Að pússa gleraugu eða augu

Jæja nú er ég búin að vera gleraugnalaus í nokkrar vikur. Ég er alveg ótrúlega sátt við árangurinn. Er reyndar enn að venjast því að vera ekki með gleraugu. Finnst ég óttalega föl og glær, er svo tómlega í andlitinu ! finnst alveg ómissandi að vera með  eyrnalokka núna -- sem mér fannst algjörlega ofaukið þegar ég var með gleraugun á nefinu FootinMouth  ....ég ætla enn að taka gleraugunin af mér þegar ég fer að sofa og setja þau á mig þegar ég vakna, ég er enn að ýta puttanum á nefið, þegar ég ætla að setja gleraugunin upp...en það kórónaði alveg gleraugnamissinn áðan að ég ætlaði að taka niður gleraugunin og pússa þau....fannst vera móða....Tounge  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha það hefur gengið illa :)

Annars finnst mér þú mjög sæt og fín án gleraugnanna alveg eins og með þau 

Merkilegt hvað maður venst því fljótt að sjá fólk án gleraugna sem maður hefur aldrei séð nema með þau á nefinu. 

Sirrý (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 10:24

2 identicon

Sæl kæra systir - gangi þér vel gleraugnalaus eða hvernig sem þú vilt vera.

Gaman að lesa bloggið þitt og fylgjast með þér blómstra

Helga Margrét (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband