Gleraugnaglámur EÐA ekki : )
18.1.2009 | 18:00
Ég hef þurft að nota gleraugu í 30 ár. Byrjað bara rólega á unglingsárunum, svona þegar ég fór í bíó setti ég upp gleraugun og notaði þau líka í skólanum en þurfti ekki að ganga með þau. En það breyttist fljótlega og áður en ég vissi af var ég farin að ganga með gleraugu alla daga. Hef lítið getað notað linsur svo ég er búin að vera með eitthvað á nefinu í ...vá ég veit ekki hvað mörg ár...Ég hef ekki haft neina löngun til að fara í laseraðgerð, hef þekkt nokkra sem hafa gert það með misjöfnum árangri og misjafnri upplifun. Auðvitað hef ég hugaðu um að fara en fannst ekki þess virði að fara í slíka aðgerð og taka einhver séns með augun í mér. Var alveg viss um að ef ég færi mundi aðgerðin misheppnast En svo kom að því að ég fékk bara ógeð af gleraugunum mínum, fannst ég alltaf þurfa að vera að pússa þau og þau pirruðu mig bara stundum alveg glatað að lesa upp í rúmi með gleraugu - Og ég fór að hugsa málið og horfa á hlutina á annað hátt og ákvað að fara allavega í skoðun og athuga hvort ég gæti farið í aðgerð. Var svona frekar á því að ég væri örugglega ekki kandídat. Þegar ég hringdi og pantað tíma hélt ég að það væri nokkurra mánaða bið og ég fengi tíma til að melta ákvörðunina, en nei ég gat bara komið í viðtal nokkrum dögum síðar og í aðgerðina í vikunni á eftir . Ég fékk smá sjokk, vá ég ætla kannski ekkert í aðgerð var bara að pæla.....En ég fór sem sagt í viðtal og eftir það var ég ekki í vafa ég ætlaði í aðgerð. Í aðgerðina fór ég síðan á föstudaginn og get ekki annað sagt en að þetta er algjör snilld, já bara snilld Ég er gleraugnalaus sé allt, sé nýja sýn á sjálfri mér þarf að venjast henni - og ég er frjáls -- það er nefnilega ótrúlegt óöryggi sem maður upplifur þegar maður sér illa og finnur ekki gleraugun sín ! Ég er reyndar enn að ýta gleraugunum upp á nefið rek bara puttann í nebbann í staðinn, ég hef ætlað að grípa í gleraugun á morgnanna og taka þau niður þegar ég fer að sofa, en gríp í tómt Ég sé ekki alveg eins og áður með gleraugunum ekki verr heldur bara aðeins öðruvísi, sérstaklega frá mér, og það eru bara komnir tveir dagar síðan aðgerðin var gerð og augun enn að jafna sig. Mín upplifun af þessu er enn sterkari en ég hélt og enn sterkari en mér fannst aðrir lýsa þessu fyrir mér....mér finnst þetta einfaldlega snilld, að hægt sé að laga augun í manni í smá aðgerð sem tók innan við klukkutíma bara Geðveikt.....hefði átt að vera búin að þessu miklu fyrr...........
Athugasemdir
Frábært. Til hamingju með þetta. Þekki nokkra sem hafa farið og allir tala um að þetta sé bara nýtt líf. Hlakka til að sjá þig, spurning hvort ég þekki þig með engin gleraugu
Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.