Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Vorið er komið
20.4.2008 | 21:38
Vorið er komið og sumardagurinn fyrsti er í næstu viku. Það er ótrúlegt hvað átta stigi hiti og lítið rok gefur manni mikla orku. Um leið og hitastigið fer yfir fimm gráður er maður bara komin í opna skó og á stuttermabolinn -- Það er bara vonandi að þessi góða byrjun á vorinu sé að leggja línurnar fyrir sumarið. Eftir þennan langa vetur hljótum við að eiga inni gott sumar -- ég ákvað að taka vetrinum á jákvæðu nótunum en guð hvað hann var langur, ég hélt að það ætlaði aldrei að hætta að snjóa en ég skrifa og trúi að ég sjái ekki meiri sjó í vetur --- nema ég skreppi á skíði --- veit samt ekki hvort ég þori því eftir að hafa meitt mig á þumalputtanum í síðustu skíðaferð.... er enn að eiga við þau meiðsli...og ég komst að því að það er eiginlega allt sem maður gerir gert með þumlinum ótrúlegt hvað þessi putti er mikilvægur....en vonandi fer hann að komast í lag. En það er svo skrýtið að þó að það sé enn hægt að fara á skíði þá er löngunin einhver vegin farin -- það má segja að þegar búið er að taka hjólið út og vorfílingurinn komin þá langar manni ekki á skíði, sem er kannski glatað því núna er örugglega æði að fara á skíði, kannski bara hlýtt og sól. Síðan er það bara að muna eftir skrúðgöngunni á sumardaginn fyrsta þann 24. apríl-- það er svo íslenskt --- sama hvernig viðrar þá fögnum við sumri... allir að mæta í skrúðgöngu !
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)