Sumarið -- sjónvarpsgláp -- yndislestur

Eftir að hafa kláraða skólann hef ég horft á fjórar seríur af Greys Anatomy, geðveikir þættir sem ég hélt að væru leiðinlegir Woundering en reyndust svo bara bara skemmtilegir Smile.... bíð spennt eftir næstu seríu.... síðan er ég búin að horfa á tvær seríur af Brothers and sisters og það eru sko góðir þættir ... bíð mjög spennt eftir næstu seríu ..... sá líka Kite runner myndina, hún er ágæt en bókin er miklu betri.  Mér finnst að til að fá eitthvað út úr myndinni verður að lesa bókina fyrst, það kemur ekki nægilega fram í myndinni þetta einstaka samband drengjanna.....en ég grét yfir myndinni.Crying...ég var búin að lesa bókina og vissi svo mikið meira en myndin sagði . Eftir allt þetta sjónvarsgláp þá fór ég loks að lesa........en nb. ég er líka búin að taka til, þvo þvott, elda mat, hjóla, ganga, fara í sólbað, fara til útlanda og bara gert fullt annað skemmtilegt. Væri reynda til í að fá gott veður það sem eftir er að júlí --hlýtt og sól..........s.s SÓLBAÐSVEÐUR........En best að fara aðeins yfir bækurnar sem ég er búin að lesa í júní. Grunnar grafir, eftir Fritz Má Jörgensson.. ágætis bók spennandi söguþráður en höfundur fer stundum of langt frá efninu finnst mér, of miklar vangaveltur um samfélagsmál sem eru í raun og veru að gerast núna--spurning hvernig bókin eldist.  En ég tel að það væri hægt að gera góða sjónvarpsmynd eftir bókinni. Hef lesið aðra bók eftir sama höfund "þrír dagar í október" mér fannst hún betri mjög spennandi og ég hefði vilja sá þá atburðarás í sjónvarpþætti -- þetta er fínt handrit af sakamálþætti! Allavega spennandi bækur báðar tvær.

Þriðja táknið, eftir Yrsu Sigurðardóttur...Fín bók og fær mann alveg til að langa að lesa fleiri bækur höfundar, en ég nennti nú ekki alveg að setja mig inn í alla dularfullu galdrana í bókinni .. fannst ég hefði þurft að flétta fram og til baka í bókinni til að vera með allt galdradótið á hreinu..en held að það hafi ekki komið að sök að vera ekki algjörlega með galdrasöguna á hreinu.. held samt að þeir sem viti mikið um slík mál hafi meira gaman að bókinni...en bókin ágætis afþreying...og ég er komin með næstu tvær bækurnar hennar Yrsu á náttborðið hjá mér. Enda lesið meira fyrir svefninn núna þar sem fjarstýringin á sjónvarpinu er biluð !

Ísprinsessan, eftir Camilla Läckberg..ágætis bók, fannst reyndar dálitið erfitt að byrja á henni, fannst hún ekkert spennandi fyrst en síðan er söguþráðurinn bara alveg ágætur.  Finnst reyndar erfitt að átta mig að staðarháttum í bókinni, smá ruglingslegt en kemur svo sem ekki að sök.  Ágætis afþreying.Sjortarinn eftir James Patterson.. la la bók einföld en söguþráðurinn kemur stöðugt á óvart. Alkemistinn eftir Palo Coelho.. Ótrúlega spes bók, hefði örugglega hætt við hana ef hefði ekki verið fyrir að ég var í útlöndum og hafði ekki aðra bók að lesa (búin með tvær að þremur sem ég fór með) .  En lesturinn varð meira og meira áhugaverður og margar stórgóðar hnitmiðaðar setningar og sagan bara einstök og kemur á óvart, en samt ekki þar --- kjarninn er að fylgja hjartanu. Bara mjög góð bók öðruvísi en góð. úr bókinni "Þegar einhver tekur ákvörðun er hann í rauninni að stinga sér á kaf í voldugan straumflaum, sem ber mann á stað sem hann hefur aldrei dreymt á ákvörðunarstundinni "Svo má ekki gleyma að ég búin að lesa Emil, Línu, Einar Áskel og fullt að bókum eftir Astrid Lindgren. Við Guðmundur vorum alveg með sögupersónur Astrid á hreinu þegar við heimsóttum Svíþjóð  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt að lesa bloggið þitt, þú er góður penni. Ótrúlegt hvað þú kemst yfir að gera mikið á stuttum tíma og gaman að lesa dómana á bókunum.

Kveðja Sólveig.

Sólveig Jörgensdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband