Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Sumarlestur og flugnastríð

Verð að halda áfram að halda til haga yndislestrinum mínum. Ég reyndi aftur við bókina Karlar sem hata konur, aftur því að ég reyndi að lesa hana fyrr í vetur en náði ekki að halda mér við efnið. Ég gerði s.s aðra tilraun en hún tókst ekki betur en hin fyrri - ég gafst upp - finnst það frekar leiðinlegt því fólk sem hefur svipaðan bókasmekk og ég líkar bókin Errm  Las síðan Barn náttúrunnarí útilegu um síðustu helgi, fannst hún góð og er að reyna að detta í Laxnes, náttborðið full hlaðið af bókum eftir hann svo það er eins gott að ég fari að herða mig. En talandi um útilegu, guð minn góður hvað mér fannst leiðinlegt, en samt fannst mér svo skemmtilegt. Flugurnar voru að gera mig vitlausa, þær eru bara ógeðslegar. Ókey ég er smá pjöttuð veit það en útilegan byrjaði ekki vel. Við komum á föstudagseftirmiðdegi, sáum Valhöll brenna, þvílíkt bál. Það var tjaldað í blíðskapar veðri en svo fór að halla undan fæti, flugunum fjölgaði og fjölgaði og það endaði með því að ég flúði inn í tjald. EN þá var bara heill ættbálkur af flugum búin að koma sér fyrir þar - nice - þannig að mín setti á sig hettu , tók tusku og barði þær út Angry  hélt ég væri laus mála þarna inn.. í mínu tjaldi...nei nei þá byrjar bara ein að suða inn í eyranu á mér INN Í EYRANU Devil  auj auj auj...það er viðbjóður ég hélt ég fengi flogakast. Guðmundur stóð þarna alveg ráðþrota þegar mamma hans var að fá flogakast "náðu í pabba þinn" "náðu í pabba þinn" ég fór að leita af einhverju til að ná í fluguna með, fann plasthníf og svona á milli þess sem ég ærðist og lét öllum illum látum hafði ég vit á að slá höfðinu niður til hliðar svona svipað og þegar maður losar vatn úr eyranu eftir sund. Jæja þegar kallinn kom þá fann ég gleraugun hans og ljáði honum hnífinn og sagði í geðshræringu "Náðu henni út" síðan glennti ég upp eyrað og hann bjó sig undir að bjarga konunni sinn frá brjálaðir flugu - vopnbúin plasthníf - en þá gerði flugan sér grein fyrir því að hér var við ofurefli að etja - brjáluð kerling og næstum miðaldra vopnbúinn fyrrverand hermaður - hún tók sig því bara til og flaug í rólegheitum út ! Og ef einhver hafi haldið að ég gæti verið róleg og notið útiverunnar eftir þetta þá skjátlast þeim Pinch .... Sem betur fer var vindur á laugardeginum sem gerði það að verkum að það var líft úti og hægt að njóta útiverunnar og útilegunnar ! En það verður langt í næstu útilegu og þá verður allavega reynt að velja tíma og stað þar sem flugur vilja ekki vera Cool

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband