Óróleiki....
17.2.2009 | 19:54
Er hagstæðar að vera atvinnulaus en vinna á lámarkslaunum? Ef atvinnuleysisbætur eru hærri en lámarkslaun og t.d lyf niðurgreidd hjá atvinnulausum, sem mér skilst að nýja ríkisstjórnin stefni að eða hefur jafnvel komið á, er þá ekki líklegt að fólk sem er atvinnulaust hugsi sig tvisvar um ef því býðst vinna þar sem launin eru lægri en bæturnar sem það er á. Auðvitað eru allir atvinnulausir ekki á lámarkslaunum, en það er ömurlegt fyrir þá sem vinna fulla á lámarkslaunum að vita til þess að þeir væru betur settir atvinnulausir, allavega fjárhagslega. Það er eitthvað öfugsnúið við þetta.
Það er uggur í mér með þá tillögu ríkisstjórnarinnar að leyfa fólk að taka út viðbótarlífeyrissparnaðinn. Í grein í mogganum í morgun voru vangaveltur um hag sjóðanna sem þurfa að borga út sparnaðinn núna þegar þeir geta einungis fengið lámarksverð fyrir bréf sem þeir þurfa að selja, hvað með þá sem taka ekki út, hvað með framtíðarávöxtun, er hugsað til lengri tíma. Það er ömurlegt að þessi mál virðast ekki hugsuð til langs tíma litið. Þó ástandið sé slæmt er mikilvægt að málum sé ekki þannig háttað að meiri hagsmunum sé ekki fórnað fyrir minni, bara til að lægja öldurnar tímabundið. Það verður að líta á heildarmyndina og huga að framtíðinni, ekki framkvæma eitthvað sem kemur okkur um koll síðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.