Áheyrnarfulltrúar

Hvernig ætli þeir hafi hugsað framkvæmdina á því að hafa áheyrnarfulltrúa í öllum nefndum alþingis og var það ekki líka á ríkisstjórnarfundum. Ætluðu þeir að láta kjósa þá á landsvísu, eða áttu þetta bara að vera fólk af höfuðborgarsvæðinu. Ef kosið hefði verið á landsvísu um hverjir ættu að vera áheyrendafulltrúar þjóðarinnar, átti ríkið að borga því fólki laun, jafnvel flug fyrir þá sem kæmu utan af landi, ferðakostnað, dagpeninga.....ég bara spyr var þetta hugsað til enda. Það fólk sem er á alþingi núna var kosið í lýðræðiskosningu af þjóðinni til að vera fulltrúar hennar (ekki endilega fólkið sem hver og einn kaus í stjórn, en það ætti þá að vera í stjórnarandstöðu) .....vilja þessir menn síðan bæta við fleira fólki. Mér finnst þetta eitthvað skrýtið, einhverju slengt fram án þess að það sé hugsað til enda held ég.
mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband