Sumarblíða

Við íslendingar eigum skilið að fá oftar gott veður!   Það er yndislegt hvað allt lifnar við þegar veðrið er gott...það þarf ekki einu sinni mikinn hita...erum gasalega ánægð með 12 stiga hita og sól...á laugardagskvöldið þegar ég fór með Hildi að bera út, þá var svo gaman að heyra hlátrasköllinn út um allt....fólk að hittast yfir grilli og gera sér glaðan dag......mér finnst að við ættum að fá fleiri góða daga í sumar, við kunnum svo virkilega vel að meta þá....bæirnir lifna við...allir fara út í garð og allir eru glaðir....

ég held að við íslendingar séum miklu þakklátar fyrir gott veður en aðrar þjóðir..sumir fá of mikið af því !!!  kunna ekki að njóta þess í botn....Við getum ekki haldið okkur inni ef það er sól og hiti...lundin verður góð.....

en annað skrýtið, þegar ég var í Róm í febrúar.....12 stiga hiti og sól...ég var á hlýrabolnum og upplifði mig í sumarskapi...þá voru innfæddir í dúnúlpu...hafa örugglega haldið að ég væri skrýtin.....augljóslega erum við ekki með sama innbyggða hitastig og þau!......ÆÐISLEGT AÐ FÁ 12 stiga hita og sól....erum meira að segja ánægð með hálfskýjað!

Annars er bara málið að vera jákvæð með veðrið.......það er ekki vont veður á sumrin á íslandi nema að það snjói þá getum við bölvað veðrinu....annars ekki.....verum jákvæð gagnvart veðrinu....allavega er frábær dagur í dag....og ég ætla út á pall......


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ég sem er svo ótrúlega þakkláta fyrir það að það sé skýjað hér hjá mér.  Orðin þreytt á að vera sveitt og orkulaus í of miklum hita.

Kveðja Maria

Maria (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband