Heimasíðugerð

Er búin að vera að vinna heimasíðu í Internetfagi í skólanum.  Það er búið að vera mjög skemmtilegt.  Ég ákvað að hafa heimsíðuna um Lesblindu, gerði fyrst ritgerð um sama efni. Við þessa vinnu hef ég komist að því að það er hægt að nálgast alveg ótrúlega miklar upplýsingar um lesblindu á netinu.  Aðferðirnar sem eru kynntar á vefnum eru allt frá því að lesblinda sé vandamál í miðeyra sem hægt sé að leysa með skurðaðgerð til þess að líta megi á lesblindu sem náðargáfu sem hægt sé að slökkva og kveikja á að vild. En það kom mér á óvart að þessar síður sem eru um lesblindu eru ekki allar hægt aðlagaðar fyrir lesblinda s.s ekki hægt að breyta letri, lit og svoleiðis.  Þarf reyndar að afsaka mína síðu, þar sem þetta er ekki hægt þar, en ég hef afsökun þar sem ég mátti bara vinna hana í html með smá aðstoð í frontpage.  Alla vega er ég ánægð með síðuna mína en við sjáum til hvort hún fellur í góðan jarðveg hjá kennaranumErrm

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband