Árás á lögregluna

Þetta kemur fram á vef RUV (leturbreytingin er mín)

Mótmælendur við Hverfisgötuna brutu að minnsta kosti 5 rúður á lögreglustöðinni, beittu gangstéttarhellu til að brjóta glugga í aðalhurð hússins og sóttu síðan stærðar viðardrumb og reyndu að brjóta með honum innri hurðina í anddyri lögreglustöðvarinnar. Þegar þangað var komið brá lögreglan á það ráð að beita piparúða gegn fjöldanum. Síðan tóku sérsveitarmenn sér stöðu fyrir framan húsið og vörðu það. Þá kom til handalögmála. Álfheiður segist ekki geta lagt mat á það hvort mótmælendur hafi gengið of langt. Steingrímur J Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir Álfheiði ekki hafa farið yfir strikið. Vinstri grænir hafi tekið þátt í mótmælunum almennt og á meðan menn geri ekkert ólöglegt sé ekkert við þá að sakast. http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item238429/ 

Sama á hvaða forsendum maðurinn var handtekin finnst mér þessi hegðun ömurleg. Að ráðast að lögreglunni á þennan hátt er bara ljótt.  Hefur einhver pælt í því hvað hefði gerst ef lögreglan hefði hleypt fólkinu inn í húsið. Og að þingmaður hafi tekið þátt í þessum mótmælum finnst mér fáránlegt. Að ráðast að mönnum sem eru að sinna opinberum skyldum sínum er ekki sæmandi þingmanni. Í tilvitnuninni hér að ofan væri hægt að segja að Álfheiður og Steingrímur væru lýðskrumarar (skv. íslenskri orðabók er Lýðskrumari stjórnmálamaður sem talar eins og fólk vill heyra; pólitískur æsingamaður)
Mótmæli eru góðra gjalda verð en styður fólk virkilega svona hegðun.


mbl.is Fráleitt ólögmæt handtaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Guðrún. Þetta er skríllinn sem stundum er talað um. Það er hlægilegt að Álfheiður Ingadóttir, vinstri græn, skuli ekki geta lagt mat á hvort mótmælendur hafi farið yfir strikið. Hún á ekki í nokkrum vandræðum með að meta hvort lögreglan hafi farið yfir strikið. Þarna tók þingmaðurinn þátt í ólöglegum aðgerðum og á að segja af sér þingmennsku STRAX.

Hlynur (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 17:18

2 identicon

Nei, fólkið stiður hana ekki.

Sigfus (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 17:20

3 Smámynd: Lilja Ingimundardóttir

Ég er algjörlega sammála þessari færslu, hegðun mótmælenda fór alveg yfir strikið og er varla hægt að réttlæta hana

Lilja Ingimundardóttir, 23.11.2008 kl. 17:50

4 identicon

Miðað við það sem maður les á blogginu þá eru það örfáir sem styðja þessi skrílslæti. Yfirgnæfandi meirihluti fordæmir þetta og styður lögregluna í þessum varnaraðgerðum sem gátu einfaldlega varla verið vægari þegar það er verið að gera innrás í höfuðstöðvar lögreglu höfuðborgarsvæðinins.

... og mér finnst Steingrímur J. og sérstaklega Álfheiður hafa gjöreytt sínum trúverðugleika. Þau geta í mínum augum ekki talist ábyrgir stjórnmálamenn fyrst þau fordæma ekki þessa fáránlegu innrás í lögreglustöðina.

Magnús Ó. (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 18:29

5 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Þeir sem styðja þetta eru heiglar í d listanum

Alexander Kristófer Gústafsson, 23.11.2008 kl. 19:20

6 identicon

Mér skilst að lögreglan hafi verið að viðurkenna að maðurinn hafi verið handtekinn ólöglega,var byrjaður að afplána dóm en hent út aftur vegna plásleysis,síðan gleymist að boða afplánum aftur maðurinn fyrirvaralaust handtekin aftur,hver skildi hafa haft vitneskju um að ætti að handtaka hann,mér finnst ekkert að því að þingmenn mæti til mótmæla þegar á að færa skuldir einkabanka inn á heimili landsins næstu ég veit ekki hversu mörg ár,vildi að fleiri þingmenn hefðu kjark til að standa með almúganum.

Hafþór (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 19:52

7 Smámynd: Sigmar Ægir Björgvinsson

lögreglan hefur gengið í lið með almúganum Hauki var sleppt

Sigmar Ægir Björgvinsson, 23.11.2008 kl. 20:35

8 identicon

Dæmigert fyrir kjósendur F listans eins og Alexander gefur sig út fyrir að vera að vera með svona "one liner" athugasemdir þær dæma sig sjálfar. Það er frábært að einhverjir þora að blogga á móti "megin" straumnum í þjóðfélaginu, það hefði verið flott er einhverjir hefðu haft þor að hlusta á þá sem vöruðu við Jóni Ásgeiri og hans fylgisveinum og forsvarsmönnum bankana þegar varað var við íslenska undrinu.  Þetta er góð krítík á mótmælendur sem á fullan rétt á sér, að menn eins og Hörður Torfa reyni að fyrra sig ábyrgð á ólátum við lögreglustöðina er fáránlegt þegar hann endar friðsaman mótmælafund með æsingaorðum til fjöldans og því miður voru einhverjir óþroskaðir einstanglingar sem hlustuðu á hann. Og að móðir mótmælandans skuli hafa verið að reyna að réttlæta það sem hann hefur verið að gera skírir hvers vegna uppeldi drengsins mistókst svona hrapalega því að drengurinn þurfti að fela andlit sitt þegar hann var í viðtali við sjónvarpið.

Svenni (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 20:42

9 identicon

get ekki verið meira sammála þér.

Hjörtur (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 22:32

10 identicon

Ja hérna ég er bara alveg sammála þér . Þetta er ekkert nema skríll og illa uppalið lið. Alþingismenn eiga að hafa vit á því að haga sér ekki eins og kjánar.

Þetta ástand hræðir mig og ég vil varla vita hvar þetta endar. 

Bara umferð á blogginu þínu í dag

Kv. Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband