Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Yndislestur

Er búin að lesa tvær bækur í júlí...byrjaði á þriðju sem ég nennti ekki að lesa og er nú með þá fjórðu á náttborðinu.  Las Viðsjál er vagga lífsins eftir Mary Higgins Clark, ágætis bók svona bara "venjuleg Mary Higgins Clark bók" Mér finnst flestar bækurnar hennar alveg ágætis afþreying þó ég verði að viðurkenna að hér áður fyrr var ég spenntari fyrir bókunum hennar. En eitt sló mig í bókinni en þar er peysa skrifuð með i ..peisa... Errm  ekki alveg í lagi.  Önnur bókin sem ég las var Hrafninn eftir Vilborgu Davíðsdóttur, mæli hiklaust með henni, mjög góð bók.  Byrjaði á einni eftir Amy Tan en leiddist hún, og hætti bara að lesa hana, man ekki hvað hún heitir og er búin að skila henni á bókasafni.  Er núna að lesa Saffraneldhúsið eftir Yasmin Crowther byjar vel og við sjáum til hvað "dóm" hún fær... Nú er ég að "safna" bókum fyrir sumarfríið þannig að ég á eftir að lesa helling í viðbót áður en skólabækurnar taka við Smile .

MAMMA MÍA er æði

Fór í bíó í gær að sjá MAMMA MÍA með "litlu" systir og litlu frænku (Þær voru að fara í annað sinn og skemmtu sér jafnvel eða ekki betur en í fyrra skiptið !) Myndin er æði, svo skemmtilega hallærislega góð.  Sjá 007 syngja og dansa var óborganlegt ... hann er svo hallærislega flottur..... Lögin eru bara æði og manni langaði bara að standa upp og klappa með Grin  Búningarnir og lögin maður fékk bara flashback !  Nú eru það bara ABBA lög sem fara í ipodin og guð hvað ég skal DILLA mér með og syngja hástöfum Dancing queen og öll hin.  Ef fólk vill lyfta sér upp, hlæja og bara eiga skemmtilega stund, endilega skella sér á myndina..... MUNA bara að sitja myndina til enda...Alveg þar til myndin fer af tjaldinu.

Frítt í sund

Í tilefni af verðsamanburði í dagblöðunum undanfarið vill ég benda á að það er frítt fyrir börn á grunnskólaldri í sund í Keflavík .....   Grin 

Vatnaveröld - sundmiðstöð
Sunnubraut 31, 230 Keflavík, Reykjanesbæ
Sími 421 1500
Opnunartími 7 til 21:00 virka daga, frá 8;00 til 18:00 laugardaga og sunnudaga

 

Fullorðnir, stakur miði,  kr.    250
30 miða kort fullorðnir, kr.  5.400
10 miða kort fullorðnir, kr.  2.250
Börn                                   frítt
67 ára  og eldri                    frítt 
Árskort                       kr. 20.000

http://reykjanesbaer.is/displayer.asp?cat_id=1198&module_id=210&element_id=7947


Hundalíf

Eins og ég hef áður lýst þá var ég með geðklofa fyrir ca. ári síðan og lét eftir að það kæmi hundur á heimilið.  Þetta var svona bráða geðklofi sem kom yfir mig í eitt sinn og hefur ekki látið á sér kræla síðar.  Ég mundi aldrei fá mér hund og ráðlegg engum að fá sér hund !..En ég sit uppi með hundinn, Tenor  næstu ca. 15 árin Sideways  Fyrst var þetta lítill sætur hvolpur en svo stækkaði hann og stækkaði og stækkaði og stækkaði og nú er hann stór !  Það verður að viðurkennast að það að hafa hund á heimilinu hefur margt jákvætt í för með sér.  Samband Tenors og Guðmundar er alveg yndislegt -- þeir eru bestur vinir --  Útivera fjölskyldunnnar hefur aukist til muna og hundurinn bara auðgar líf fjölskyldumeðlima (kannski minnst mín...en samt Wink) En i dag þurfti ég að fara með Tenor til dýralæknis...sem er ekki eitt af mínum verkum með hundinn... en þar sem allir aðrir voru að vinna "neyddist" ég til að fara með hann.  Hundurinn er búin að vekja mig upp síðastliðnar nætur þar sem hann er alltaf að hrista sig og skv. hundabókum er það merki um að eitthvað sé að angra hundinn og einhver ólykt hefur verið af honum síðustu daga (búið að baða hann tvisvar !)  og í morgun var svæsin lykt úr eyrunum á honum.  En ég gat ekki annað en hugsað um hvar hin Guðrún..þessi sem kom fram þarna í geðklofakastinu væri .... þegar ég var með þennan stóra hund upp á borði hjá dýralækninum haldandi um kjaftinn á honum svo hann hreyfði sig ekki ... n.b. ég sem er sko hrædd við hunda... já það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir að eiga hund þá hefur það ekki breyst að ég er hrædd við hunda, þó ég geti betur höndlað það núna....Ég hristi nú bara hausinn inn í mér þegar ég stóð þarna haldandi um kjaftinn á honum, tala blíðlega til hans og láta hann vera kyrran, hrósandi honum þegar læknirinn var búinn að skoða og hugsaði hver hefði trúað því að ég væri í þessum sporum..... ENGINN sem þekkir mig Smile.....


Sumarið -- sjónvarpsgláp -- yndislestur

Eftir að hafa kláraða skólann hef ég horft á fjórar seríur af Greys Anatomy, geðveikir þættir sem ég hélt að væru leiðinlegir Woundering en reyndust svo bara bara skemmtilegir Smile.... bíð spennt eftir næstu seríu.... síðan er ég búin að horfa á tvær seríur af Brothers and sisters og það eru sko góðir þættir ... bíð mjög spennt eftir næstu seríu ..... sá líka Kite runner myndina, hún er ágæt en bókin er miklu betri.  Mér finnst að til að fá eitthvað út úr myndinni verður að lesa bókina fyrst, það kemur ekki nægilega fram í myndinni þetta einstaka samband drengjanna.....en ég grét yfir myndinni.Crying...ég var búin að lesa bókina og vissi svo mikið meira en myndin sagði . Eftir allt þetta sjónvarsgláp þá fór ég loks að lesa........en nb. ég er líka búin að taka til, þvo þvott, elda mat, hjóla, ganga, fara í sólbað, fara til útlanda og bara gert fullt annað skemmtilegt. Væri reynda til í að fá gott veður það sem eftir er að júlí --hlýtt og sól..........s.s SÓLBAÐSVEÐUR........En best að fara aðeins yfir bækurnar sem ég er búin að lesa í júní. Grunnar grafir, eftir Fritz Má Jörgensson.. ágætis bók spennandi söguþráður en höfundur fer stundum of langt frá efninu finnst mér, of miklar vangaveltur um samfélagsmál sem eru í raun og veru að gerast núna--spurning hvernig bókin eldist.  En ég tel að það væri hægt að gera góða sjónvarpsmynd eftir bókinni. Hef lesið aðra bók eftir sama höfund "þrír dagar í október" mér fannst hún betri mjög spennandi og ég hefði vilja sá þá atburðarás í sjónvarpþætti -- þetta er fínt handrit af sakamálþætti! Allavega spennandi bækur báðar tvær.

Þriðja táknið, eftir Yrsu Sigurðardóttur...Fín bók og fær mann alveg til að langa að lesa fleiri bækur höfundar, en ég nennti nú ekki alveg að setja mig inn í alla dularfullu galdrana í bókinni .. fannst ég hefði þurft að flétta fram og til baka í bókinni til að vera með allt galdradótið á hreinu..en held að það hafi ekki komið að sök að vera ekki algjörlega með galdrasöguna á hreinu.. held samt að þeir sem viti mikið um slík mál hafi meira gaman að bókinni...en bókin ágætis afþreying...og ég er komin með næstu tvær bækurnar hennar Yrsu á náttborðið hjá mér. Enda lesið meira fyrir svefninn núna þar sem fjarstýringin á sjónvarpinu er biluð !

Ísprinsessan, eftir Camilla Läckberg..ágætis bók, fannst reyndar dálitið erfitt að byrja á henni, fannst hún ekkert spennandi fyrst en síðan er söguþráðurinn bara alveg ágætur.  Finnst reyndar erfitt að átta mig að staðarháttum í bókinni, smá ruglingslegt en kemur svo sem ekki að sök.  Ágætis afþreying.Sjortarinn eftir James Patterson.. la la bók einföld en söguþráðurinn kemur stöðugt á óvart. Alkemistinn eftir Palo Coelho.. Ótrúlega spes bók, hefði örugglega hætt við hana ef hefði ekki verið fyrir að ég var í útlöndum og hafði ekki aðra bók að lesa (búin með tvær að þremur sem ég fór með) .  En lesturinn varð meira og meira áhugaverður og margar stórgóðar hnitmiðaðar setningar og sagan bara einstök og kemur á óvart, en samt ekki þar --- kjarninn er að fylgja hjartanu. Bara mjög góð bók öðruvísi en góð. úr bókinni "Þegar einhver tekur ákvörðun er hann í rauninni að stinga sér á kaf í voldugan straumflaum, sem ber mann á stað sem hann hefur aldrei dreymt á ákvörðunarstundinni "Svo má ekki gleyma að ég búin að lesa Emil, Línu, Einar Áskel og fullt að bókum eftir Astrid Lindgren. Við Guðmundur vorum alveg með sögupersónur Astrid á hreinu þegar við heimsóttum Svíþjóð  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband