Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Yndislestur
23.7.2008 | 11:54
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
MAMMA MÍA er æði
23.7.2008 | 11:37
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frítt í sund
20.7.2008 | 12:29
Í tilefni af verðsamanburði í dagblöðunum undanfarið vill ég benda á að það er frítt fyrir börn á grunnskólaldri í sund í Keflavík .....
Vatnaveröld - sundmiðstöð
Sunnubraut 31, 230 Keflavík, Reykjanesbæ
Sími 421 1500
Opnunartími 7 til 21:00 virka daga, frá 8;00 til 18:00 laugardaga og sunnudaga
Fullorðnir, stakur miði, kr. 250 |
http://reykjanesbaer.is/displayer.asp?cat_id=1198&module_id=210&element_id=7947
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hundalíf
18.7.2008 | 18:23
Eins og ég hef áður lýst þá var ég með geðklofa fyrir ca. ári síðan og lét eftir að það kæmi hundur á heimilið. Þetta var svona bráða geðklofi sem kom yfir mig í eitt sinn og hefur ekki látið á sér kræla síðar. Ég mundi aldrei fá mér hund og ráðlegg engum að fá sér hund !..En ég sit uppi með hundinn, Tenor næstu ca. 15 árin Fyrst var þetta lítill sætur hvolpur en svo stækkaði hann og stækkaði og stækkaði og stækkaði og nú er hann stór ! Það verður að viðurkennast að það að hafa hund á heimilinu hefur margt jákvætt í för með sér. Samband Tenors og Guðmundar er alveg yndislegt -- þeir eru bestur vinir -- Útivera fjölskyldunnnar hefur aukist til muna og hundurinn bara auðgar líf fjölskyldumeðlima (kannski minnst mín...en samt ) En i dag þurfti ég að fara með Tenor til dýralæknis...sem er ekki eitt af mínum verkum með hundinn... en þar sem allir aðrir voru að vinna "neyddist" ég til að fara með hann. Hundurinn er búin að vekja mig upp síðastliðnar nætur þar sem hann er alltaf að hrista sig og skv. hundabókum er það merki um að eitthvað sé að angra hundinn og einhver ólykt hefur verið af honum síðustu daga (búið að baða hann tvisvar !) og í morgun var svæsin lykt úr eyrunum á honum. En ég gat ekki annað en hugsað um hvar hin Guðrún..þessi sem kom fram þarna í geðklofakastinu væri .... þegar ég var með þennan stóra hund upp á borði hjá dýralækninum haldandi um kjaftinn á honum svo hann hreyfði sig ekki ... n.b. ég sem er sko hrædd við hunda... já það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir að eiga hund þá hefur það ekki breyst að ég er hrædd við hunda, þó ég geti betur höndlað það núna....Ég hristi nú bara hausinn inn í mér þegar ég stóð þarna haldandi um kjaftinn á honum, tala blíðlega til hans og láta hann vera kyrran, hrósandi honum þegar læknirinn var búinn að skoða og hugsaði hver hefði trúað því að ég væri í þessum sporum..... ENGINN sem þekkir mig .....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sumarið -- sjónvarpsgláp -- yndislestur
1.7.2008 | 14:47
Þriðja táknið, eftir Yrsu Sigurðardóttur...Fín bók og fær mann alveg til að langa að lesa fleiri bækur höfundar, en ég nennti nú ekki alveg að setja mig inn í alla dularfullu galdrana í bókinni .. fannst ég hefði þurft að flétta fram og til baka í bókinni til að vera með allt galdradótið á hreinu..en held að það hafi ekki komið að sök að vera ekki algjörlega með galdrasöguna á hreinu.. held samt að þeir sem viti mikið um slík mál hafi meira gaman að bókinni...en bókin ágætis afþreying...og ég er komin með næstu tvær bækurnar hennar Yrsu á náttborðið hjá mér. Enda lesið meira fyrir svefninn núna þar sem fjarstýringin á sjónvarpinu er biluð !
Ísprinsessan, eftir Camilla Läckberg..ágætis bók, fannst reyndar dálitið erfitt að byrja á henni, fannst hún ekkert spennandi fyrst en síðan er söguþráðurinn bara alveg ágætur. Finnst reyndar erfitt að átta mig að staðarháttum í bókinni, smá ruglingslegt en kemur svo sem ekki að sök. Ágætis afþreying.Sjortarinn eftir James Patterson.. la la bók einföld en söguþráðurinn kemur stöðugt á óvart. Alkemistinn eftir Palo Coelho.. Ótrúlega spes bók, hefði örugglega hætt við hana ef hefði ekki verið fyrir að ég var í útlöndum og hafði ekki aðra bók að lesa (búin með tvær að þremur sem ég fór með) . En lesturinn varð meira og meira áhugaverður og margar stórgóðar hnitmiðaðar setningar og sagan bara einstök og kemur á óvart, en samt ekki þar --- kjarninn er að fylgja hjartanu. Bara mjög góð bók öðruvísi en góð. úr bókinni "Þegar einhver tekur ákvörðun er hann í rauninni að stinga sér á kaf í voldugan straumflaum, sem ber mann á stað sem hann hefur aldrei dreymt á ákvörðunarstundinni "Svo má ekki gleyma að ég búin að lesa Emil, Línu, Einar Áskel og fullt að bókum eftir Astrid Lindgren. Við Guðmundur vorum alveg með sögupersónur Astrid á hreinu þegar við heimsóttum SvíþjóðDægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)