Klikkað fólk sem öskrar í Tívolí
30.6.2008 | 18:47
Þar sem ég fer ekki í tæki í Tívolí var Guðmundur heppinn að hafa frændfólk sitt með í Tívolí í Stokkhólmi. Ég hef einu sinni farið í tæki í Tívolí og það var í Århus í Danmörku. Ég hef aldrei skilið hvað fólk þarf að öskra í tækjunum --- hef hugsað -- voðalega athyglissýki er þetta í fólki... maður þarf nú ekkert að öskra í þessum tækjum.... en eftir að hafa verið mönuð af manni mínum og mági lét ég mig hafa það að fara í bát sem sveiflaðist fram og til baka í Tívolí í Århus og ég get svo svarið það að "báturinn" var varla farin að stað þegar ég stóð á öskrinu... bara réði ekki við mig.. öskraði og öskraði.... svo var ég plötuð í rússíbanann og það átti nú ekki að vera mikið mál eftir "bátinn" en það var sama sagan hjá mér ég stóð á öskrinu........síðan hef ég ekki farið í tæki í Tívolíog mun ekki gera það oftar............og ég SKIL núna fólk sem öskrar í Tívolí..........SKIL það bara mjög vel....
Athugasemdir
He he ég er svo sammála þér. Er ekki hrifin af tívolítækjum og öskra úr mér lifur og lungum ef það næst að draga mig í svoleiðis. En það hefur ekki gerst í mörg ár :)
Velkomin heim... við þurfum að fara að hittast..
Sirrý (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.