Skyldusparnaður
12.10.2008 | 09:57
Ég legg til að það verði aftur tekin upp skyldusparnaður. Skil ekki hvers vegna hann var tekin af, veit um marga á mínum aldri sem notuðu skyldusparnaðinn sem innborgun á fyrstu íbúðina. Í dag væri þetta öruggur peningur, geymdur hjá ríkinu !!....það væri ekki búið að sóa þeim í útlöndum. Ég sem foreldri tveggja ungmenna væri mjög hlynnt því að skyldusparnaðurinn væri tekin upp, þó að maður sé að reyna að láta þau spara, sem hefur svo sem tekist ágætlega þá væri gott að þau ættu skyldusparnað sem erfiðara væri að nálgast (og þau fengu ekki leyfi mömmu til að taka hann út fyrr en síðar
) . En að öðru, ég er ekki alveg viss um að við eigum að leita til alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ég vill alls ekki að við missum neitt vald til þeirra...þurfum að fá lán á okkar forsendum
...ef einhvertímann hefur verið mikilvægt að vera sjálfstæð þá er það núna. Við getum leyst þetta mál en megum ekki ana út í neitt. Annars hef ég nú reynt að vera ekki velta mér mikið upp úr fréttum núna, þær eru nú frekar niðurdrepandi, en fylgist samt ágætlega með ætla bara ekki að missa mig yfir þessu, en ég er samt komin á það niðurstöðu að það þarf að komast að því hvað mennirnir gerðu við peningana og hvar eru þeir núna....ég bara spyr......Spaugsdofann var góð í gær sérstaklega þegar þeir tóku fyrir hræðsluáróður Bónusmanna. Það er ekki óeðlilegt að það verði minna vöruframboð hér á næstu misserum en það er óþarfi að reyna að spila á fólk.
Athugasemdir
Alveg sammála þér með skyldusparnaðinn (eins og svo margt annað ). Skil ekki af hverju þetta var afnumið.
Sirrý (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.