Klikkað fólk sem öskrar í Tívolí

Þar sem ég fer ekki í tæki í Tívolí var Guðmundur heppinn að hafa frændfólk sitt með í Tívolí í Stokkhólmi.  Ég hef einu sinni farið í tæki í Tívolí og það var í Århus í Danmörku.  Ég hef aldrei skilið hvað fólk þarf að öskra í tækjunum ---  hef hugsað -- voðalega athyglissýki er þetta í fólki... maður þarf nú ekkert að öskra í þessum tækjum.... en eftir að hafa verið mönuð af manni mínum og mági lét ég mig hafa það að fara í bát sem sveiflaðist fram og til baka í Tívolí í Århus og ég get svo svarið það að "báturinn" var varla farin að stað þegar ég stóð á öskrinu... bara réði ekki við mig.. öskraði og öskraði.... svo var ég plötuð í rússíbanann og það átti nú ekki að vera mikið mál eftir "bátinn" en það var sama sagan hjá mér ég stóð á öskrinu........síðan hef ég ekki farið í tæki í Tívolíog mun ekki gera það oftar............og ég SKIL núna fólk sem öskrar í Tívolí..........SKIL það bara mjög vel.... Blush

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

He he ég er svo sammála þér. Er ekki hrifin af tívolítækjum og öskra úr mér lifur og lungum ef það næst að draga mig í svoleiðis. En það hefur ekki gerst í mörg ár :)

Velkomin heim... við þurfum að fara að hittast..

Sirrý (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband