Samantekt !

jæja búin að setja inn bloggfærslurnar sem ég skrifaði á Spáni...en var ekki nettengd..Bara smá framhald af þeim þá get ég upplýst að bóndinn var jafn hrifinn af Marley og ég...og ég ! Hann var meira að segja að spara hana til að geta verið lengur með hana, smá skrítin. Woundering 

Ég flaug heim frá Spáni í gærkveldi með Iceland express og er ekki jafn hrifin og ég var þegar ég fór út...ég var bara skíthrædd í þessari vél ... rosa læti og bara maður var bara með einhver ónot.. en við komumst heil á höldnu heim..sem betur fer vissi ég ekki af flugslysinu í Madríd þegar ég lagði af stað hefði verið ennþá stressaðri.....en verð að segja að ég kysi Icelandair frekar ..... eitthvað svo íslenskt Woundering ein smá klikkuð en svona er þetta bara.  Verð örugglega búin að skipta um skoðun næst þegar ég ætla að ferðast...(held ég hafi nú bara verið óþarfa stressuð í gær, sérstaklega eftir að kallinn sagði "þetta er nú algjört dót þessi vél " ENNNN..spurning hvað maður velur næst....maður horfir bara á verðið er það ekki ?

er búin með hálfa bókina, Skipið og eins og ég nefndi finnst mér hún frekar karllæg og eftir því sem ég les meira er hún enn meira karllæg, ljósvélar, skíta og eitthvað sem mér finnst ekki spennandi, en ég held ég verði að klára hana, vantar að vita hvað GERIST......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband