Auðmenn eða hvað

Það var sem sagt þannig að auðmennirnir voru ekki ríkir þeir fengu bara hærri yfirdráttaheimild en við hin með minni tryggingum - ef tryggingar skal kalla - þeir voru færir í að flækja málin þannig að flækjan virtist vera með viti en endaði í hnút. Manni ofbýður algjörlega hvernig bankarnir stunduðu viðskipti og maður hefur alveg misst traust á þeim.  Erum við viss um að siðferðið hafi batnað með nýjum nöfnum....það virðist allt vera við það sama, þeir auglýsa allskonar ráðgjöf, allir klúbbar eru enn í gangi, krónusöfnun, punktasöfnun  sama starfsfólk.. það er bara allt eins þó að þeir heiti nýi eitthvað...Hvað breyttist við þetta nýja nafn, mér er spurn -- vonandi allavega siðferðið.
Væri ekki bara lag að fara aftur í að fá launin í umslagi og borga reikningana sína sjálfur -- sleppa bankanum sem milliliði..kannski ekki -- en ég treysti allavega bankanum mínum ekki lengur og mun fylgjast betur með mínum málum þar..þó ég telji mig hafa fylgst vel með hingað til..og það versta við þetta er að ég treysti ekki hinum bönkunum heldur og sé því ekki ástæðu til að flytja viðskiptin Pinch maður er bara argur út í bankanna....mikið argur..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband