Snjór
2.10.2008 | 21:36
Vá hvað snjóar. Þegar ég vaknaði í morgun var allt hvítt yfir, maður hélt að þetta væri bara svona smá til að minna okkur á að veturinn væri í nánd, en hver átti von á að síðan færi bara að kyngja niður snjó.....það er s.s komin vetur .... það hefur bara gerst örsjaldan á minni ævi svo ég muni að það hafi snjóað fyrir afmælisdaginn minn ...Hvað ætli þetta allt boði, efnahagskerfið er í klessu, haustið var ansi stutt ef það koma þá eitthvað, fannst dagurinn í dag vera alveg æðislega fallegur haustdagur, og ég sem elska haustið og haustið á ekki bara að vera í einn dag Síðan heimsækir veturinn okkur ansi snemma. Getur þetta nokkuð nema farið upp á víð , ég bara spyr.
Athugasemdir
kvitt kvitt
Helga Margrét Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.