Að týna hlutum

Svei mér þá ég held að búálfarnir mínir hafi aðeins minnt á sig um daginn. Þannig var að ég týndi ipodnum mínum, pennaveskinu en í því var diktafónninn minn (rosalega mikilvægt tæki hjá mér þessa dagana) og síðan dagbókinni minni (nb. allt skipulagið mitt í henni) . Ég kenndi stóra stráknum um hvar ipodsins. Ipodin var í bílnum og strákurinn með hann í láni. Ég er nýbúin að uppgötva að hlusta bara á góða tónlist þegar ég er að keyra, og ipodin kom sér vel þegar ég var að reyna að vera fréttalaus. En allavega drengurinn var með bílinn og ég var sannfærð um að ipodin hafi verið þar og honum hafi verið stolið. En ég var s.s búin að leita af öllum þessum þremur hlutum en fann ekki neitt...Var alveg ótrúlega svekkt yfir að finna ekki ipodin, var alveg sannfærð um að honum hefði verið stolið.......Síðan liðu nokkrir dagar og þá fann ég fyrst dagbókina hún var í bílnum, pennaveskið fannst degi síðar líka í bílnum Errm og að lokum fann ég ipodin, en hann var ekkkki í bílnum, hann var allt í einu komin inn og bara lá á borðinu og ég get svarið fyrir það að ég var mörgu sinnum búin að ganga fram hjá þessu borði. Álfarnir mínir hljóta að hafa verið að stríða mér Woundering Hlutirnir voru alveg á öfugum stað við það sem ég hélt að ég hafði séð þá síðast. Pinch Mér finnst samt alveg ótrúlegt hvað manni er annt um hlutina sína núna. Ég er alveg að missa mig ef ég "held" að ég sé búin að tína einhverju. fyrir breytingu (finnst fáránlegt að kalla þetta kreppu) þá róaði ég mig alltaf með því að ég myndi nú bara kaupa nýtt....svona ef ég týndi einhverju.....En núna getur maður bara ekki keypt neitt nýtt, eins gott að halda í allt þetta gamla góða. Ég er reyndar alveg rosalega góð í að týna einhverju tímabundið !, gsm síminn minn er ótrúlega góður í því að verða viðskila við mig og bíllyklarnir, já þeir, ég held að þeir hoppi nú bara stundum af hillunni sem þeir eiga að vera á. En þetta með að tína og finna aftur ..... verð að fara að passa betur upp á hlutina núna .... ég verð alltof pirruð að finna þá ekki .... og núna get ég ekki róað mig með því að ætla mér bara að kaupa nýtt. Blush 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband