Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Mig vantar nýjan banka !
24.3.2009 | 13:54
Ég vildi óska að ég gæti flutt bankaviðskiptin mín í nýjan banka. Þá meina ég alveg nýjan, ekki banka sem er samansull af gömlum bönkum. Ég vill ekki banka með breyttu nafni eða einhverskonar annarskonar gjörningum. Ég treysti ekki þessum gömlu bönkum, ég treysti ekki, að það standi sem þeir segja og ég treysti ekki að kerfið hjá þeim fúnkeri rétt. Og það sem er versta er að ég treysti ekki starfsfólki bankanna, veit það eitthvað hvað er í gangi, fær það nægar upplýsingar.
Ég athugað hjá MP banka, en nei það er ekki hægt að vera með almenn viðskipti þar..jú það breytist kannski ef þeir ná að kaupa útibúa net SPRON...en þá er spurning hvaða sukk þeir eru að kaupa þar. Ég ath. Auði Capital þar er ekki hægt að vera með almenn bankaviðskipti.
arg
Mig vantar nýjan banka
Tveir bankar í stað þriggja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)