Ég styð Geir
24.11.2008 | 22:10
Ég styð Geir Haarde, styð hann og treysti til að koma okkur út úr þessu eins vel og hægt er. Ég tel hann traustan mann og heiðarlegan. Ég hef ekki verið stuðningsmaður Samfylkingarinnar hingað til og er það ekki enn. Ég studdi ekki ríkisstjórnina en get ekki annað en stutt hana í dag. Var ekki ánægð með samstarfið en hvað er betra hægt að fá, ég bara spyr, er stjórnarandstaðan hæf til að stjórna landinu, það tel ég ekki. Hvaða fólk getur komið í staðinn. Hefur hingað til verið mikið um breytingar á milli kosningar, fólkið kaus þessa flokka og þeir hafa mikinn meirihluta á alþingi. Ég veit alveg um einn og einn góðan mann og góða konu sem væru vel hæf til að vera í ríkisstjórn og er alveg sammála að einn og einn eigi að hverfa á brott. En hvernig heldur fólk eiginlega að fari fyrir okkur ef stjórnin segir af sér. Það verður bara einn glundroði hér á landi. Leyfum þessari stjórn að vinna sína mál og koma okkur út úr þessu. Þau komu flest vel út á Borgarafundinum í kvöld. Frummælendur voru nú ansi misjafnir og ég myndi ekki treysta þeim öllum til að stjórna landinu. Hafa þeir hugsað málin til enda. Til að berjast fyrir börnin og barnabörn þurfum við að hugsa til framtíðar og vera skynsöm, ekki láta reiðina stjórna okkur, það hefur aldrei skilað árangri.
Athugasemdir
Það er gott að styðja mann sem svara litlu og ef svarað er þá er það rugl og lygi að mestu.
Runólfur Jónatan Hauksson, 24.11.2008 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.