Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Sagan

Mér finnst Bessastaðir algjörlega æðislegur staður.  Húsið er með svo mikla sögu..það er eins og sagan umleiki mann þegar maður er staddur þar og manni langar bara að fara aftur í tímann. Mér finnst húsgögnin æðisleg, og motturnar --svo notaðar-- ...margt gamalt sem sést á , en mér finnst frábært að það sé haldið í það.....Að motturnar séu trosnaðar á endunum gefur húsinu svo mikið líf...maður sér að það hefur verið og er líf í húsinu......Mér finnst að það mætti byggja annað hús í sama stíl við þau sem fyrir eru...með stórum sal....þar væri hægt að hafa allskonar samkomur og jafnvel taka á móti skólahópum og gera sögunni okkar hátt undir höfði ...Það er mikilvægt að halda í söguna ----


Nýtt ár !

Ég tek á móti nýju ári með tilhlökkun og vona að það verði gott. Gamlárskvöld var skemmtilegt, mikið borðað, spilað og sprengt.  Ég keypti partý og co spilið á gamlársdagsmorgun, fékk síðast spilið í Hagkaup, og það stóð vel undir væntingum.  Skemmtilegt spil og sérstaklega skemmtilegar spurningarnar um hve vel þekkir þú spilafélaga þína, það kom í ljós að maður þekkir sitt fólk Wink 
Mér fannst áramótaskaupið ágætt, grenjaði úr hlátri að einu atriðið, þegar Jón Gnarr kom í Stundina okkar og reyndi að eyðileggja veður Selin til að bjarga geðheilsu barna sinna --margir sem föttuðu ekki um hvað málið snérist -- en þessi Veður selur er alveg ferlega leiðinlegur, fæ alveg grænar þegar hann kemur í Stundina. 
Ég horfði á Næturvaktina í jólafríinu (er ekki enn búin að gera allt hitt sem ég ætlaði mér í jólafríinu t.d að læra á Mind Manager og sortera skóladót Wink)  Hélt fyrst þegar ég byrjaði að horfa á Næturvaktina, að ég væri bara alveg húmorslaus, fannst þetta bara ekkert fyndið (og allir að tala um hvað þetta væru fyndnir þættir ) En þegar ég var búin að horfa á alla tólf þættina var ég búin að grenja úr hlátri nokkrum sinnum.....mjög góðir þættir Grin.....held samt að þeir hefði verið betri ef einhver annar hefði leikið persónuna sem Jón Gnarr leikur...Jón dálítið ofnotaður þetta árið...
Búin að hlusta á bókina A Thousand splendid Suns, frábær..... og nú byrja ég á næstu bók..spurning hvað verður fyrir valinu !
Og nú eru bara tvö jólaboð eftir...Bessastaðir og Njarðvík......Smile


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband