Gjaldeyriskaup

Finnst dálítið skondið með gjaldeyriskaup í dag. Það þarf að koma með farmiða í bankann, annars getur maður ekki keypt gjaldeyrir (allavega var það svoleiðis í síðustu viku) Reyndar eru  engir sérstakir farmiðar til lengur - þessir í þríritun eða var það fjórrit og ferðaskrifstofufólk þurfti að fara á sér námskeið til að læra að gefa þá út ... nú dugir útprentun af rafrænum farseðli, það er stimplað á útprentunina -reynda auðvelt að prenta út nýja - en ætli þeir haldi ekki utan um kennitöluna. Um daginn þegar einn úr fjölskyldunni þurfti að fara erlendis, var keyptur gjaldeyrir í okkar viðskiptabanka. Síðan þurfti að finna gamla innanklæðaveskið sem notað var hér í denn eins gott að passa upp á peninga og hafa þá innan á sér og auðvitað var það til enn Tounge   Nú er Visa kortið ekki notað þar sem enginn leið er að segja um gengið dag frá degi, eða ég treysti því allavega ekki.  En við þessi gjaldeyrismál öll, rifjast upp fyrir mér utanlandsferðirnar þegar ég var lítil. þá var hluti að ferðinni að fara í bankann og skipta ferðatékkum. Ég var rosalega lítið að pæla í peningamálum á þessum árum en mér er mjög minnisstætt hvað það var gott að koma í bankann, ótrúlega gott  -- þar var loftkæling --- sem var ekki algengt á Spáni á þeim tíma. maður var eiginlega bara feginn að það tók pabba dálítið langa tímann oft að skipta. En þá þurfti örugglega að skipuleggja eyðsluna vel því ekki var hægt að grípa í kreditkortið. Ég held að fólk hafi líka haft meiri tilfinningu fyrir eyðslunni þá. Það hlýtur að hafa verið kúnst að láta vissa peningaupphæð duga í vissa daga. Ég held að margir ættu erfitt með það í dag. Held samt að ég gæti það.......svona ef ég færi ekki í Ameríku og það yrðu ekki margar H&M búðir á vegi mínum. Gæti varla hugsað mér að fara til Ameríku án Visakorts með mjög hárrrrrri heimild og ætti alveg rosalega erfitt með mig í H&M í Evrópu með eitthvað hámark á eyðslu Sick  ......Eins gott að ég er ekki á leiðinni til útlanda á næstunni GetLost

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband