Íslendingur
28.8.2008 | 00:42
þjóðarstoltið var mikið þegar tekið var á móti landsliðinu í dag. Þetta var svo íslensk stund, maður var þvílíkt stoltur af því að vera íslendingur og stoltur af liðinu. Ég hugsaði til Gumma frænda sá hefði verið stoltur af syninum. Mér fannst þessi stund alveg frábær -- þarna voru íslendingar að fagna, þjóðarstoltið sveif yfir ..... það var gott að vera íslendingur í dag Til að setja punktinn yfir i-ið þá hljómaði lagið ÍSLAND ER LAND MITT í útvarpinu þegar ég settist í bílinn....maður fékk nú bara tár í augun yfir því að vera íslendingur....ótrúlega góð tilfinning.
Athugasemdir
Algjörlega sammála - þrátt fyrir að vera "anti sportisti" .... þá var ég alveg rosalega stolt!
Edda (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.