta ... og launin sem hann fær ...  ekki er öll vitleysan eins...... maður á bara ekki til orð....


mbl.is Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmenn eða hvað

Það var sem sagt þannig að auðmennirnir voru ekki ríkir þeir fengu bara hærri yfirdráttaheimild en við hin með minni tryggingum - ef tryggingar skal kalla - þeir voru færir í að flækja málin þannig að flækjan virtist vera með viti en endaði í hnút. Manni ofbýður algjörlega hvernig bankarnir stunduðu viðskipti og maður hefur alveg misst traust á þeim.  Erum við viss um að siðferðið hafi batnað með nýjum nöfnum....það virðist allt vera við það sama, þeir auglýsa allskonar ráðgjöf, allir klúbbar eru enn í gangi, krónusöfnun, punktasöfnun  sama starfsfólk.. það er bara allt eins þó að þeir heiti nýi eitthvað...Hvað breyttist við þetta nýja nafn, mér er spurn -- vonandi allavega siðferðið.
Væri ekki bara lag að fara aftur í að fá launin í umslagi og borga reikningana sína sjálfur -- sleppa bankanum sem milliliði..kannski ekki -- en ég treysti allavega bankanum mínum ekki lengur og mun fylgjast betur með mínum málum þar..þó ég telji mig hafa fylgst vel með hingað til..og það versta við þetta er að ég treysti ekki hinum bönkunum heldur og sé því ekki ástæðu til að flytja viðskiptin Pinch maður er bara argur út í bankanna....mikið argur..


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband