Búálfar
1.8.2007 | 09:56
Ég er alveg viss um að það eru til búálfar. Þeir hljóta að fara um á nóttunni heima hjá mér og fela hluti. Í morgun fann ég ekki vinnulyklana. Ég kom seint heim úr vinnunni í gær læsti vinnubílnum gekk inn, settið töskuna og úlpuna í stólinn.....síðan fór ég bara að borða, glápa á sjónvarpið....fór ekkert út....jú aðeins í næsta hús... en ekki með neitt....og síðan í morgun þá finn ég ekki lyklana....bóndinn vaknaði og leitaði með mér, unglingurinn kom heim eftir moggaútburð og leitaði með mér...en lyklarnir finnast ekki....það er búin að kemba húsið, lyfta upp stólum og sófum og ég veit ekki hvað og hvað.......kannski hundurinn eða guttinn hafi tekið þá ?
Nei ég hallast frekar á búálfana......ég lenti í því í vor að ég týndi Vísa veskinu mínu með debetkortinu, Visakortinu, bensínkortinu og ég veit ekki hvað og hvað.......ég var alveg viss um að það væri heima........húsinu var snúið við ekki fannst veskið......þá var ég alveg sannfærð um að litli guttinn hafi tekið það, það var reynt að veiða upp úr honum, fyrst þegar hann var spurður þá vildi hann meina að Drekinn hans hefði tekið veskið, (Drekinn er einhver ósýnilegur vinur sem gerir flest prakkarastrikin hans) síðan þegar var gengið á hann þá mundi hann eftir að hafa verið með veskið og síðan sett það á eldhúsborðið.....en ekki fannst veskið.....það var búið að tala við konurnar á leikskólanum, þær höfðu ekki orðið varar við veskið (hafði lent í því áður að guttinn var með debetkortið mitt í buxnavasanum á leikskólanum og sagði konunum að hann ætlaði að "kaupa" með því) jæja ég gafst upp eftir smá tíma og pantaði nýtt debetkort....áður en ég fæ það erum við að fara í ferðalag og erum að tína í bílinn, segi þá við unglinginn minn, ef þú finnur Visaveskið mitt áður en við förum skal ég gefa þér 1000 kall......................viti menn hún fann það á 2 mínútum......það lá bara á eldhúsgólfinu.....ekki alveg svona í augnsýn.....var vel falið einhvervegin undir eldhúsinnréttingunni, við sökkulinn............ég var búin að ryksuga og skúra örugglega tvisvar eða þrisvar á þessu tímabili, en veskið fór framhjá mér............ég er alveg viss um að búálfarnar voru að stríða mér, hafa tekið veskið og síðan plantað því undir innréttinguna, þeir hafa örugglega hlegið hátt þegar ég borgaði unglingum 1000 kallinn..........núna þurfa þeir bara að skila mér lyklunum..........kannski ég skrifi þeim bréf ------kæru búálfar mig vantar svo lyklana ef þið skili mér þeim i dag gef ég ykkur..humm....veit ekki hvað ég ætti að bjóða þeim...það virkaði mjög hvetjandi á unglinginn að fá pening, ætli það virki á búálfa?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.