Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Geðklofi

Það hefði ekki nokkrum manni dottið í hug, þá síst mér að ég fengi hund á mitt heimili....en síðan gerðist eitthvað...hlýtur að hafa verið geðklofi sem kom yfir mig einn daginn og ég gaf samþykki fyrir því að það kæmi hundur inn á heimilið. Enda fjölskyldumeðlimir ekki lengi að taka við sér þegar samþykkið kom, það var bara drifið í málunum og fundinn þessi flotti vizslu hundur.  Við fengum Tenór 19. júlí og hann er náttúrulega bara búin að bræða mig, þvílík áskorun fyrir mig að hafa hund....bara að koma við hund var mikið fyrir mig.....ég er er í eðli mínu hrædd við dýr...en kannski er þetta líka hugarfarið....ég bara ákvað að ég ætlaði ekki að standa lengur í vegi fyrir því sem alla aðra á heimilinu langaði í og við höfum aðstöðu til ...s.s að fá hund.  Við Tenór erum búin að eiga góðar stundir saman, ég er búin að þreifa á löppunum hans, þrífaá honum eyrun, strjúka honum öllum (eins og hvað mér fannst bara hálf ógeðslegt að koma við dýr) Ekki heldur vandamálið að taka upp eftir hann, bara eðlilegasti hlutur í heimi.....hlýt að vera geðklofa......enda hlæ ég af sjálfri mér ......finnst þetta ekki vera ég....en samt fell ég svo vel inn í hlutverkið.......ótrúlegt, eða kannski ekki....ég er örvhent. Tounge

http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1282937


Frábært sumar

Það er endalaust hægt að ræða um veðrið, en sumarið í ár er það besta sem ég man eftir eftir að ég komst á fullorðinsaldur.  Ef við gætum verið viss um að veðrið væri alltaf svona á sumrin væri lífið frábært.  GÁS hefur verið duglegur að fara á gæsló í sumarfríinu og oftast er regngallinn í töskunni (bara svona að gömul vana, það gæti ringt!) en hann hefur verið notaður tvisvar í sumar, já tvisvar...ótrúlegt.   Það er hægt að vera úti á stuttermabol dag eftir dag, og kvöldin eru bara æðisleg....bara eins og maður sé í útlöndum.  Í minningunni var veðrið alltaf gott þegar ég var lítil......maður fór alla daga á Miðtúnsróló og í minningunni var bara alltaf gott veður....eflaust er það ekki rétt en allavega gott að minningin er góð....Rólóstemmingin sem var á Miðtúnsróló var skemmtileg, það var best að ná fremstu rólunum og ef maður var fyrstur og náði þeim þá lét maður þær ekki allan daginn, maður fékk einhver til að passa rólurnar þegar maður fór heim í hádegismat og jafnvel líka þegar farið var í kvöldmat.....allan daginn voru allar rólurnar uppteknar, það hittust allir á róló og ef maður var í vist þá kom maður með krakkana þangað.....ég á bara góðar minningar frá Miðtúnsróló.  Stundum var farið í kýló á kvöldin og landaparís---- ummmm ----kom síðan heim örþreyttur og fékk sér kvöldkaffi........ mig langar nú bara út að leika mér  þegar ég hugsa um æskuna mína ---      


Hvannarót

Var í garðvinnu um helgina.  Það var mikil hvannarót í beðunum á bak við hús hjá mér, það er alveg ótrúlegt hvað mér finnst þetta ógeðsleg jurt.  Mér finnst þessi jurt eins og eitthvað skrímslið..minnir mig líka á jurtina í litlu hryllingsbúðinni með angana út um allt og tilbúin að taka mann !!
.....Eins og hvað hvannarót ógeðsleg --- að mínum dómi --- þá er hún víst mjög góð við mörgum kvillum og líka notuð í te.....gæti ekki hugsað mér að drekka það, sæi fyrir mér að jurtin færi að vaxa inn í mér.....eins og brjálað óargadýr...sérstaklega kannski vegna þess hvernig ég fór með alla ættingja hennar um helgina!!....reif þá  alla upp með rótum og fór með þá á haugana.......annars finnst mér ekki gaman að vinna í garðinum, neyðist til þess svo hann fari ekki í órækt....maður fær skríðandi pöddur og lirfur á sig.....ógeðslegt....en á móti finnst mér æðislegt að vera úti og það bjargar málunum -- maður er líka ánægjulega þreyttur eftir góða garðvinnu....
Bónusinn er, að garðurinn er líka algjört augnayndi þegar hann er vel hirtur.  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband