Ég styð lögregluna
22.11.2008 | 19:57
Mér finnst til skammar að fólk ráðist að lögreglunni. Hvers konar lýður er þetta. Að mótmæla er í lagi en að gera það á þennan hátt er ekki til eftirbreytni. Ég ætla að vona að þeir sem standa fyrir mótmælum á Austurvelli hvetji fólk til að mótmæla án ofbeldis á næsta fundi. Hverju er áorkað með því að ráðast að lögreglunni, ber ekki öllum að fara að lögum og reglum, eða eiga mótmælendur að fá aðra og betri meðhöndlun. Viljum við ekki að lögreglan haldi uppi lögum og reglum. Hefur fólk hugsað til enda hvernig fer ef þetta heldur áfram svona. Ég hef áhyggjur að mótmælin séu að fara úr böndunum, reiðina þarf að höndla betur og virkja á annan hátt. Með því skilar hún betri árangri og mótmælendur fá fleira fólk í lið með sér. Það er örugglega fólk þarna úti sem vill mótmæla ástandinu en vill ekki láta kenna sig við þá hegðun sem sást við lögreglustöðina í dag.
Ég vona að fólk upplýsi börn sín um það að sú hegðun sem sást við lögreglustöðina í dag sé ekki til fyrirmyndar, börnin þurfa að vita að slík hegðun er eitthvað sem ber að varast
Fanganum sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var á Staðnum
Þegar við fyrst komum að lögreglustöðinni var hún læst ekkineinn til viðræðna
Þannig að ég byrjaði að banka en enginn kom til dyra
Þó svo að lögreglan væri þar innandyra hún opnaði ekki hvað sem við bönkuðum.
Mér finst að Lögreglan ætti að minnsta kosti að heyra.
Allavega Fór undiritaður á bakvið stöðina og óskaði eftir því að fá að tala við yfirmann en var vísað burtu.
Ekki var með neinu móti hægt að tala við lögreglu og því fór sem fór
Hvernig er hægt að Styðja Lögreglu sem er heyrnarlaus
Æsir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 19:59
Það ætti að eldræsta þess fávita sem kalla sig talsmenn lýðsins og mótmæla öllu sem gerist í landinu... fávitar og ekkert annað... þessi gæi hefði átt að dúsa af sér dóminn eins og allir aðrir, ekki að sleppa svona vegna samansafns klinks sem safnaðist í ræsinu og gerir hann að frjálsum manni í óþökk borgaranna sem borga sinn skatt til að hýsa svona ólýð eins og þann!
Þór (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:14
Korton ég sá nú ekki betur en að lögreglunni hefði verið kastað eggjum og öðru lauslegu og er það ekkert annað en árás á lögregluna.
Var einmitt þvílíkt heitur fyrir þessu heimskulega máli fyrr í dag, að það séu virkilega til 500 Íslendingar sem vilja láta sleppa dæmdum sakamanni, og það síbrotamanni! En í stað þess að láta mína reiði bitna á alþingi íslendinga, lögreglustöðinni eða almenningssamgöngum fór ég í bolta og fékk þar útrás. Hvet fólk til að fá heilbrigða útrás mun fremur en að ganga til liðs við þann skríl sem veður hér uppi.
Sigur!, 22.11.2008 kl. 20:48
Í 10. grein laga um fullnustu refsinga segir skýrt og greinilega að tilkynna skuli „dómþola“ „bréflega, með sannanlegum hætti, og að minnsta kosti með þriggja vikna fyrirvara hvenær og hvar honum ber að mæta til afplánunar.“
Þessari grein var ekki fylgt í þessu máli og þetta því ólögleg handtaka, held að fólk hafi frekar verið að mótmæla hægri breytingu landsins í lögregluríki, sem kristallaðist einmitt vel í þessari handtöku.
Jóhann Pétursson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.