Sumafríið er búið

Þegar þetta er skrifað 20. ágúst er ég að fara heim. Búin að eiga frábærar þrjár vikur hér á Spáni, en er sko alveg tilbúin að fara heim. Ótrúlegt hvað heima er æðislegt, rúmið, lyktin, maturinn, hreina loftið, veðrið (já veðrið er svo fjölbreytt og svo skemmtilega leiðinlegt stundum) blöðin (já ég sakna moggans..smá biluð) æ æ það verður bara gott að koma heim hitta Ævar og það verður gott að hitta tengdó sem hefur verið veikur á meðan við erum hér í fríinu. Guðmundur saknar leikskólans er sko alveg tilbúin að byrja aftur eftir frí, Hildur fer í FS byrjar á föstudaginn en háskólastúdentinn fær eina viku enn í frí, þvílíkur lúxus að vera í háskóla ! en mig hlakkar til að byrja finnst alveg svakalega skemmtilegt að vera í skóla brjálað að gera í hausnum á manni, skemmtilegt fólk sem maður hefur kynnst og bara gaman. Held ég verði bara eilífðarstúdent J  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband