Færsluflokkur: Dægurmál
Ljóð
7.5.2018 | 11:45
Hvellur
Hann dó, kom ekki til baka
Fór yfir hafið og hvarf
Gangi þér vel sagði ég áður en hann fór
Hvellur
Hún dó, kom ekki til baka
Ég skrapp frá, náði ekki að kveðja
Sé þig á eftir sagði ég áður en ég fór
Það kom gat á hjarta mitt
tómarúm sem aldrei verður fyllt.
En með tímanum kemur hlýr blær
Sem umvefur tómarúmið,
róar sorgina.
En söknuðurin situr eftir.
Tíminn verður afstæður.
Þau voru aldrei gömul,
hendur þeirra voru aldrei krumpaðar.
Þau misstu af mínum
Og mín misstu af þeim
Það er sárast.
gbg okt 2017
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sumarlestur og flugnastríð
17.7.2009 | 19:40
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Yndislestur í sumarbyrjun
10.6.2009 | 22:22
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mig vantar nýjan banka !
24.3.2009 | 13:54
Ég vildi óska að ég gæti flutt bankaviðskiptin mín í nýjan banka. Þá meina ég alveg nýjan, ekki banka sem er samansull af gömlum bönkum. Ég vill ekki banka með breyttu nafni eða einhverskonar annarskonar gjörningum. Ég treysti ekki þessum gömlu bönkum, ég treysti ekki, að það standi sem þeir segja og ég treysti ekki að kerfið hjá þeim fúnkeri rétt. Og það sem er versta er að ég treysti ekki starfsfólki bankanna, veit það eitthvað hvað er í gangi, fær það nægar upplýsingar.
Ég athugað hjá MP banka, en nei það er ekki hægt að vera með almenn viðskipti þar..jú það breytist kannski ef þeir ná að kaupa útibúa net SPRON...en þá er spurning hvaða sukk þeir eru að kaupa þar. Ég ath. Auði Capital þar er ekki hægt að vera með almenn bankaviðskipti.
arg
Mig vantar nýjan banka
Tveir bankar í stað þriggja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Furðulegt
27.2.2009 | 15:53
Nýr seðlabankastjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins
24.2.2009 | 21:56
Davíð í Kastljósviðtali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óróleiki....
17.2.2009 | 19:54
Er hagstæðar að vera atvinnulaus en vinna á lámarkslaunum? Ef atvinnuleysisbætur eru hærri en lámarkslaun og t.d lyf niðurgreidd hjá atvinnulausum, sem mér skilst að nýja ríkisstjórnin stefni að eða hefur jafnvel komið á, er þá ekki líklegt að fólk sem er atvinnulaust hugsi sig tvisvar um ef því býðst vinna þar sem launin eru lægri en bæturnar sem það er á. Auðvitað eru allir atvinnulausir ekki á lámarkslaunum, en það er ömurlegt fyrir þá sem vinna fulla á lámarkslaunum að vita til þess að þeir væru betur settir atvinnulausir, allavega fjárhagslega. Það er eitthvað öfugsnúið við þetta.
Það er uggur í mér með þá tillögu ríkisstjórnarinnar að leyfa fólk að taka út viðbótarlífeyrissparnaðinn. Í grein í mogganum í morgun voru vangaveltur um hag sjóðanna sem þurfa að borga út sparnaðinn núna þegar þeir geta einungis fengið lámarksverð fyrir bréf sem þeir þurfa að selja, hvað með þá sem taka ekki út, hvað með framtíðarávöxtun, er hugsað til lengri tíma. Það er ömurlegt að þessi mál virðast ekki hugsuð til langs tíma litið. Þó ástandið sé slæmt er mikilvægt að málum sé ekki þannig háttað að meiri hagsmunum sé ekki fórnað fyrir minni, bara til að lægja öldurnar tímabundið. Það verður að líta á heildarmyndina og huga að framtíðinni, ekki framkvæma eitthvað sem kemur okkur um koll síðar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að pússa gleraugu eða augu
9.2.2009 | 19:33
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvurslags endemis vitleysa er þetta
8.2.2009 | 21:36
Stjórnarformaðurinn situr áfram í fyrirtæki sem er í greiðslustöðvun...getur verið að það sé í greiðslustöðvun vegna vanhæfni stjórnarinnar......Hvaða vitleysa er þetta ... og launin sem hann fær ... ekki er öll vitleysan eins...... maður á bara ekki til orð....
Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auðmenn eða hvað
8.2.2009 | 13:00
Það var sem sagt þannig að auðmennirnir voru ekki ríkir þeir fengu bara hærri yfirdráttaheimild en við hin með minni tryggingum - ef tryggingar skal kalla - þeir voru færir í að flækja málin þannig að flækjan virtist vera með viti en endaði í hnút. Manni ofbýður algjörlega hvernig bankarnir stunduðu viðskipti og maður hefur alveg misst traust á þeim. Erum við viss um að siðferðið hafi batnað með nýjum nöfnum....það virðist allt vera við það sama, þeir auglýsa allskonar ráðgjöf, allir klúbbar eru enn í gangi, krónusöfnun, punktasöfnun sama starfsfólk.. það er bara allt eins þó að þeir heiti nýi eitthvað...Hvað breyttist við þetta nýja nafn, mér er spurn -- vonandi allavega siðferðið.
Væri ekki bara lag að fara aftur í að fá launin í umslagi og borga reikningana sína sjálfur -- sleppa bankanum sem milliliði..kannski ekki -- en ég treysti allavega bankanum mínum ekki lengur og mun fylgjast betur með mínum málum þar..þó ég telji mig hafa fylgst vel með hingað til..og það versta við þetta er að ég treysti ekki hinum bönkunum heldur og sé því ekki ástæðu til að flytja viðskiptin maður er bara argur út í bankanna....mikið argur..
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)