Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Jólalestur
27.12.2007 | 22:58
Las bók Arnaldar, Harðskafi um jólin, fín bók. Mér fannst samt fyndið hvað Erlendur er allt í einu orðin betri maður.....ekki eins truntulegur....passar betur fyrir Ingvar núna! ...Arnaldur kannski ekki alveg trúr sjálfur sem þarna...breytir Erlendi til að fitta betur í bíó....
Er núna að hlusta á hljóðbók A Thousand Splendid Suns(þúsund bjartar sólir) eftir Khaled Hosseini...frábært að hlusta á bókina..hún er góð og mér liggur eiginlega á að klára hana til að vita hvernig allt fer! Ég Hlusta á hana í bílnum og svo er ég búin að setja hana inn á ipodin get bara legið í rúminu, slakað á og hlusta á góða bók, þreytist ekkert í höndunum!....
Ég las flugdrekahlauparann eftir sama höfund og hún var frábær..mæli með þessum bókum.
Ég pantaði hljóðbókina á Amazon og á eftir að gera meira af því ........ þvílík snilld að geta hlustað bara á bók á meðan maður keyrir í bæinn.....óskaði þess í dag þegar ég fór í bæinn að ferðin tæki lengri tíma ----bókin var svo spennandi.!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvít jól
25.12.2007 | 20:03
Jólin eru yndislegur tími.....ég fór í kirkju á aðfangadag í fyrsta skipti. Ég fór með Guðmund í barnamessu klukkan fjögur. - frábær tímasetning fyrir börnin.....Þetta var yndisleg stund og ég vona bara að það verði árlegt í kirkjunni minni.....barnamessa klukkan fjögur...ég mun mæta....(hlýt að geta fundið eitthvað BARN til að fara með, þegar mín verða öll orðin fullorðin)
Það var æðislegt að fá snjó á aðfangadag, og ekki var verra þegar snjóaði enn meira á jóladag. Guðmundur var vaknaður snemma á jóladagsmorgun og við vorum komin út í snjóinn um ellefu -- með nýja stýrissleðann.....við vorum ein í brekkunni -- fólk ekki á ferli svona snemma....ég held ég hafi séð þrjá bíla, einn mann að hlaupa, einn úti að ganga með hundinn sinni og hjón í göngutúr.
Ég vona bara að fólk njóti hátíðarinnar og eigi góðar stundir. GLEÐILEG JÓL........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég elska búálfa
17.12.2007 | 20:12
Ég ætla aldrei aftur að tala illa um búálfa, aldrei ! og ætla hér með að lýsa því yfir að þeir eru æðislegir. Ég þori ekki annað en að vera jákvæð gagnvart þeim.......því ég lenti í ótrúlegu í morgun og ég hef enga skýringu nema að þeir hafi verið reiðir út í mig og elt mig út í bíl.......Þannig var að ég fór að bera út moggann með Hildi og þegar ég fór í næst síðasta húsið þá skyldi ég lyklana eftir í svissinum, drap á bílnum ... hafði rafmagnið á s.s útvarpið var á og ljósið inn í bílnum.....ég bara hljóp út úr bílnum skutlaði mogganum í húsið kom að bílnum rétti höndina að hurðinni.og...þá læstist bara bílinn..já ótrúlegt læstist og lyklarnir inni... og búálfarnir enn með hina bíllyklana....þannig að það var ekki hægt að komast inn í bílinn.....eins gott að hundurinn var úti en ekki inni.....ég prufaði lögguna hún gat ekki aðstoðað en gaf mér upp símanúmer hjá fyrirtæki sem reddar svona hlutum en þar svaraði enginn..(enginn mættur svona snemma) .þá hringdi ég í eiginmanninn, hann var ótrúlega rólegur..(var svo tillitsamur við konuna þar sem hún var að fara í stórt próf)....hann fór og reyndi að opna bílinn.....það gekk ekki..þar er ekki eins auðvelt á þessum nýju bílum og var á gamla subarunum okkar Þannig að það endaði með því að það þurfti að fara í umboðið og kaupa nýjan lykil...og þegar við náðum í bílinn 12 tímum síðar átti ég von á rafmagnsleysi og alles en minn flaug bara í gang. Get ekki fundin neina skýringu á þessu nema þá að það hafi setið búálfur á öxlinni á mér í gær þegar ég var að skammast yfir þeim.....svo núna elska ég búálfa....(vona að þeir nái þessu)
Var svo í heimaprófi í allan dag...þvílíkt próf..var að frá 9 í morgun til fimm...tók þrjár pissupásur og örstuttan mat.....kennarinn hélt að þetta tæki þrjá tíma..en það var sko ekki raunin ...veit ekki um neinn sem var þrjá tíma....kannski kennarinn þurfi að endurskoða þetta...en þetta var hennar fyrsta heimapróf...héldum að við myndum græða á því en það var nú ekki....BARA erfitt
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Búálfarnir--- aftur að stríða mér
15.12.2007 | 22:01
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nútíma veðurofsi - fljúgandi ellilifeyrisþegar
14.12.2007 | 18:26
Dægurmál | Breytt 16.12.2007 kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimasíðugerð
9.12.2007 | 22:02
Dægurmál | Breytt 16.12.2007 kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)